'68 og Perla Fáfnisdóttir

Þú ert hér:» Rauðsokkahreyfingin» Útlitsdýrkun»  '68 og Perla Fáfnisdóttir

Guðrún Hallgrímsdóttir (f. 1941). KSS 62.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 62

  • Titill:

    Guðrún Hallgrímsdóttir

  • Tímabil:

    1982-2014

  • Umfang:

    Þrjár öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands –Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 62. Guðrún Hallgrímsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Guðrún Hallgrímsdóttir (f. 1941)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Guðrún Hallgrímsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1941, dóttir hjónanna Margrétar Árnadóttur (1908-2002) frá Látalæti í Landsveit og Hallgríms Jónasar Jónssonar Jakobssonar (1908-1976) frá Húsavík. Stúdentspróf frá MR 1961. Bauðst styrkur til háskólanáms í Austur-Þýskalandi og lauk prófi í matvælaverkfræði frá Humboldt-Universität í Berlín árið 1968. Stundaði að því búnu framhaldsnám í heilbrigðiseftirliti.

         Guðrún var forstöðumaður rannsóknarstofnunar búvörudeildar SÍS 1929-1977, þá iðnþróunarfulltrúi hjá Iðnþróunarstofnun SÞ í Vínarborg til 1979, var þá deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, síðan forstöðumaður hjá Ríkismati sjávarafurða, þá sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, verkefnisstjóri um gæðastjórnin í matvælaiðnaði og að lokum verkefnisstjóri á fræðsludeild Iðntæknistofnunar og vann þar 1996-2004.

         Guðrún vann einnig að stjórnmálum, var varaþingmaður og tók þá sæti á Alþingi Íslendinga um tíma. Kvenfrelsisbaráttan á sér öflugan fylgismann í Guðrúnu og umhverfishreyfingin hefur jafnframt notið krafta hennar
    Heimild: „Baráttukonur segja frá“. Í Á rauðum sokkum. Baráttukonur segja frá. Ritstjóri Olga Guðrún Árnadóttir. Reykjavík 2011

     

  • Varðveislusaga:

    Guðrún Hallgrímsdóttir afhenti gögnin 16. desember 2014

     

  • Um afhendingu:

    Afhending fór fram 16. desember 2014 á skrifstofu Kvennasögusafns

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið geymir efni úr fórum Guðrúnar Hallgrímsdóttur.

  • Grisjun:

    Skjöl frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði og Framkvæmdanefnd um launamál kvenna voru færð í viðeigandi söfn. Einnig var efni um Kvennaathvarf fært.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, enska, norðurlandamál.

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 23. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Einkaskjalasafn.

    KSS 23. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Einkaskjalasafn.

    KSS 24. Samtök kvenna á vinnumarkaði. Einkaskjalasafn.

    KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

    KSS 138. Kvennaathvarf. Einkaskjalasafn.

     

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði, skrifaði lýsingu í febrúar 2015 og setti á safnmark.

  • Dagsetning lýsingar:

    17. febrúar 2015


Skjalaskrá

Askja 1:
Efni tengt starfi Guðrúnar í Jafnréttisnefnd Reykjavíkur 1978-1980
• Netið – Bréf 1987; vasabók með drög að reglum fyrir starfsemi samskiptanetsins
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1978
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1979
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, efni frá 1980
• Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, könnun frá 1980
• Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar (sjá einnig safn KSS 203-1)               

Askja 2
Efni tengt Nordisk Forum 1988

Askja 3
Efni tengt Nordisk Forum 1988  
           


Fyrst birt 04.08.2020

Til baka

Fyrri síða Klæði

Næsta síða Arfleifð