'68 og Perla Fáfnisdóttir

Þú ert hér:» Rauðsokkahreyfingin» Útlitsdýrkun»  '68 og Perla Fáfnisdóttir
Jun 4, 2018

Hugvísindaþing - 10. mars 2018


Útdráttur erindisins

Dýrleif Árnadóttir (1897-1988) er þekktust fyrir þátttöku sína í Kommúnistaflokki Íslands (1930-1938) en hún var meðal stofnenda hans. Í þessu erindi verður varpað ljósi á líf hennar sem ungrar konu í Reykjavík árið 1918. Það ár stóð Dýrleif á tvítugu, las fyrir stúdentspróf og hugaði að framtíð sinni. Hvaða möguleika hafði hún til að móta þrár sínar og langanir og fylgja þeim eftir? Til að svara þeirri spurningu verður stuðst við sendibréf móður hennar og móðurömmu sem eru varðveitt á Kvennasögusafni Íslands. Þannig fléttast þeirra saman saga þriggja kynslóða kvenna sem búa á sama heimili í Reykjavík. Einnig verða til athugunar gögn nemendafélags Lærða skólans, sem varðveitt eru á handritasafni Landsbókasafns  Íslands – Háskólabókasafns, og segja sögu nemendahópsins sem Dýrleif tilheyrði.

----

Starfsfólk Kvennasögusafns og handritasafns sagði frá heimildunum sem eru nýttar voru í tengslum við verkefnið „R1918.“ Verkefnið, sem unnið er í samstarfi við Listahátíð og RÚV, felst einkum í upplestri á heimildum á borð við dagbækur og sendibréf frá árinu 1918 sem varðveittar eru á Landsbókasafni (handritasafni og Kvennasögusafni) þar sem lífinu í Reykjavík árið 1918 er lýst. Þessir upplestrar eru fluttir á Rás 1 á hverjum degi kl. 12:03 og eru á dagskrá fram í júní. Sjá heimasíðu þeirra hér: http://www.ruv.is/thaettir/r1918.

Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur verður fundarstjóri og auk starfsmanna Lbs-Hbs mun Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur verða með inngangserindi.

Reykjavík árið 1918: sjónarhorn persónulegra heimilda

- Gunnar Þór Bjarnason: 1918 í ljósi sögunnar
- Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: „Við vorum að elda graut ...“ Daglegt líf Grafarholtsfjölskyldunnar árið 1918
- Rakel Adolphsdóttir: „Dýrleif hafði svo sterka þrá til að sigla að jeg gat ekki talið hana af því.“ Dýrleif Árnadóttir nýstúdent á tímamótum 1918

HLÉ

- Halldóra Kristinsdóttir: „Aðrir geta hvorki haft gagn né gaman af að lesa það.“ Dagbók Hannesar Thorsteinsson 1918
- Gunnar Marel Hinriksson: „ ... þettað ómerkilega bréf sem ég bið þig að fyrirgefa.“ Um skjölin á bak við raddirnar í R1918
- Bragi Þorgrímur Ólafsson: Neyðarhjálp í Reykjavík í Spænsku veikinni 1918

Málstofan fór fram á laugardaginn 10. mars milli kl. 13-16:30 í aðalbyggingu Háskólans, stofu 052 og var vel sótt.

Til baka

Fyrri síða Klæði

Næsta síða Arfleifð