Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

 
Vekjum athygli á fyrirlestri Rakelar Adolphsdóttur um Kvennasögusafn Íslands sem fer fram í Þjóðarbókhlöðunni fimmtudaginn 31. maí kl. 12:05-12:45 sem hluti af fyrirlestraröðinni TÍMANNA SAFN sem haldin er í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

 

Markmið Kvennasögusafns Íslands er að skrá, varðveita og safna heimildum um sögu kvenna ásamt því að miðla þeirri þekkingu og hvetja til rannsókna. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi. Safnið er sérstök eining í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu.

Vinsamlegast hafðu samband ef þú telur þig eiga efni sem ætti að varðveita á Kvennasögusafni. Meðal þess efnis sem Kvennasögusafn leitar eftir til varðveislu eru bréf, dagbækur, fundargerðarbækur, ræður og erindi, handrit, handskrifaðar matreiðslubækur, heimilisbókhald, glósur, viðurkenningarskjöl ljósmyndir og margt fleira.