Jul 3, 2020

Sumarstarfsmaður Kvennasögusafns


Við bjóðum Emmu Björk Hjálmarsdóttur sumarstarfsmann Kvennasögusafns velkomna til starfa!

Emma er með BA-próf í listfræði, diplómu í hagnýtri jafnréttisfræði og stundar nú meistaranám í menningarfræði við Háskóla Íslands. Emma er ráðin í gegnum átak stjórnvalda „Sumarstörf 2020“. Starfstöð Emmu á Kvennasögusafni er undir málverki af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem Gunnlaugur Blöndal málaði árið 1934 og tengdadóttir Bríetar, Guðrún Pálsdóttir kennari, gaf safninu árið 1999.

EmmaBjorksumarstarfsmadur.jpg