Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

 


Markmið Kvennasögusafns Íslands er að skrá, varðveita og safna heimildum um sögu kvenna ásamt því að miðla þeirri þekkingu og hvetja til rannsókna. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi. Safnið er sérstök eining í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu.
 

Kvennasögusafn Íslands tekur til varðveislu skjöl einstaklinga á öllum aldri, af öllum stéttum, svo og gögn félaga og félagasamtaka kvenna. Hafðu samband ef þú telur þig eiga efni sem ætti að varðveita á Kvennasögusafni.

Meðal þess efnis sem Kvennasögusafn leitar eftir til varðveislu eru bréf, dagbækur, fundargerðarbækur, ræður og erindi, handrit, handskrifaðar matreiðslubækur, heimilisbókhald, glósur, viðurkenningarskjöl ljósmyndir og margt fleira.