Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 14
Rannveig Jónsdóttir
1997-2011
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 14. Rannveig Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.
Rannveig Jónsdóttir
Fæddist í Reykjavík 8. júní 1935. For.: Jón Kristófersson og Þórunn Guðmundsdóttir. Giftist Ingólfi Þorkelssyni, kennara. Þrjú börn. Kvennaskólapróf. Stúdentspróf frá M.R., B.A. próf í ensku og sögu frá H.Í. 1959. Cand.mag. í ensku frá H.Í. 1980. Enskukennari. Einn af fyrstu meðlimum Rauðsokkahreyfingarinnar. Einn stofnenda Kvennakirkjunnar 1993.
Gögnunum safnaði Rannveig Jónsdóttir. Þau náðu til Rauðsokkahreyfingarinnar, Kvennaársins 1975, baráttuna gegn mansali og vændi, og auk þessa talsvert magn af blaðaúrklippum um þessa atburði og ýmsa fleiri tengda jafnréttisbaráttunni. Gögnum Rauðsokkahreyfingar var skilað í KSS 203 (3 öskjur) [nú KSS 63], og gögnum Kvennaársins 1975 í KSS 1. Eftir standa gögn er varða baráttu gegn súlustöðum og vændi og úrklippur þar að lútandi í safnmarkinu KSS 14.
Rannveig Jónsdóttir afhenti 20. ágúst 2015.
Tvær skjalaöskjur, venjulegar. Innihalda gögn og blaðaúrklippur er varða baráttu gegn súlustöðum og vændi á Íslandi á árunum 1997-2005 aðallega.
Gögnin voru borin saman við það sem fyrir er í Kvennasögusafni og ýmist lögð þar eða sett í einkaskjalasafn Rannveigar eftir atvikum. Tvítökum var eytt, en þau voru fá. Blaðaúrklippur voru grisjaðar eftir þörfum.
Ekki er von á viðbótum
Aðgangur er öllum heimill
Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun. Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd.
Íslenska
KSS 1. Kvennafrí 1975. Einkaskjalasafn.
KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.
Auður Styrkársdóttir flokkaði og skráði í ágúst 2015.
28. ágúst 2015
Askja 1
Askja 2
Blaðaúrklippur um súlustaði og vændi á Íslandi, 1997-2011, raðað eftir árum
Fyrst birt 26.06.2020