Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700–1960 - Kvennasögusafn aðstoðar umsjónaraðila verkefnisins við að finna heimildir og skapa nýjar munnlegar heimildir. (2018)
Samstarfserkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, RÚV og Listahátíðar í Reykjavik. Janúar-júní 2018. Alla daga frá janúar til júní getur þú heyrt raddir Reykvíkinga frá árinu 1918. Reykvíkingar dagsins í dag ljáðu Reykvíkingum ársins 1918 rödd sína í útvarpi allra landsmanna. Textarnir voru unnir upp úr sögulegum gögnum og endurspegluðu viðburði og tíðaranda í Reykjavík fyrir einni öld.
Söguskilti um Kvennaheimilið Hallveigarstaði
Kvennasögusafn Íslands kom að uppsetningu söguskiltisins í samstarfi við Reykjavíkurborg og Kvennaheimilið Hallveigarstaði. Kvennasögusafn og Kvennaheimilið tengjast nánum böndum og er einkaskjalasafn Hallveigarstaða varðveitt á Kvennasögusafni. Nýlega voru fundargerðarbækur Hallveigarstaða gerðar aðgengilegar á tölvutækt form ásamt hlutabréfum þess en eitt þeirra prýðir söguskiltið. Stafræna endurgerðin er unnin í samstarfi við Landsbókasafn Íslands -Háskólabókasafn sem er leiðandi á því sviði. Hér má finna skjalaskrá Hallveigarstaða og hlekkina til að lesa fundargerðarbækurnar. (2017-2018)
Kristín Jónsdóttir opnaði vefinn árið 2017 en hún fékk styrk frá RANNÍS til verkefnisins. Kvennasögusafn og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn aðstoðuðu við aðgang að skjölum Kvennalistans og stafræna endurgerð á útgáfum hans. (2016-2017)
Minningarreitur um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur var afhjúpaður á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs. Minningarreiturinn er sameiginlegt verkefni Kvennasögusafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Umhverfissviðs Reykjavíkur en að auki komu Kvenréttindafélag Íslands, Kynjafræðideild Háskóla Íslands, Bríet, og femínistafélagið að verkefninu. Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur styrktu verkefnið fjárhagslega og Reykjavíkurborg lagði til opið rými í miðborginni fyrir minningarreitinn. (2007)
Baráttuhátíð á Þingvöllum 19. júní 2005
Í samstarfi við Femínistafélag Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjuna, RIKK - Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi. Jafnframt gáfu félögin Alþingi listaverk eftir Koggu. Þá stóðu Kvennasögusafn Íslands og RIKK - Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum fyrir málþingi um kosningarétt kvenna 90 ára í maí 2005 og í kjölfar þess var gefin út samnefnd bók.
Kvennaslóðir
Gagnagrunnur opnaður 19. júní 2003. Markmið hans var að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega. Kvennaslóðir var vettvangur fjölmiðla, fyrirtækja og stjórnvalda til þess að finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjótvirkum hætti. Að gerð kvennaslóða stóði RIKK- Rannsóknastofa i kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands, jafnréttisnefnd Háskóla Islands, Kvennasögusafn Íslands og Jafnréttisstofa fyrir tilstyrk ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja.
Gönguleið opnuð í janúar 2002. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ávarpaði gesti og forstöðumaður safnsins opnaði gönguleiðina. Ríflega 100 manns mættu til þessarar athafnar og gengu síðan undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Þessi viðburður var unninn í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands sem bauð göngufólki til kaffisamsætis og fagnaði þannig 95 ára afmæli sínu.
Kvennahreyfingar: innblástur- íhlutun - irringar.
Norræn ráðstefna um kvennahreyfingar. Haldin í Háskóla íslands í samstarfi við NIKK og RIKK - Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum 10.-12. júní 2004.
Verkakonur í fortíð og nútíð. Verkakvennafélagið Framsókn 100 ára
Í tilefni af 100 ára afmælinu stóðu Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir málþingi í Iðnó, 25. október 2014.
Kosningaréttur kvenna 90 ára.
Í samstarfi við RIKK. Fjórir aðalfyrirlesarar fluttu erindi á málþinginu: Guðmundur Hálfdanarson, prófessor, Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur, Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, og Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Málstofustjóri var Erla Hulda Halldórsdóttir. 29. maí 2005.
Arfur Bríetar 150 árum síðar.
Í samstarfi við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og Kvenréttindafélag Íslands. Ávörp: Kristín Ingólfsdóttir, rektors Háskóla Íslands, og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Erindi: Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur. Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, „Bríet og kvennabaráttan. Kvenréttindafélag Íslands í 99 ár.“ Þorgerður Einarsdóttir dósent „„Þær heimtuðu hærra kaup …“ – Lærum af Bríeti.“ Auður Styrkársdóttir „„Minn glaðasti ævitími“ – Bríet og alþjóðabaráttan fyrir kosningarétti kvenna.“ Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur „„Með hreinni hvatir og sterkari siðgæðistilfinningu“ – Velferð og femínismi innan íslenskrar kvennahreyfingar.“ Söngatriði. Lesið úr bréfum Bríetar áður.
Kvennafrí 1975-Kvennaverkfall 2005?
Fundur haldinn 22. október 2005 í samstarfi við Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum. Stuttar framsögur fluttu Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Gerður Steinþórsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.
Við tökum vel á móti þér: 100 ára afmæli Ljósmæðrafélags Íslands -5. maí 2019 - 9. febrúar 2020.
Dr. Selma Jónsdóttir - aldarminning - 22. ágúst 2017 - 1. mars 2018
Kjörgripur mánaðarins og örsýning: Hlutabréf Hallveigarstaða - 19. júní 2017 - 16. ágúst 2017
Kjörgripur mánaðarins og örsýning: Aldarminning - Louisa Matthíasdóttir - 20. febrúar 2017 - 31. maí 2017
Bríet Bjarnhéðinsdóttir í 160 ár - 27. september 2016 - 30. janúar 2017
Vér heilsum glaðar framtíðinni - opnaði 2015, í samstarfi við fjölmargar aðila
Femínistafélag Íslands - opnaði apríl 2013
„Með viljann að vopni. Endurlit 1970- 1980“ - Listasafn Reykjavíkur í samstarfi við Kvennasögusafn 4. september 2010 - 7. nóvember 2010
„Að vita meira og meira.“ – Brot úr sögu almenningsfræðslu á Íslandi - 22. maí 2008 - 15. október 2008
Kvenréttindafélag Íslands 100 ára - opnað á Hallveigarstöðum 5. desember 2007
Kvennasögusafn í 30 ár - 1975-2005
Brot úr baráttunni - opnaði janúar 2005
Íslenskar kvennahreyfingar - innblástur, íhlutun, irringar - opnaði 11. júní 2004
Áfram stelpur! Kvennahreyfingin í 40 ár - samstarf við Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Femínistafélag Íslands - opnaði 11. október 2003
Og íslenska konan eignaðist rödd... - opnuð 22. apríl 2003
Fellingar - 2001 - 2003
„Maður, lærðu að skapa sjálfan þig“ sýning um Björgu C. Þorláksdóttur - 15. nóvember 2001
Ásta Sigurðardóttir - 31. maí - 8. september 2000
Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Örsýning - 8. febrúar - 29. apríl 1999
„Þeirra mál ei talar tunga. Íslandsdætur í myndlist“ - 4. júlí - 23. ágúst 1998, sett upp í Norræna húsinu í samvinnu við það, sýningin var sett upp í tengslum við útgáfu bókarinnar Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
„Verð ég þá gleymd" - og búin saga. Brot úr sögu íslenskra skáldkvenna.- desember 1997 - 31. janúar 1998