Dec 20, 2022

Minning: Björg Einarsdóttir


Í dag er borin til grafar Björg Einarsdóttir og við á Kvennasögusafni minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Vinna Bjargar í þágu sögu íslenskra kvenna verður seint þakkað.

Björg Einarsdóttir var fædd árið 1925. Hún var mikilvirk í félagsstarfi og tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokknum og Hvatar, kvenfélags flokksins. Þá var hún félagi í Rauðsokkahreyfingunni, sat í framkvæmdanefnd um Kvennafrídaginn 1975 og tók þátt í starfi Kvenréttindafélags Íslands um árabil – svo dæmi séu nefnd. Á níunda áratugnum flutti Björg útvarpserindi um íslenskar konur og gaf í kjölfarið út bækurnar Úr ævi og starfi íslenskra kvenna (1984-1986).

Á heimasíðu Kvennasögusafns má lesa ræðu Bjargar frá Kvennafrídeginum 24. október sem og grein hennar um kveikjuna að kvennafríinu. Hún átti lykilþátt í því að framkvæmdanefnd um kvennafrí afhenti skjöl sín þá nýstofnuðu Kvennasögusafni og á meðfylgjandi mynd má sjá Björgu gefa Önnu Sigurðardóttur brot af skjölunum á Hótel Sögu í mars 1976.

Björg var sæmd hinni ís­lensku fálka­orðu 1988 fyr­ir störf að jafn­rétt­is­mál­um og ritstörf um mál­efni kvenna.

kvennafri1975

KSS 1 015

KSS63_A28_140

 

BjorgE_a_raudum_sokkum_1.jpg