Efnisyfirlit
Þótt mikið starf hafi verið unnið við að kveða niður ofbeldi gegn konum og börnum er það enn gríðarlegt. Rannsóknir sýna að átök og kreppur ýta undir kynbundið ofbeldi en það á sér því miður djúpar rætur í menningu feðraveldisins sem gengur hægt að breyta.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að um það bil þriðja hver kona búi við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum. Mun fleiri konur verða fyrir einhvers konar ofbeldi á ævi sinni og fullyrða má að nánast allar konur hafi sætt kynferðislegri áreitni af einhverju tagi.
Rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2008 sýndi:
Umræður og frásagnir kvenna síðustu ára í tengslum við #MeToo bylgjuna sýna að kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er mjög útbreitt hér á landi en hefur sætt mikilli þöggun. Margar bækur og skýrslur hafa komið út sem segja hræðilegar sögur barna, bæði stúlkna og drengja, sem sættu skelfilegu kynferðisofbeldi. Tölur lögreglu og barnaverndaryfirvalda sýna því miður að ekkert lát er á ofbeldinu. Það er því enn mikið verk að vinna við að koma í veg fyrir það, styðja brotaþola, bæta réttarkerfið og sjá til þess að ofbeldismenn horfist í augu við glæpi sína og axli ábyrgð á þeim.
Fyrri síða Umræðan hefst
Næsta síða Skjöl