Kvennafrí

Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn á Íslandi þann 24. október 1975, til að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaðnum og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Viðburðurinn vakti heimsathygli. Kvennafrídagurinn hefur verið endurtekinn fimm sinnum og var síðast haldinn árið 2018. Gögn Kvennafrídaganna eru varðveitt á Kvennasögusafni. Hér má lesa um sögu fyrstu fjögurra Kvennafrídaganna, en upplýsingar má einnig nálgast hér.