Stafrænar endurgerðir

Tímarit.isTímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi
Handrit.isHandrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.isBækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka, aðallega frá því fyrir 1900
Íslandskort.isÍslandskort.is
Myndir af gömlum íslandskortum og ágrip af kortasögu

Innlend gagnasöfn

SkemmanSkemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
RafhlaðanRafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Íslenska vefsafniðÍslenska vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.isLeitir.is
Samleit í íslenskum gagnasöfnum
GegnirGegnir
Samskrá íslenskra bókasafna

Erlend gagnasöfn

Finna tímaritFinna tímarit
Skrá yfir tímarit í áskrift Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns
Hvar.isHvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum

Upplýsingavefir

DoktorsritgerðaskráDoktorsritgerðaskrá
Skrá yfir doktorsritgerðir Íslendinga
Íslensk útgáfuskráÍslensk útgáfuskrá
Skrá og tölfræðigrunnur yfir íslenska bókaútgáfu
Íslensk bókaskrá til 1844Íslensk bókaskrá til 1844
Ítarleg skrá yfir íslenskar bækur frá upphafi til 1844
KvennasögusafnKvennasögusafn
Vefur Kvennasögusafns Íslands
Miðstöð munnlegrar söguMunnleg saga
Miðstöð munnlegrar sögu
Jónas HallgrímssonJónas Hallgrímsson
Vefur tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni og verkum hans
Þýðingar ÍslendingasagnaÞýðingar Íslendingasagna
Skrá yfir erlendar þýðingar Íslendingasagna

Afgreiðslutími

Kvennasögusafn er opið virka daga nema föstudaga kl. 10:00 til 15:00.

» Forsíða » Kvennasaga » Kosningaréttur kvenna

Kosningaréttur kvenna

Vissir þú að...

 • … konur fengu ekki kosningarétt í Sviss fyrr en 1971?
 • … Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta þingkona okkar Íslendinga?
 • … Pillan var tekin á lyfjaskrá á Íslandi árið 1967?


Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Baráttan hafði þá staðið yfir frá árinu 1885 en þá skrifaði Valdimar Ásmundsson grein um stjórnmálaréttindi kvenna í blað sitt Fjallkonuna og sömuleiðis Bríet Bjarnhéðinsdóttir, og Páll Briem hélt opinberan fyrirlestur um kosningarétt og önnur réttindi kvenna.

Árið 1894 var stofnað í Reykjavík Hið íslenska kvenfélag og hafði það jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í opinberum málum á stefnuskrá sinni. Félagið safnaði 2000 undirskriftum með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt árið 1895. Þetta var fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna sem skipulögð samtök kvenna lögðu fram.

Sérkennilegur kosningaréttur 1915
Konur þurftu að vera orðnar 40 ára þegar þær fengu kosningarétt á Íslandi árið 1915. Þetta aldursákvæði var einsdæmi í heiminum og Bríet Bjarnhéðinsdóttir kallaði þetta „hinn nafnfræga, íslenska stjórnviskulega búhnykk“ í blaði sínu, Kvennablaðinu.
Kosningarétturinn..

Konur fagna kosningaréttinum 1915
Þegar tíðindin um að konungur hefði skrifað undir lögin um kosningarétt kvenna bárust með símanum til Íslands ákváðu Kvenréttindafélag Íslands og Hið íslenska kvenfélag að halda minningarhátíð og fengu með sér formenn flestra kvenfélaga í Reykjavík. Setja átti Alþingi þann 7. júlí og konurnar ákváðu að gera sér dagamun þann dag.
Hátíðahöldin á Austurvelli..

Haldið upp á kosningaréttinn 2005
Kvennasamtök minntust 90 ára afmælis kosningaréttarins með margvíslegum hætti.
Minningarathöfn í Hólavallakirkjugarði..
Baráttuhátíð á Þingvöllum..
Alþingi afhentur Kvennakraftur..

Alþjóðabaráttan
Íslenskar konur tóku þátt í alþjóðlegri baráttu fyrir kosningarétti kvenna.
Alþjóðabaráttan fyrir kosningarétti..
Konur á Nýja Sjálandi fengu kosningarétt árið 1893, fyrstar kvenna í heiminum.
Kosningaréttur í ýmsum löndum..

 • KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
 • Kt. 640680-0169
 • Arngrímsgötu 3
 • 107 Reykjavík
 • Sími: 525 5779
 • Netfang:
  kvennasogusafn (hjá) landsbokasafn.is

Kvennasögusafn Íslands miðlar þekkingu um kvennasögu og rannsóknir og aðstoðar við öflun heimilda. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi. Safnið er sérstök eining í Landsbókasafni, Þjóðarbókhlöðu.