Safnkostur

Kvennasögusafn Íslands er öllum opið. Um 270 einkaskjalasöfn eru varðveitt á Kvennasögusafni og eru flest þeirra opin og án aðgangstakmarkana. Á þessari vefsíðu er að finna greinargóðar upplýsingar um innihald flestra safnanna.

Hægt er að panta gögn í gegnum síma, tölvupóst eða með fyrirspurn á skrifstofu Kvennasögusafns. Eftir að gögnin hafa verið pöntuð hjá Kvennasögusafni er hægt að nálgast þau í afgreiðslu Íslandssafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Einungis er heimilt að nota gögnin inni á lestrarsal Íslandssafns, en opnunartími er auglýstur á vef Landsbókasafns

Skráning safnkostsins á netinu er ekki tæmandi. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að hér á vefsíðunni er velkomið að hafa samband við Kvennasögusafn.