Efnisyfirlit
Á árunum 1973–1980 hélt Þjóðviljinn úti jafnréttissíðu. Í byrjun sá Vilborg Harðardóttir blaðamaður um síðuna en síðan tók Rauðsokkahreyfingin við henni frá árinu 1977. Félagar í hreyfingunni skiptust á um að sjá um efnið sem þeir skrifuðu að mestu leyti sjálfir. Ritnefndina skipuðu að jafnaði fimm í senn. Rauðsokkahreyfingin fékk greitt fyrir efnið og hjálpaði það til við að greiða húsaleiguna í Sokkholti.
1973
5. ágúst 1973. Njóta konur jafnréttis í atvinnulífinu?
1974
6. janúar 1974. Kynskipt störf í atvinnulífi og á heimilum.
17. mars 1974. Börnin okkar: allir tala um fóstrið en hver hefur áhuga á kjörum barnsins? „Réttindi“ giftra kvenna í skattkerfinu.
19. maí 1974. Undirbúa safn til sögu íslenskra kvenna.
25. maí 1974. Konur aðeins 16 ½% frambjóðenda.
9. september 1974. Vaxandi hlutfall kvenna í framhaldsnámi.
15. september 1974. Um kvenfrelsi og vinstri stefnu.
22. september 1974. Framkvæma sjálfar fóstureyðingar með sogaðferðinni, íslendingur sem hefur starfað með þeim segir frá.
29. september 1974. Kvenfangaverðirnir fá bara hálft starf.
6. október 1974. Kvennaár SÞ undirbúið. Komið út úr eldhúsunum!
13. október 1974. Ragna S. Eyjólfsdóttir, Furður. (um kynjaskiptingu, móðurhlutverkið, húsmæður og fl.)
20. október 1974. „Frjálsbornir íslenskir karlmenn“ Skoðuð lög eins karlafélagsins.
27. október 1974. Barátta eða hátíð?
3. nóvember 1974. Barist gegn tvöfaldri kúgun. Hver er þáttur kvenna í þjóðfrelsishreyfingunni?
10. nóvember 1974. Konan veit hvort hún treystir sér til að ganga með barn, fæða það og ala upp.
17. nóvember 1974. Kynferðismismunun hjá fjölmiðlunum.
24. nóvember 1974. Boðorð fyrir konur.
1. desember 1974. Við stóra að stríða (um dagheimili og vinnumarkaðinn).
8. desember 1974. Varhugaverð samningsgerð (um ákvæðisvinnu, kjör).
15. desember 1974. Dagur í lífi verkakonu eftir Sigrúnu Clausen.
22. desember 1974. Frá ráðstefnu um fóstureyðingar í London.
29. desember 1974. Helg eru jól? / Hvernig á að nýta tækifæri kvennársins.
1975
5. janúar 1975. Konan í Kenya / Um kvennaárið 1975.
12. janúar 1975. Hver er rétt skipan mála: um baráttuleið kvennahreyfingarinnar?
19. janúar 1975. Kvennaárið baráttuár fyrir sköpun jafnrar aðstöðu beggja kynja.
26. janúar 1975. Bréf um sveitinni (Kjör kvenna í sveit).
2. febrúar 1975. Konur sviptar sjálfsforræði (Fóstureyðingafrumvarp).
9. febrúar 1975. Hvernig er farið í kringum lögin um launajafnrétti.
16. febrúar 1975. Dæmisaga úr auglýsingaheimi okkar.
23. febrúar 1975. Réttur barna þyngstur á metunum.
2. mars 1975. Hver fær vald til að ákveða hvenær fóstureyðinga er þörf.
9. mars 1975. Eiga konur sjálfar að ráða? (Sjálfsákvörðunarréttur).
16. mars 1975. Staða konunnar í íslenskum landbúnaði. Hlutfall kvenna í atvinnulífi.
23. mars 1975. Taka þeir tillit til óska kvenna?
6. apríl 1975. Heilagt ár kaþólskra: gerum það að frelsisári konunnar. Sagt frá deilunum um fóstureyðingalöggjöfina á Ítalíu.
20. apríl 1975. Rakalausum og grófum áburði vísað á bug. Hvar er nú heiðurinn og siðgæðisvitundin? (Þungunarrof, sjálfsákvörðunarrétturinn.)
27. apríl 1975. Máttu þvottakonurnar fara í verkfall? (Vinnumarkaður, kjör).
4. maí 1975. Vel sóttur kynningarfundur Rauðsokka í Neskaupstað. „Forvitin rauð“ blað Rauðsokka kom út 1. maí.
11. maí 1975. 58% norðfiskra kvenna taka þátt í atvinnulífinu. Viðhorfin til fósturs og barns.
1. júní 1975. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Samningar og sjóðir verkalýðsins. Grein um jafnréttið hjá Sambandi ísl sveitafélaga.
8. júní 1975. Þeir sem búa í glerhúsi ... um jafnréttismál hjá Sameinuðu þjóðunum.
15. júní 1975. Vika kvennaársins.
10. ágúst 1975. Hvert er gildi kvennaársins?
17. ágúst 1975. Hvað gerist daginn þann? Hugmyndin um að konur leggi niður vinnu einn dag á árinu hefur fengið góðar undirtektir.
24. ágúst 1975. Verðum sjálfar að vinna að úrbótum.
31. ágúst 1975. Fá sveitakonur að vera í stéttarfélagi?
21. september. Að loknum Stéttarsambandsfundi: Konur inn í bændastétt.
19. október 1975. Hittumst á torginu (Kvennafrí). Því ekki meðlagið strax frá fæðingu? (Fæðingarstyrki og meðlagsgreiðslur).
26. október 1975. Um kvennafrí – Einstæð fjöldasamstaða.
2. október 1975. Áfram! Hvernig berjumst við saman gegn atvinnuleysinu?
9. nóvember 1975. Athyglisvert frumkvæði Kópavogskaupstaðar: Jafnréttisnefndir um allt land?
16. nóvember 1975. Óraunveruleg konumynd fjölmiðlanna. Launa- og stöðumismunun í norrænni blaðamannastétt.
23. nóvember 1975. Sérstök löggjöf um jafnrétti kynjanna?
30. nóvember 1975. Úr viðtali við frú D. Í Berlín: Þegar hún fór að læra. Hvað vitum við um konur A-Evrópu?
7. desember 1975. Þegar hlutverkunum er snúið við sjá allir hvað skiptingin er fáránleg: Taktu því eins og maður, kona! (Um danska kvikmynd, Taktu því eins og maður, kona! Sem danskar Rauðsokkur gerðu).
21. desember 1975. Hafnarfjörður: Jafnréttisnefnd tekið til starfa. Sólhvarfafundur Rauðsokka í kvöld.
1976
4. janúar 1976. Bókmenntainnlegg kvennaársins: Kvenlýsingar og raunsæi, „Flest bókmenntaverk eru skrifuð af karlmönnum fyrir karlmenn“.
18. janúar 1976. Og enn er það svona: „Bara karla takk!“.
25. janúar 1976. Agi umfram allt? (Skipting starfa á spítölum).
1. febrúar 1976. Halldóra Sveinsdóttir, Þess vegna gat ég ekki þagað (Launamismunur kynjanna).
8. febrúar 1976. Leysti marga krafta úr læðingi segir Soffía Guðmundsdóttir um kvennaverkfallið á Akureyri.
22. febrúar 1976. Verkfallið 1976: Harðari og ákveðnari konur. Hvernig jafnrétti?
7. mars 1976. 8. mars Alþjóðadagur kvenna. / Má einstæð móðir sofa hjá?
14. mars 1976. Konur í verkfalli.
21. mars 1976. Kvennaverkfallið á Akranesi: Eiga og mega almennir félagar vera VIRKIR? Ársfjórðungsfundur Rauðsokka í kvöld.
28. mars 1976. Á að berjast fyrir forréttindum kvenna um sinn?
4. apríl 1976. Þröstur Haraldsson, Eru tilfinningar og skynsemi ósættanlegar andstæður? Af hverju varð Óli Jó svona kindarlegur mitt í kvennahópnum?
11. apríl 1976. Helga Sigurjónsdóttir, Ólík menntun kynjanna.
25. apríl 1976. Barátta ítalskra kvenna fyrir frjálsri fóstureyðingu: „Fasistar í rúminu“. Um láglaunaráðstefnu kvenna 16.5.
9. maí 1976. Guðfinna Eydal, Konan – karlmaðurinn.
30. maí 1976. Ása Marínósdóttir, Réttur og réttleysi umdæmisljósmæðra. Jafnréttisbarátta – stéttarbarátta, fyrir hverju berjumst við?
1977
17. september. Fá aðeins sex vikna fæðingarorlof ef barnið fæðist í sumar. / Launamál í Kópavogi.
5. nóvember 1977. Út í hött að tala um jafnrétti við óbreytt þjóðskipulag.
12. nóvember 1977. Konur yfir fertugt segja frá, bók um frásagnir kvenna frá DK.
19. Nóvember 1977. Viðtöl við tvo nýliða RSH. Karl skal það vera. / Hvílík ógn og skelfing, jafnrétti í eignum velvakandi. / Erum að kanna stöðu verkakvenna, Guðrún Ögmundsdóttir.
26. nóvember 1977. Þú ert ung og sæt í… (Tíska, útlitsdýrkun).
3. desember 1977. Að selja draslið. (Neysluhyggja, tíska).
9. desember 1978. Hugleiðingar um barnamisþyrmingar.
10. desember 1977. Varpið Hanahyggjunni, áskorun frá konum á landsfundi Alþýðubandalagsins til karlfélaga. Svar við grein Jóns úr Vör (Kynlegur Sértrúaðarsöfnuður).
17. desember 1977. Konur svo vanar að gera litlar kröfur í kynlífi. / Umfjöllun um bók Helgu Kress, Draumur um veruleika.
24. desember 1977. Lægri laun, meira álag verri vinna. Um ræstingar og ræstingarfólk.
31. desember 1977. Reynslusaga af viðskiptum við húð- og kynsjúkdómadeildina. / Um opnunartíma Sokkholts.
1978
7. janúar 1978. Athugun á kynlífi íslenskra unglinga.
14. Janúar 1978. Látið þúsund klámbál brenna.
21. janúar 1978. Heimsókn í Handprjónasamband Íslands. „Nú ætlum við í slag“.
28. janúar 1978. Um bókina samastaður í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur. / Varúð – Rauðsokkar!
4. febrúar 1978. Málfríður Einarsdóttir, „Ég lærði mest af Matthildi og öðrum öskukellingum."
11. febrúar 1978. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars.
1. apríl 1978. Þagað um kjör alþýðu í kennslubókum.
4. mars 1978. 8. mars alþjóðlegur baráttudagur verkakvenna. / Um list kvenna.
8. mars 1978. Af hverju 8. mars? Kjör verkakvenna fyrr og nú.
11. mars 1978. Meira en 40 stunda vinnuvika. Tölfræði um vinnu utan heimilis giftra kvenna árið 1963.
15 apríl 1978. Ertu á pillunni, elskan? Um pilluna og nýjar rannsóknir á hliðarverkunum hennar.
18. Mars 1978. Hjónaskilnaðir á Íslandi.
22. Apríl 1978. Um stöðu og störf kvenna… og tvöfalt vinnuálag.
29. apríl 1978. 8. mars bókin og Forvitin rauð eru komin út.
6. maí 1978. Kvenfrelsisbarátta verður ekki skilin frá stéttabaráttu. Ræða Guðrúnar Ögmundsdóttur.
13. Maí 1978. Dönsku vikublöðin: Hugsunar- og hegðunarmynstur karla og kvenna.
20. maí 1978. Dönsku vikublöðin: Hugsunar- og hegðunarmynstur karla og kvenna, síðari greinin.
27. maí 1978. Kennslubók úr forneskju.
3. júní 1978. Hverjir verða undir í skólakerfinu? Og verða þeir undir af félagslegri mismunun?
10. júní 1978. Konur aðeins málpípur eiginmanna sinna. Karlastörf - kvennastörf.
17. júní 1978. Kvenréttindahreyfingin. Um bók Richard J. Evans, The Feminists. Viðtöl við Önnu Sigurðardóttur.
24. júní 1978. Mannréttindabarátta í Hafnarfirði. Upplýsingar um jafnréttissíðuna.
8. júlí 1978. Laugardagur í íshúsi úr dagskrá verkakvenna í Vestamannaeyjum eftir Rögnu Freyju Karlsd.
15. júlí 1978. Tískublaðið „Líf.“
29. júlí 1978. Viðtal við Auði Haralds, bros, blíða og kærleikur ofan á brauðið. Rætt um vandamál einstæðra foreldra og fleira.
5. ágúst 1978. Mæðralaun í stað dagheimila?
12. ágúst 1978. Örlög manns og samfélags í húfi. Konan tekin á réttan hátt! Orð í belg um kvennabaráttuna í DK, dagheimili og fleira.
19. ágúst 1978. Vald tungumálsins.
26. ágúst 1978. Ekkert að óttast, sagt frá könnun á hugmyndaheimi þýddra barnabóka.
2. september 1978. Rauðsokkahreyfingin kom eins og hressandi gustur.
9. september 1978. Við viljum betri heim og það strax. (Um láglaunaráðstefnuna 1975).
16. september 1978. Umfjöllun um kvennahreyfinguna í DK eftir Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur. / Auglýsing um ársfjórðungsfund Rauðsokkahreyfingarinnar.
23. september 1978. Hver er réttur kvenna á launum í fæðingarorlofi? / Konur gangi í fötum sem leyna litlu.
30. september 1978. Ráðstefna og kvennahátíð. / Rauðsokkahreyfing sem baráttutæki. Viðtal við Dagnýju Kristjánsdóttur.
7. október 1978. Er lýðræðið of tímafrekt? Hugleiðinar um sósíalismann, karlaveldið og einkalífið.
14. október 1978. Hvers konar sambýli? (Um mismunandi sambýlisform) / Kjarnafjölskyldan einangruð og fámenn. / Erfitt að venja sig á heimilisstörf.
21. október 1978. Síðari hluti greinarinnar Hvers konar sambýli? (Um mismunandi sambýlisform).
28. október 1978. Drauma Raunsæi, sagt frá danskri bók um myndlist kvenna þar í landi. / Frá morgni til kvölds hátíð og um ráðstefnuna í Ölfusborgum.
4. nóvember 1978. Bréf frá Vestmannaeyjum frá Stellu Hauksdóttur verkakonu, um hátíð Rauðsokkahreyfingarinnar Frá morgni til kvölds.
11. nóvember 1978. Frá morgni til kvölds, sagt frá umræðum á Rauðsokkahátíðinni í Tónabæ.
18. nóvember 1978. Þankabrot húsmóður í Breiðholti, viðtal við Normu Samúelsdóttur.
25. nóvember 1978. Óvænt úrslit í Þrándheimi, fulltrúi Kvinnefronten vann í fegurðarsamkeppni og hélt þrumuræðu yfir áhorfendum (Um fegurðarsamkeppnir).
16. desember 1978. Jafnréttislögin skrípaleikur? Launamisrétti. Jafnréttisráð og Sóknarmálið.
23. desember 1978. Að vera í alkóhólnum hvernig líf er það?
23. desember 1978. Æskulýðsráð vítir Rauðsokkahreyfinguna.
30. desember 1978. Hugleiðing í tilefni komandi barnaárs.
1979
6. janúar 1979. Því að kóngur vil ég verða.. Heimur blaðsölubarna í Reykjavík. / Fréttir frá Rauðsokkum.
13. janúar 1979. Hvað kosta getnaðarvarnir? Hvernig er hægt að nálgast þær?
20. janúar 1979. Börn eiga rétt á dagheimilum: Hvar er ábyrgð þjóðfélagsins? / Í minningu Rósu Luxemburg.
20. janúar 1979. Kvennahreyfingu sem berst.
3. febrúar 1979. Konur ráði eigin líkama: Hver á annars að ráða?
3. febrúar 1979. Sóun á dýrmætum baráttukröftum.
10. febrúar 1979. Hildur Jónsdóttir, Sömu laun fyrir sömu vinnu.
17. febrúar 1979. Föðurleg umhyggja guðsmanna – fyrir konum og börnum (Dagvistun).
27. febrúar 1979. Kapprætt um kvennahreyfingu. / Samstarf 8. Mars. / Nýliðahópur á vegum Rauðsokkahreyfingarinnar.
3. mars 1979. Fleiri og betri dagheimili og stytting vinnutímans eru hagsmunamál barna.
10. mars 1979. Hvað segja Sóknarkonur um samningana? / Líf í læknishendi: Frumvarp lagt fram á alþingi um þrengri heimildir til fóstureyðinga.
11. mars 1979. Konur og ofbeldi. Vændi nauðganir og valdbeiting í fjölskyldunni.
17. mars 1979. Og blessuð kærleiksblómin (grösin) spretta. (Þungunarrof).
24. mars 1979. Næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn.
7. apríl 1979. Saumaverksmiðjur Bandaríkjanna fyrr og nú.
18.apríl 1979. Ráðstefna kvenréttindafélagsins um verkmenntun – jafnrétti. Náms- og starfsval kvenna er einhæft.
19. apríl 1979. Auglýsing um þátt, Víðsjá, Kvenfrelsi. Rætt við Silju Aðalsteinsdóttur og Dagný Kristjánsdóttur.
21. apríl 1979. Refsibónus – verkkennsla? Bónuskerfið spilverk sem enginn kann á.
28. apríl 1979. Fæðingarorlof fyrir hverja? Atvinnuleysistryggingarsjóður – hvað getur hann borið. Ósæmandi ástand.
5. maí 1979. Athyglisverðar bókmenntir. Danskar skáldkonur lýsa skuggahliðum mannlífsins og 10. ára kvennabaráttu.
12. maí 1979. Hvað er refsibónus? Ávarp Sigrúnar Clausen verkakonu frá Akranesi.
19. maí 1979. Enn er stórátak eftir (Um dagvistarherferð).
26. maí 1979. Hvað segja konur í Íran? Viðtal við fim íranskar konur um byltinguna og stöðu kvenna.
2. Júní 1979. Kynning á Kvennalist I og II. Orð í belg kveðja til Maóista og upplýsingar um Jakobínuvöku.
9. júní 1979. Kvennamál og alvörumál.
16. júní 1979. Hvað er 8. mars hreyfingin? Rætt við Sigrúnu Ágústsdóttur og Ástu Þórarinsdóttur. Ályktun um jafnréttismál, samþykkt BSRB þings 1979.
23. júní 1979. Um eldri konur á vinnumarkaðinum. Nokkrar dæmisögur.
7. júlí 1979. Að sjá hann í laxinum – Jesús minn! Viðtal við Dóru Guðmundsdóttur.
26. júlí, 1979. Nokkur orð um manninn með vindilinn í trantinum, Hallveig Thorlacius.
27. júlí 1979. Til hvers eru samtök hómósexúalista stofnuð?
11. ágúst 1979. Eymd karlmanna, nokkur orð um karlmannahreyfingar. Jafnréttisorðan.
1. september 1979. Jafnréttissíðan, Konur í Íran, afturhvarf til fornra dyggða.
15. september 1979. „Það sem gerist hér skiptir foreldra máli.“ Foreldrasamstarfi á dagheimilinu Sunnuborg.
21. september 1979. Kvennahátíð í Felledparken í Kaupmannahöfn, Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór mamma?
22. september 1979. Kvennahreyfingin á Indlandi, konur eru ekki eldsmatur.
28. september 1979. Kynlífs hvað? Eftir Dagný Kristjáns og Silju Aðalsteins.
29. september 1979. Hvað varð af undirskriftarlistanum? Kröfur, næg og góð dagvistunarheimili fyrir öll börn. Rætt við Gerði Steinþórs formanni félagsmálaráðs Reykjavíkur um dagvistunarmál.
6. október 1979. Kjör sveitakvenna. „Ég missi hana bara á flæking.“ Viðhorf kvenna í sveit.
13. október 1979. Gerum hitt rétt, ráðstefna á Selfossi, opinn fundur um dagvistarmál. / Taktu víst mark á henni þótt hún sé á túr!
20. október 1979. Ráðstefna á Selfossi. Stjórnmálaflokkur kvenna – til hvers? Ályktun VMSÍ vegna barnaársins.
24. október 1979. Soffía Guðmundsdóttir, Hvernig verður róttæk kvennahreyfing raunverulegt pólitískt afl?
27. október 1979. Svefnpokagalsi í bónusvinnu. Rætt við þrjár verkakonur í Vestmannaeyjum. Stella Haukdsóttir.
3. nóvember 1979. Fjörug ráðstefna á Selfossi.
11. nóvember 1979. Hverjir gætu staðið í vegi fyrir því? Um dagheimili. Kröfur verkalýðsfélags Akraness, Bjarnfríður Leósdóttir (Fæðingarorlof, dagvistun).
17. nóvember 1979. Konur í karlaleik. Opinn fundur Kvenréttindafélagsins, konur á listum þingflokkanna fjögurra fluttu framboðsræður. Bónusvinna – þrælavinna.
24. nóvember 1979. Kapprætt um konur og pólitík. Víst viljum við konur á þing!
2. desember 1979. Pólitík okkar er kvenfrelsispólítík, The feminist improvising group.
8. desember 1979. Hörkukvendi í Köben, Danners stofnunin hertekin.
15. desember 1979. Varnarbarátta nauðsyn. / Hvað er um að vera hjá Rauðsokkahreyfingunni. / Framleiðsluaukning í fataiðnaði.
22. Desember 1979. Um ráðstefnuna í Eyjum. Soffía Guðmunds karlamál kvennamál eða vinstri og hægri.
29. Desember 1979. Konur og bylting í Nicaragua.
1980
5. janúar 1980. Farandverkakonur – vaxandi barátta, baraárskröfur verkalýðshreyfingarinnar og jafnréttiskrafa er ekki fíflskaparmál.
12. janúar 1980. Rauðsokkar í ræðustól. Ársfjórðungsfundur næsta fimmtudag. Kvennahátíð.
19. janúar 1980. Fær ekki fæðingarorlof þrátt fyrir 5 ára starf.
22. janúar 1980. Konur og stjórnmál, Gerður G. Óskarsdóttir.
2. febrúar 1980. Tónabæjarhátíðin 1980. / Eðlileg meðganga og barnsfæðing undantekning.
9. febrúar 1980. Fyrirvinna þjóðfélagsins, konur stærsti hópur ófaglærðra verkafólks í landinu (Um bónusinn og rökin fyrir því að halda tímakaupi verkafólks niðri.)
26. apríl 1980. Atvinnuleysisbætur verði jafnvirði launa, rætt við Margréti Óskarsd. fiskverkunarkonu á Ísafirði.
3. maí 1980. Rauðsokkahreyfingin 10. ára. 1. Maí ávarp Rauðsokka.
10. maí 1980. Bónusheilræði, Bryndís Þórhallsd. Stöðvarfirði.
17. maí 1980. Þorvaldur Garðar í laugardagskaffi, „Lífið á fyrsta rétt.“ (Um þungunarrof, sjálfsákvörðunarréttur).
24. maí 1980. Framhaldsleiðbeiningar fyrir verðandi bónuskonur í frystihúsum.
31. maí 1980. Bókaklúbbur Hallormsstaðakvenna: „Er fátækt á Íslandi?"
24. júní 1980. Getnaðarvarnarlyfið DEPO PROVERA.
1. júlí 1980. Fyrir nógu er að berjast – í morgunkaffim eð Ullu Dahlerup (einn af stofnendum dönsku Rauðsokkahreyfingarinnar).
5. júlí 1980. Kauptu þér konu – seld við hamarshögg á Torfunni.
8. júlí 1980. Orð í Fréttabelg. Húrra fyrir Vigdísi – forseta.
12. júlí 1980. Staða kvenna hefur versnað, rætt við Vilborgu Harðardóttur.
15. júlí 1980. Dagvistarmál á Akureyri.
20. júlí 1980. Ræða Íslands á kvennaráðstefnu SÞ „Betur má ef duga skal“. Þó margt hafi áunnist er fleira ógert á Íslandi og í öðrum löndum.
22. júlí 1980. Konur á réttri hillu: um innrætingu og hlutverk kynjanna.
29. júlí 1980. Hin óþekkta saga konunnar. / Hvað líður barnaárskröfum ASÍ?
12. ágúst 1980. Deilur um brúðarverð í Tansaníu: sala á dætrum góð tekjulind fyrir fjölskylduna.
26. ágúst 1980. Að selja sína vöru með afslætti – Getnaðarvarnir á bannlista boðnar þriðja heiminum.
9. september 1980. „Við berjumst fyrir réttlátum málstað“ Viðtal við Leilu Khaled. Kvennakabarett frá London.
16. september 1980. Róttæk öfl í meirihluta. Rætt við Ingibjörgu Hafstað um kvennaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn.
23. september 1980. Þing Rauðsokkahreyfingarinnar á Selfossi: Mikill áhugi á fjölskyldupólitík. Fimm ár frá kvennaverkfallinu: ræðum málefni láglaunakvenna. / Íslenskir kvennahópar í Kaupmannahöfn.
15. október 1980. Jafnréttissíðan kveður. Hvenær fá konur nóg? Í morgunkaffi Rauðsokka – léleg laun og mikið álag: fóstrur segja frá ástandi dagvistarmála.