Oct 24, 2021

Kvennafrídagurinn 24. október


Kvennafrídagurinn fór fyrst fram þann 24. október 1975.

Á heimasíðu Kvennasögusafns má finna sérvef um daginn með öllum helstu upplýsingum um aðdraganda hans, dagskrá, ræðum sem haldnar voru, ljósmyndir, sögur af deginum og fleira. Vefurinn er unninn út frá skjölum sem framkvæmdanefnd um kvennafrí afhenti Kvennasögusafni árið 1976.

Aðgerðir á Kvennafrídaginn hafa verið endurteknar árin 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Í ár mun Kvenréttindafélag Íslands bjóða upp á femíníska sögugöngu sem byggð er á bókinni Konur sem kjósa: aldarsaga sem Erla, Kristín Svava og Ragnheiður skrifuðu ásamt Þorgerði H. Þorvaldsdóttur. Gangan hefst kl. 14 og lagt er af stað frá Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14.
kvennafri1975
Ljósmyndina tók Borghildur Óskarsdóttur á Kvennafrídaginn 1975, ljósmyndin er varðveitt á Kvennasögusafni.

KSS_151_05.jpg