Teofani-samkeppnin 1930

Árið 1930 stóð heildsalinn Þórður Sveinsson og Co., sem flutti inn sígarettumerkið Teofani, fyrir viðburði sem kalla má fyrstu íslensku fegurðarsamkeppnina. Hugmyndin átti uppruna sinn í Englandi. Íslenskar konur voru hvattar til að senda inn mynd af sér, sem voru síðan fjölfaldaðar og dreift í íslensku sígarettupakkana. Upphaflega hugmyndin var sú að almenningur greiddi atkvæði með því að senda myndirnar aftur til fyrirtækisins og átti ein mynd að jafngilda einu atkvæði. Þegar til kastanna kom var hinsvegar breskur leikstjóri, Charles B. Cochrane, fenginn til að dæma um sigurvegarana. Í kjölfar fegurðarsamkeppninnar fór fram önnur samkeppni, þar sem fólk var hvatt til að safna myndunum. Sá sem yrði fyrstur til að safna öllum 50 myndunum fengi að launum útsýnisflug yfir Reykjavík. Um sama leyti stóð Tóbaksverslun ríkisins, sem flutti inn sígarettumerkið Commander, fyrir svipaðri markaðsherferð. Hjá Commander voru það hins vegar landslagsmyndir sem prýddu sígarettupakkana.

Auglýsing Tíminn 7. september 1929 bls 196

Úrslitin í Teofani-keppninni voru tilkynnt á Alþingishátíðinni 26. júní 1930. Þrjár stúlkur hrepptu efstu sætin og hlutu allvegleg peningaverðlaun. Skoðanir fólks á þessu uppátæki sígarettufyrirtækisins voru skiptar og sumum stúlkunum sem tóku þátt fannst tilstandið í kringum keppnina vandræðalegt. Lesa má nánar um keppnina í umfjöllun DV frá árinu 1982.

Árið 2008 stóð Kvennasögusafn Íslands fyrir átaki til að nafngreina konurnar á myndunum. Af þeim 48 myndum sem eru varðveittar hefur tekist að nafngreina allar nema sex. Kvennasögusafn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn. Kvennasögusafn tekur vel á móti öllum ábendingum varðandi Teofani samkeppnina.

01 Sæunn Þorleifsdóttir 1909 198102 Magnea Jónína Magnúsdóttir 1912 200703 Hildur Grímsdóttir 1912 2001 einnig 3904 Sigríður Júlíana Bjarnadóttir 1910 1997 einnig 3205 Margrét Magnúsdóttir 1888 197006 Ingibjörg Auður Matthíasdóttir t.v. 1911 2002 og Kristín Pálsdóttir 1911 199907 Guðrún Kristinsdóttir 1911 199508 Rannveig Ólafsdóttir 1906 196909  Hulda Brynjólfsdóttir 1911 197810 Fanney Guðmundsdóttir11 Hanna Valdís Gisladóttir 1908 200112 Jakobína Ragnheiður  Guðmundsdóttir 1880 195213 Ólafía Sigurðardóttir 1900 197014 Sigríður Sigursteinsdóttir 1915 199415 Aðalbjörg Sigfúsdóttir 1912 196016 óþekkt17 Þuríður Guðlaug Gísladóttir 1909 197118 Unnur Stefánsdóttir 1912 200419 Katrín Ólafsdóttir 1912 199820 óþekkt21 Ólöf Björnsdóttir 1903 198122 óþekkt23 Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir 1912 199824 Ólafía Sigurðardóttir 1913 200125 Magnea Guðrún Ágústsdóttir 1913 198826 Guðrún Benediktsdóttir 1912 197227 Guðmunda Línberg Brandfríður Óladóttir 1896 196328 óþekkt30 Sigurbjörg Lárusdóttir31 Fanney Tómasdóttir 1912 200132 Sigríður Júlíana Bjarnadóttir 1912 1997 sjá nr. 433 Kristín Bjarnadóttir 1905 1971 systir 3234 Jóhanna Eiríksdóttir 1908 200735 Sigurbjorg Lárusdóttir sama og 3036 óþekkt37 Alfa Regína Hraundal 1911 196539 Hildur Grímsdóttir 1912 2001 sama og nr 340 Sigurbjörg Ólasdóttir 1898 198541 Ólafía SIgurðardóttir sama og nr 2442 Þórunn Jóna Þórðardóttir 1911 199643 Soffía Jóhannesdóttir 1902 198444 óþekkt45 Sigurbjort Klara Luthersdottir 1911 200846 Sigþrúður Einarsdóttir síðar Thorderson 1909 200647 Sigrún Hjördís Stefánsdóttir 1909-198248 Jakobína Hansína Hansdóttir Beck síðar Schröder 1909 200549 Guðrún Helga Theodórsdóttir 1907 199150 Steinunn Finnbogadóttir 1907 1999

*Fyrst birt árið 2008. Síðast uppfært 23. júní 2020.