Jun 29, 2020

Nýr vefur Kvennasögusafns


Vefur Kvennasögusafns Íslands hefur verið uppfærður og fengið nýtt útlit. Flest allt efni af eldri vefsíðunni má finna á þeirri nýju en ef eitthvað efni vantar á að vera hægt að finna það á vefsafni Landsbókasafns (www.vefsafn.is). Verið er að setja inn skjalaskrár safnkosts Kvennasögusafns en ef það vantar skjalaskrá á vefinn má finna hana á vefnum Einkaskjöl.is í millitíðinni. Vinsamlegast hafðu samband við safnið ef þú vilt koma athugasemdum varðandi vefinn á framfæri. 

vefurmynd.jpg