Staðan 1970

Þú ert hér:» Rauðsokkahreyfingin» Dagvistun»  Staðan 1970

LR ÞJV 001 036 3-3Árið 1970 var gerður greinarmunur á leikskólum og dagheimilum. Dagheimili buðu upp á heilsdagsdvöl nánast eingöngu fyrir börn einstæðra mæðra, en þar voru langir biðlistar. Leikskólar voru fyrir börn tveggja til sex ára hálfan daginn, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Þeir rúmuðu aðeins lítinn hóp barna og þar voru einnig langir biðlista og bið eftir plássi gat orðið allt að tvö ár. Frístundaheimili við grunnskóla voru ekki til á þessum tíma, en lítill hópur barna einstæðra foreldra áttu kost á dvöl á skóladagheimili.

Forvitin rauð 1. árg 1. tbl bls. 10

Giftir foreldrar áttu ekki kost á öðru en hálfs dags dvöl fyrir börn sín í leikskóla. Sum börn komust að hjá dagmæðrum í heimahúsum, þjónusta sem ekki var niðurgreidd á þessum árum, og stundum hlupu ömmur í skarðið.

Þegar kom að skólaaldri gerði kerfið í raun ráð fyrir að einhver væri heima til að sinna börnunum. Þetta fyrirkomulag hamlaði mjög atvinnuþátttöku kvenna. Rauðsokkahreyfingin lét duglega í sér heyra um þessi mál, en skoðanir voru skiptar í þjóðfélaginu.

 

Sjá nánar: Menntun.

 

 

 

Fyrri síða Dagvistun

Næsta síða Hugmyndir og viðhorf