Arfleifð

Þú ert hér:» Rauðsokkahreyfingin» Kvennaárið 1975»  Arfleifð

 

vimeoHápunktur kvennaársins 1975 hér á landi var kvennafríið eða réttara sagt kvennaverkfallið 24. október 1975. Það markaði þáttaskil með tvennu móti. Annars vegar var ekki lengur unnt að draga í efa hlut kvenna í atvinnulífinu. Orð þeirra sem enn héldu því fram að hlutverk kvenna væri fyrst og fremst að sinna heimilinu urðu æ meir hjáróma. Dregið hafði verið fram í dagsljósið með mjög skýrum hætti að atvinnulífið þrifist ekki án þátttöku kvenna og mikil fásinna að tala um það sem fyrst og fremst vettvang karla. Hins vegar opnaði þátttaka mjög margra kvenna í verkfallinu augu þeirra sjálfra fyrir mikilvægi kvennabaráttu. Þær sáu þýðingu þess að konur ynnu saman að réttindamálum sínum með það að markmiði að konur og karlar sætu hvarvetna við sama borð. Það væru sjálfsögð mannréttindi.

ruv_oldin_hennar

 

Mjög athyglisvert er að áhugi á þessum atburði hefur haldist í þá áratugi sem liðnir eru. Um hann hafa verið skrifaðar blaðagreinarfræðilegar ritgerðir og minningarbækur og bókarkaflar, auk sjónvarpsþátta og kvikmynda, innlendra og erlendra. Þetta á við bæði hér á landi og ekki síður erlendis. Enn kemur sjónvarpsfólk erlendis frá til að ræða við gamlar Rauðsokkur og spyrja þær um verkfallið 1975.

Sambærilegar aðgerðir hafa verið endurteknar hér á landi allnokkrum sinnum. Mikið efni liggur fyrir um Kvennafrídaginn á Kvennasögusafni Íslands og er aðgengilegt hér á vefnum öllum þeim sem áhuga hafa.

.

Fyrri síða Áfram stelpur

Næsta síða Skjöl