Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Fréttir

Jafnréttið eykur lífsgæðin - einnig hjá karlmönnum.


Stærsta jafnréttisrannsókn sem gerð hefur verið á Norðurlöndunum var nýlega kynnt í Noregi, en þar voru 2.800 karlar og konur spurð út í atvinnu, fjölskyldulíf og skoðanir á jafnrétti m.m. Í ljós kom að jafnréttið hefur mikil jákvæð áhrif á lífgæðin - og það í meira mæli en áður hjá karlmönnum.
Í skýrslunni er bent á að miklar kynslóðabreytingar hafa átt sér stað. Norskir karlmenn í yngri kantinum eiga fleiri nána vini en hinir eldri og skilnaður er ekki eins erfiður fyrir þá. 70% styðja barneignaorlof feðra og næstum jafn margir vilja jafnari kynjadreifingu í atvinnulífinu. Sú niðurstaða gengur eins og rauður þráður gegnum rannsóknina að jafnrétti er ekki háð viðhorfum heldur skipulagi og útfærslu.

Lesið skýrsluna hjá NIKK.