Kvennafrí 2016

vefur í vinnslu [október 2024]

Kvennafrí 2016 - sjá lokaskýrslu

Stikla um Kvennafrí 2016, leikstýrt af Leu Ævarsdóttur, tónlist eftir Mammút

Tilkynningin: 

Konur!
Leggjum niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkjum liði á samstöðufund á Austurvelli kl. 15:15.
Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.
Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.
Einnig verða fundir víðsvegar um landið. Konur í Akureyri og nágrenni verða með fund á Ráðhústorgi Akureyri kl. 15. Á Bolungarvík hittast konur við félagsheimilið kl. 14:50 og í Tjarnargarðinum Egilsstöðum kl. 15. Stéttarfélag Vesturlands er með opið hús fyrir baráttufund í Borgarnesi. Þá verður safnast saman á Grundarfirði og Höfn í Hornafirði við hús AFL. Á Ísarfirði verður samstöðufundur á Silfurtorgi kl. 15 og í Neskaupstað verður baráttufundur á Hildibrand. Konur á Hellu hittast á baráttufundi á Hótel Stracta þar sem karlarnir á hótelinu bjóða upp á kaffi! Samstöðufundur kvenna í Vesturbyggð verður á Heimsenda Patreksfirði kl. 15. Á Sauðárkróki hefst baráttuganga kl. 14:38 frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra að Kirkjutorgi og til baka og endað á heimavist skólans á fundi. Konur á Seyðisfirði hittast á Sólveigartorgi kl. 15 og á Vopnafirði í Kauptúnskaffi kl. 15. Konur í Ölfusi safnast saman í Þorlákshöfn fyrir utan ráðhúsið kl 14:38.
--
Women!
Leave work at 2:38 p.m. Monday, October 24th, and join our demonstration at Austurvöllur at 3:15 p.m. to protest the gender pay gap.
The average wages of women in Iceland are only 70.3% of the average wages of men. Women are therefore paid 29.7% less on average than men. Therefore, women have earned their wages after only 5 hours and 38 minutes, in an average workday of 8 hours. This means that, if the workday begins at 9 a.m. and finishes at 5 p.m, women stop being paid for their work at 2:38 p.m.
Furthermore a demonstration will take place in Akureyri, Ráðhústorg at 3 p.m. and in Bolungarvík women will gather at the Félagsheimilið at 2:50 p.m. Women in Borgarnes meet at Stéttarfélag Vesturlands. In Egilsstaðir a meeting will be held in Tjarnargarður at 3 p.m. Women will gather in Grundarfjörður and Hella where women will have a meeting at Hotel Stracta. In Höfn in Hornafjörður women will gather by trade union AFLs office. Demonstration will be held at Silver square (Silfurtorg) in Ísafjörður at 3 p.m. Women will gather at Hildibrand Hotel in Nesskaupsstaður, at Heimsendi in Patreksfjörður at 3 p.m. In Sauðárkrókur a demonstration will begin with a walk from the local college (Fjölbrautarskóla Norðurlands) to Kirkjutorg and back where a meeting will be held at the schools dormitory. Women in Seyðisfjörður will meet at Sólveigartorg at 3 p.m. and in Vopnafjörður women meet in Kauptúnskaffi at 2:38 p.m. Women in Þorlákshöfn gather by the city hall at 2:38 p.m.
--
Już w najbliższy poniedziałek, w rocznicę wydarzeń z 1975 roku, Islandki opuszczą stanowiska pracy by strajkować. Tegoroczny cel to zwrócenie uwagi na różnice w pensjach kobiet i mężczyzn w Islandii. Przeciętne zarobki kobiet w Islandii to tylko 70,3% średniej płacy mężczyzn, czyli przeciętnie otrzymują one 29,7% mniej niż mężczyźni. Oznacza to, że kobieta powinna pracować 5 godzin i 38 minut z ośmiogodzinnego dnia pracy by otrzymać należną jej kwotę. Z tego powodu kobiety w Islandii w poniedziałek o godzinie 14:38 odejdą od swoich stanowisk pracy.
Islandzkie Stowarzyszenie Praw Kobiet zachęca do wspólnego protestu i dyskusji na placu Austurvöllur w Reykjaviku. Demonstracja rozpocznie się o godzinie 15:15.
 

Dagskrá:

 
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýrðu fundi Reykjavík.
Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Una Torfadóttir og Justyna Grosel héldu ræður.
Vala Höskuldsdóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Elísabet Eyþórsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir og Lóa Bergsveinsdóttir komu fram.

Samstöðufundir

Einnig voru haldnir samstöðufundir á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnes, Djúpivogur, Egilsstaðir, Grindavík, Grundarfjörður, Hella, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Ísafjörður, Kirkjubæjarklaustur, Neskaupstaður, Patreksfjörður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar, Vopnafjörður og Ölfus.