Ávarp Bjargar Einarsdóttur

Bjorg-minniKonur!

Hvers vegna stöndum við hér - svona margar? Eina dagstund höfum við allar, sem hér erum, brugðið vana okkar. Við höfum stigið út fyrir umgjörð daglegs lífs og freistum þess nú að skoða hana utan frá, næstum eins og ókunnugur myndi sjá okkur. Við spyrjum okkur sjálfar: Hver er okkar daglegi þáttur innan umgjarðarinnar - nýtum við réttindi og uppfyllum skyldur til jafns við þá, sem við eigum samleið með? Af nýjum sjónarhóli skynjum við okkur sjálfar og líf okkar eitt andartak. Athyglin skerpist og í einni sjónhending sést samspil orsaka og afleiðinga í lífi okkar og nú getum við skoðað atriði, sem vaninn slævir í önn dagsins. Hér og nú getum við - hver og ein - skyggnst í eigin barm og skoðað umhverfi okkar og síðan rakið eftir eigin hugarfylgsnum hvers vegna líf okkar og starf - mitt og þitt - er í þeim farvegi, sem raun ber vitni. Hvort við setjum dætur okkar til jafns við syni til að velja sér námsbraut og lífsstarf eftir upplagi þeirra og hæfileikum.Aðgerðin í dag - kvennafríið á degi Sameinuðu þjóðanna - er í eðli sínu jákvæð fyrir þær sakir, að hér ganga þeir fram fyrir skjöldu - íslenskar konur allar - sem ekki beina spjótum sínum að öðrum aðila og krefjast, krefjast EINHVERS ... Aðgerðinni er beint inn á við að okkur sjálfum og skal orka á eigin vitund og lífsviðhorf.

Á morgun, þegar við stígum til baka inn í venjulega daglega umgjörð til fjölskyldu okkar og á starfsvettvanginn, hvort sem það er inni á heimilinu eða utan þess, erum við ekki sömu konurnar og áður. Í morgun tók sérhver okkar, ein og óstudd, ákvörðun um hvort hún ætti að vera með hinum konunum á torginu eða ekki. Fyrir mörgum okkar var það átak að losa sig frá öryggi, er tengslin við fjölskylduna og dagleg reglubundin störf með sömu vinnufélögunum veita, og finna sig skyndilega standa berskjaldaða sem sérstakan einstakling, sem við ætlum nú að vega og meta í nýju ljósi.

Á hvorn veginn sem ákvörðun okkar féll, ef við höfum staðið við hana, er það eitt út af fyrir sig sérstök reynsla, sem við munum búa að og okkur ber að virkja. Skilningur okkar eykst á því að við séum fullgildir þegnar með ábyrgð til jafns við aðra, en ekki bara KONUR. Í þessu er m.a. fólgið langtímamarkmiðið með kvennafríinu - að vaknandi vitund nútímakvenna skili uppvaxandi kynslóð þeirra ávinningi, er leiði til jafnrar stöðu við karla á grundvelli fengins lagalegs jafnréttis. Að hjúskapur einn sér ráði ekki starfsvali kvenna í framtíðinni heldur mat á kringumstæðum og löngun til að takast á við verkefni af hvaða toga, sem þau eru spunnin.Ef við náum að skynja þessi einföldu atriði verður okkur ljóst að ekki þarf að bíða þjóðfélagsbreytingar utan frá - með eigin vitundarvakningu og að okkur ber að vera raunverulegir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins, þróast það sjálfkrafa í jafnréttisátt.

Að lokum minni ég á orð Helve Sipilä, formanns Alþjóðlegu kvennaársnefndar Sameinuðu þjóðanna, er hún gisti Ísland í sumar: Bætt aðstaða konunnar leiðir til bættrar stöðu fjölskyldu hennar og það leiðir af sér betri heild.

Tilvísun: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 1. Kvennafrí 1975. Einkaskjalasafn


English summary of her speech

Women.

What has happened? Why do we stand here so many? We have broken our habits and stepped out of our daily routine and now we are looking at it from another angle. Let us realize the pattern of our live. Let us ask ourselves what is our part in it, and if we use our rights and fulfil our duties to the same degree as our fellow men.

This morning each one of us decided for herself whether she should join the other women on the meeting today or stay in her usual place. The decision as such has been an experience which will be of value for us in the future and let us try to make the most of it.

The future goal of our demonstration today is to make us fully aware of that we are citizens equal to any others in society with eq1ual rights and equal responsibility, and thus we will be able to pass on to the younger generation of women the consciousness of equality which will lead to final equality of men and women on the basis of the rights we have already been granted by law. We do not have to wait for social changes from outside – we can change it from within.

Let us at last quote Helvi Sipilä when she was in Reykjavík last summer:

Improved situation of the women improves the situation of her family and of the nation as a whole.

Source: Women's History Archive, KSS 1. Kvennafrí 1975.