Fróðleikur

Hér má finna ýmsan fróðleik sem Kvennasögusafn Íslands hefur tekið saman í gegnum tíðina. 

Í liðnum Spurt&svarað má finna svo við nokkrum fyrirspurnum sem safninu hafa borist frá almenningi. Þá er hægt að lesa yfirlit yfir helstu áfanga í sögu íslenskra kvenna í tímaröð, sjá lista yfir íslenska kvendoktora, lista yfir verkalýðsfélög kvenna og kvenfélög, sem og skoða bæklinginn Kvennaslóðir, sögugöngu um miðbæ Reykjavíkur sem Kvennasögusafn stóð fyrir árið 2002.

Að auki er hægt að fræðast um ýmis efni tengd kvennasögu, allt frá alþjóðabaráttudeginum 8. mars til fyrstu íslensku fegurðarsamkeppninnar, ásamt ítarlegum umfjöllunum um ævi og störf mæðgnanna Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Laufeyjar Valdimarsdóttur.