Safnkostur

Kvennasögusafn Íslands er öllum opið.

Hægt er að panta gögn í gegnum síma, tölvupóst eða með fyrirspurn á skrifstofu Kvennasögusafns. Eftir að gögnin hafa verið pöntuð hjá Kvennasögusafni er hægt að nálgast þau í afgreiðslu Íslandssafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Einungis er heimilt að nota gögnin inni á lestrarsal Íslandssafns, en opnunartími er auglýstur á vef landsbókasafns

Gæta skal fyllstu varkárni í meðferð skjala. Aðeins má nota blýant í kringum skjölin og ekki má skrifa í skjöl eða merkja við þau, t.d. með límmiðum, post-it miðum eða öðru. Fara þarf varlega og hvorki beygla skjöl né breyta uppröðun þeirra í skjalaöskju. Ef gestur Kvennasögusafns fær fleiri en eina skjalaöskju til útláns á lestrarsal er mikilvægt að opna ekki nema eina þeirra í einu. Ef óskað er eftir að afrita eða ljósmynda skjölin skal ráðfæra sig við starfsmann Kvennasögusafns.

Um 230 einkaskjalasöfn eru varðveitt á Kvennasögusafni og eru flest þeirra opin og án aðgangstakmarkana. Á þessari vefsíðu er að finna greinargóðar upplýsingar um innihald flestra safnanna. (Vinsamlegast athugið að síðan er enn í vinnslu). Einnig er unnið að skráningu safnkostsins á gagnagrunninum einkaskjalasafn.is

Skráning safnkostsins á netinu er þó ekki tæmandi. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að hér á vefsíðunni er velkomið að hafa samband við sérfræðing Kvennasögusafns.