Sep 7, 2024

Þjóðbúningar


SigurlaugGunnarsdottirSigurlaug Gunnarsdóttir var fædd 29. mars 1828. Hún var meðal stofnenda fyrsta kvenfélags Íslands 1869 (formlega 1871) er konur í Rípurhreppi í Skagafirði komu saman að heimili Sigurlaugar í Ási í Hegranesi. Hún kom einnig að stofnun kvennaskóla í Ási 1877. Þá var Sigurlaug yfirsetukona (ljósmóðir) sveitarinnar.

Sigurlaug saumaði hátíðarbúning fyrir konur í samstarfi við Sigurð Guðmundsson málara. Það var skautbúningurinn, sem vera átti þjóðbúningur íslenskra kvenna og raunar karlabúning einnig, sem naut minni vinsælda.

„Árið 1857 var Sigurður Guðmundsson málari á ferð um æskustöðvar sínar, Hegranesið, dvaldi hann þá í Ási nokkra daga, því Ólafur og hann voru náskyldir. Talaði hann þá margt við húsfreyjuna um íslenska kvenbúninginn, sem hann var þá að hugsa um að endurbæta. Fjell vel á með þeim í því efni. Þegar Sigurður var kominn heim til Reykjavíkur, sendi hann Sigurlaugu margar teikningar, bæði til að baldýra og skattera eftir í skautföt. Hún Ijet nú ekki lenda við það eitt, að skoða þessar teikningar, heldur tók að saufna sjer búning eftir Sigurðar leiðsögn, kennaralaust, og mest í hjáverkum.“ Hlín 1. tbl. 1928, bls. 91.

Saga hennar merkilegur vitnisburður um metnað og áhrif kvenna á síðari hluta 19. aldar.


HugurogHond1966Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur átt veg og vanda af því að halda hefð þjóðbúninganna á lofti.

Félagið var stofnað 12. júlí 1913. Hlutverk þess er að vernda þjóðlega íslenskan heimilisiðnað, auka hann og efla. Það hefur unnið ötullega að því, einkum með námskeiðahaldi en einnig með útgáfu tímaritisins Hugur og hönd sem má lesa á timarit.is.

Í tímaritinu má finna fróðleik um hannyrðir og ýmis snið, þar á meðal nokkur snið og ráð við að sauma sinn eiginn þjóðbúning, sjá sem dæmi:

Upphlutaskyrta 1 og upphlutaskyrta 2

Upphlutur 1, upphlutur 2, upphlutur 3, upphlutur 4

.huguroghondupphlutur


Annríki – Þjóðbúningar og skart er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu sem við kemur íslenskum búningum. Þau halda úti fróðlegri heimasíðu og facebook-síðu ásamt því að bjóða upp á námskeið.


Kvennasögusafn varðveitir ýmsar heimildir sem tengjast þjóðbúngingnum á einn eða annan hátt, þar á meðal útgáfur með sniðum að búningnum, ljósmyndir af konum að skarta búningnum í gegnum tíðina og svo framvegis. Við munum halda áfram að miðla sögulegum upplýsingum um þjóðbúninginn á heimasíðu okkar.

SigurlaugGunnarsdottir.jpg