Skjalasöfn í stafrófsröð

Rauðsokkahreyfingin (1970-1982). KSS 63.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 63

  • Titill:

    Rauðsokkahreyfingin

  • Tímabil:

    1970-1982

  • Umfang:

    51 askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Rauðsokkahreyfingin (1970-1982)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Um hreyfinguna: sjá m.a.

    Herdís Helgadóttir (1996): Vaknaðu kona!.
    Hildur Hákonardóttir (2005): Já, ég þori, get og vil : Kvennafrídagurinn 1975, Vilborg Harðardóttir og allar konurnar sem bjuggu hann til.
    Olga Guðrún Árnadóttir (ritstj.)(2011): Á rauðum sokkum.

  • Varðveislusaga:
    • Fyrstu gögnin voru afhent Kvennasögusafni 28. maí 1992. Eftirtaldir fyrrum rauðsokkar afhentu þau gögn sín sem þau áttu haldbær og kváðust síðar myndu afhenda það sem þau kynnu að finna í sínum fórum: Gerður G. Óskarsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Eiríkur Guðjónsson, Lilja Ólafsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þuríður Magnúsdóttir, Vilborg Harðardóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Björg Einarsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Erna Egilsdóttir og Guðrún Ágústdóttir, sbr. Gjafabók 3 (svört) og Gestabók. Þessi gögn fengu þá safnmörkin 203-217. [Núna öskjur 1-17] /
    • Þann 25. október 2003 afhenti Guðrún Kristinsdóttir (f. 1945), Bárugranda 11, Reykjavík, safninu spjaldskrá Rauðsokkahreyfingarinnar sem notuð var síðustu árin sem hún starfaði, sbr. aðfangaskrá 2003. Spjaldskráin fékk þá safnmarkið 445. /
    • Þann 17. nóv. 2003 afhenti Herdís Helgadóttir (1929-2007) Kvennasögusafni um hendur Auðar Styrkársdóttur 10 útvarpsþætti rauðsokka sem fluttir voru á árinu 1972 á segulbandsspólum ásamt útskrift, sbr. aðfangaskrá 2003. Þessi gögn fengu þá safnmarkið 444. /
    • 11. mars 2004 færði Guðrún Ögmundsdóttir safninu 16 ljósmyndir af Rauðsokkum úr safni Þjóðviljans. Vilborg Harðardóttir tók margar ljósmyndirnar [askja 28].
    • 10. apríl 2013 afhenti Vilborg Sigurðardóttir nokkuð af gögnum sem mynduðust við starf hreyfingarinnar á árunum frá 1970 til ca. 1981. Þar á meðal voru umbrotssíður og myndir í blað þeirra, Forvitin rauð. [öskjur 18-22]/
    • 14. maí 2014 afhenti Mörður Árnason úr dánarbúi móður sinnar, Vilborgar Harðardóttur (1935-2002) nokkur gögn er tilheyra sögu Rauðsokka. [askja 23]/
    • 20. ágúst 2015 afhenti Rannveig Jónsdóttir (f. 1935) talsvert magn af gögnum tengd hreyfingunni. [öskjur 24-26] /
    • Vilborg Sigurðardóttir (f. 1939) afhenti Kvennasögusafni gögn 24. júní 2016 sem fundust í bílskúrnum hjá henni, þau gögn eru nú í öskjum 29–42 /
    • 21. september 2016 afhenti Edda Óskarsdóttir fjórar úrklippubækur hreyfingarinnar. /
    • Masterar að útvarpsþáttunum Forvitin rauð barst frá Ernu S. Egilsdóttur (f. 1945) um hendur Elísabetar Gunnarsdóttir 15. apríl 2019.
  • Um afhendingu:

    Upphafleg afhending var 28. maí 1992 í Norræna húsinu við nokkra athöfn. Sjá fjölmargar viðbætur eftir það í varðveislusögu.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    51 askja: m.a. fundargerðir, dreifirit, plaköt, ljósmyndir

  • Viðbætur:

    Viðbóta er von, fara á sér KSS númer.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, sænska, enska og fleiri

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í nóvember 2011 og bætti svo viðbætum við eftir það. 

    Emma Björk Hjálmarsdóttir gerði ítarlegri skráningu yfir skjalasafnið þar sem hún merkti hverja örk í hverri öskju með númeri og bætti við örkum þar sem á þurfti. Eins hreinsaði hún safnið betur af heftum og öðrum málmum. Engin gögn voru færð á milli askja. Nóvember 2020.

  • Reglur eða aðferð:

    Lýsingin er byggð á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    30. nóvember 2011


Skjalaskrá

Öskjur 1–17, afhent 1992:

Askja 1

  • örk 1: Efni frá 2 tbl. 1980, Forvitin Rauð. Praktískar upplýsingar. Vinnulýsing Forvitin Rauð, 1980. Blaðhópur 1980 – skipulagsmál. Bréf frá Björgu Einarsd. til Fjármálaráðuneytisins, 1972.
  • örk 2: Aðsent efni sem ekki hefur verið notað: ýmis ljóð, umfjöllun um nýjar bækur, heilræði um fegrun og snyrtingu eftir Unni Jörundsd. 1980, Unga stúlkan – tímaskipulag, Þekking á eigin líkama, Réttindabaráttan, ljóð eftir Jakob Viðar.
  • örk 3: efni frá 4. tbl 1980. Umfjöllun um þýðingu The Women‘s Room. Leiðari: Konur og atvinnulífið. Í samræmi við stefnu hreyfingarinnar eftir Kristíni Ásgeirsd. Alltaf unnið úti eins og djö... fífl viðtal við 48 ára nema. Og heima bíða börnin – grein. Viðtal við Sigríði Bjarnadóttur, bóndakonu í Fossnesi, Gnúp – ljósmynd fylgir með. Viðtöl, ath í sér örk vegna sýru blaða. Viðtal við kvenkyns strætisvagnabílstjóra. Viðtal við þrítuga húsmóður í Reykjavík. Ekki framtíðarvinna að telja annarra manna peninga – viðtal við Ásdísi Helgadóttur bankastarfsmann. Ljóð eftir Kristíni Bjarnad. Ljóð eftir Steinunni Eyjólfsd. Karlmenn framtíðarinnar, grein. Konurnar eina hindrunin í jafnréttisbaráttunni.
  • örk 4 : Úr möppu merkt blaðhópur. Kvennaráðstefna í Köben. Efni frá 3. tbl. 1980: Lyfjanotkun í Reykjavík. Viðtal við Aðalheiði Birnu Gunnarsd. áfengisráðgjafa. Handskrifað blað um Kvennasögusafnið. Í Valiumdraumi, lyfjanotkun Kvenna. Öryggi ofar öllu eftir Ingu Dóru Björnsd. Fóstureyðingarmálið – krafan um sjálfsákvörðunarréttinn og stórbættar félagslegar aðstæður barna og verðandi foreldra. Greinar um fegurðasýningar. Fæðingarorlof, lítið blað. Pistill frá Akureyri um Dagvistunarmál. Reynslusaga af fóstureyðingu. Fréttir af starfi Rauðsokka. Þrælavinna eða ráðherralaun?. Viðtal við félagsráðgjafa Landspítalans um fóstureyðingar. Hvers vegna grunnhópar?, Reynslusaga af fóstureyðingu. Viðtal við kvensjúkdómalæknana Sigurð S. Magnússon og Auðólf Gunnarsson. Einnig: Svarbréf frá Helga Seljan  alþ.m. vegna bréfs varðandi afgreiðslu fóstureyðingarfrv. 1975 – Gerður G. Óskarsd. ræða hjá Félagi ungra Framsóknarmanna 29.3. 1973 um fóstureyðingar – Pistill í Forvitin rauð um þungunarathugun
  • örk 5: ASÍ – BSRB Munaðarnesi, sept. 1975. Stofnskrá Kvennasögusafns Íslands. Niðurstöður starfshóps um félagslega þjónustu. Drög að dagskrá ráðstefnu um stöðu kynjanna í atvinnulífinu. Hefti um Kvennaráðstefnu ASÍ og BSRB. Fulltrúaskrá A.SÍ á ráðstefnunni. Niðurstöður starfshóps um hefð og fordóma.
  • örk 6: ASÍ – BSRB. Niðurstöður starfshóps um þáttöku kvenna í stéttarfélögum. Hvers vegna kvennafrí?. Kvenþjóðin og þjóðartekjurnar. Verkalýðshreyfingin og fjölskyldumálin. Konur á vinnumarkaðinum eftir Gerði G. Óskarsd. Atvinnuþáttaka og launakjör. Úrdráttur úr fyrirlestri Helgu Sigurjónsd um menntun og starfsmenntun. Gerður Óskarsd. Þáttur uppeldisins í misrétti kynjanna. Adda Bára Sigfúsd. Félagsleg þjónusta.
  • örk 7: Skýrsla um störf kvennaársnefndar ASÍ og BSRB. Punktar vegna fundar um Kvennaársnefnd. Setningarávarp ASÍ. Yfirlýsing stjórnar BSRB. Eva Kolstad, 14. júní í Reykjavík um SÞ – Kvenréttindi og Kvennaár.
  • örk 8: Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar 1975-1983, m.a. “Íhugunarbréf um ofbeldi” frá Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar, og ”Nokkur atriði til íhugunar vegna lagafrumvarps um jafnstöðu kvenna og karla”. 5. bréf niðurstöður úr skoðanakönnunum jafnréttisnefnda Neskaupst. Garðabæjar, Hafnafjarðar og Kópavogs, frá maí 1976. „Vísbendingar um verkaskiptingu á heimilum í Neskaupstað.“ Nokkur atriði til athugunar vegna lagafrumvarpa um jafnstöðu konu og karla. Kynjamisrétti í kennslubókum, fundur jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Bréf 1-5. niðurstöður skoðanakannanna jafnréttinefndar Nesk. Umburðarbréf 1975 Kópavogsbær. Fundargerðir jafnréttisnefndar neskaupstaðar. Fundur um Kvennamenninguna, Egilsbúð. Erindi Helga Sigurjónsd.
  • örk 9: Kvennaráðstefnan á Hótel Loftleiðum í júní 1975. Ráðstefna í Lindarbæ 1975, dagskrá. Reikningar vegna ráðstefnunnar. Allt um ráðstefnu um kjör láglaunakvenna. Dagskrá ráðstefnunnar. Áskoranir og ályktanir samþykktar á Kvennaársráðstefnunni 1975. Niðurstöður starfshópa á Kvennaársráðstefnunni.

 

Askja 2

  • örk 1: Gerður G. Óskarsdóttir, „Konur á vinnumarkaði” ,  Réttur 4. hefti 1973, bls. 216-240, Könnun á lífskjörum og högum Sóknarkvenna 1976, Bæklingurinn Einkaritarinn sem gefinn var út af Stjórnunarfélagi Íslands, líklega fyrir 1970 skv. athugasemd í bæklingi. Undirstrikanir og merkingar gerðar af Rauðsokkum
  • örk 2:  Námsefni og áætlun námshóps í jafnréttismálum í námsflokkum Neskaupstaðar frá 1976 • 8. mars bókin. Námshópur um jafnréttismál, námsflokkar Neskaupstaðar 1976. Reikningur frá Fræðslumyndasafni Ríkisins. Nafnalistar námshópa. Gerður G. Óskarsd. Þáttur uppeldisins í misrétti kynjanna. Helga Sigurjónsd. Almenn menntun og starfsmenntun, erindi flutt á ráðstefnu ASÍ og BSRB. Jafnrétti og menntun, úr Forvitin Rauð. Gunnar Guttormsson, Ákvæðisvinna Kvennanna er öðruvísi mæld en karla. Námsflokkar Neskaupstaðar – Skattmál. Bæklingur um Kvennaárið 1975. Um fjölskyldumál. Glæra með tölfræði um störf. Afrit af grein Helgu Kress, Kvenlýsingar og raunsæi. Staglið 2. bréf 1975.Glæra um erfiðleika á vinnumarkaðinum. Áhrif uppeldis og skóla á stöðu kvenna.
  • örk 3: Úrklippur. SÞ. Myndasaga sem sýnir „Time-budgets of African and European Women“. Síður úr Þjóðviljanum. „Máttu Þvottakonurnar fara í verkfall?“ Viðtal við Stellu Stefánsd. og síða um verkakonur. Bréf úr sveitinni, Guðríður B. Helgadóttir.Konur í bændastétt, Þjóðviljinn. Um Þvottakonur.
  • örk 4: Staglið. Fréttabréf Rauðsokkahreyfingarinnar: 1.bréf 1975; 1. tbl. 1976; desember 1977; 1979 og 1981.
  • örk 5: Gögn frá dreifbýlishópi send Gerði G. Óskarsdóttur 1976. Staðlar fyrir flugfreyjur frá 1971. Leshringur um jafnréttismál, 1976. Nafnaskrá Dreifbýlishóps Rauðsokkahreyfingarinnar 1976. Um starfshópa. Gullkorn úr ágripi af Fimleikafræði eftir J. Lindhard í þýðingu Björns Jakobs. Gullkorn úr Sjúkrahúslækninum eftir Ingibjörgu Sigurðardóttir. Framsöguerindi Stellu Stefánsd. Allt um ráðstefnu um kjör láglaunakvenna. Um menntun drög að erindi á Kvennaráðstefnu, Guðrún Halldórsd. Útvarpserindi Guðrúnar Halldórsd. um barnaheimili 1972. Spurningar úr stefnuskrá Kvindefronten. Bæklingur frá SÞ. Kvennaárið 1975. Spurningar úr erindi Guðrúnar Friðgeirsd.
  • örk 6: Erindi og fleira frá Lilju Ólafsdóttur. Hugleiðingar um þingfrétt (Fóstureyðingarfrumvarpið).

 

Askja 3

  • örk 1: [nánast sömu skjöl og eru í öskju 2] Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar 1976. Leshringur um jafnréttismál I. Þarna eru ýmsar greinar og erindi sem snerta jafnréttismál. M.a. er bæklingur Kvennaárið 1975, gefinn út af Upplýsingaskrifstofu  ameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd.Niðurstöður láglaunaráðstefnu. Leshringur um jafnréttismál.
  • örk 2: Margvísleg gögn um jafnréttismál, m.a. ráðstefnur, erindi, kvennaár, sýningar. Ráðstefna um kjör láglaunakvenna í maí 1976. Bréf frá starfshópi Rauðsokka, undirbúningur ráðstefnu í Neskaupstað. Bréf til félaga varðandi ráðstefnu í Nesk. Dagskrá og nafnalistar ráðstefnu í Nesk. Reikningar fyrir kaup á auglýsingum. Álitsgerð að lokinni ráðstefnu. Handskrifað útvarpserindi um Kvennaár. Niðurstöður starfshópa kvennaársráðstefnu. Bréf til Allsherjarnefndar neðri deild Alþingis frá Rauðsokkum, 19.4.1976. Frumvarp til laga um jafnstöðu kvenna og karla.
  • örk 3: Láglaunaráðstefnan maí 1976. Dagskrá og fréttatilkynning. Nafnalistar. Söngtextar. Framsöguerindi Önnu Þórðard. Framsögur á ráðstefnunni. Ásta Sigurðardóttir, kynning 1977 í Egilsbúð. Umræðuhópur um Kvennamenningu Neskaupstað.
  • örk 4: úrklippur úr dagblaðinu Austurland um ráðstefnuna í Neskaupstað. Úrklippa úr AB blaðinu, viðtal við Gerði G. Óskarsd.

 

Askja 4

  • örk 1: Skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar: Markmið samtakanna (líklega drög frá 1970) þar sem fjallað er um m.a. menntun, atvinnumál, hjúskaparlögin og fjölskylduna og heimilið. Þá er fundargerð frá fundi í Norræna húsinu 7. september 1970. Einnig tillögur um skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar, umræðuplagg fyrir II. þing Rauðsokkahreyfingarinnar 1976, tillaga að stefnuskrá Rauðsokkahreyfingarinnar
  • örk 2: Rauðsokkar veturinn 1970-71. Listi með nöfnum og símanúmerum sem hringja má í ef mikið liggur við.Einnig vélritaður listi með nöfnum
  • örk 3: Undirbúningur útvarpsþáttanna Forvitin rauð. Ýmis gögn er varða starf Rauðsokka: M.a. skoðanakönnun um þörf dagvistarplássa í Kópavogi og bréf til bæjaryfirvalda af því tilefni, fundir, ráðstefnur og erindi
  • örk 4: Ýmis gögn: -  Opið bréf til menntamálaráðherra vegna frv. um mannanöfn frá starfshóp Rauðsokka –– Bréf frá miðstöð Rauðsokka til forsætisráðherra varðandi húsnæði 8. apríl 1974 - Svarbréf frá forsætisráðneytinu vegna áhuga Rsh á húsnæði í eigu ríkisins 18. apríl 1974

 

Askja 5

  • örk 1:Norræni sumarháskólinn, m.a. lesefni umræðuhóps um stöðu konunnar í atvinnulífi kapitalískra landa / Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden í klassesamfundet (1973)
  • örk 2: Gögn um skipulag hreyfingarinnar. Atvinnumál, Drög. Dagvistarmál, fjölskyldumál
  • örk 3: Námskeið í kvennasögu fyrir konur haldið á Eiðum 1983: Markmiðslýsing, dagskrá og námsgögn.
  • örk 4: Íslenskar kvennarannsóknir, ráðstefna 1985 (sjá KSS 126): Dagskrá, skrá yfir íslenskar kvennabókmenntir, skráyfir kvennarannsóknir í sagnfræði og nokkrir fyrirlestrar
  • örk 5: Norrænt/janfréttismál
  • örk 6: gögn um jafnréttismál á Norðurlöndunum

 

Askja 6

  • örk 1: Láglaunaráðstefna 1976: Dagskrá, starfshópar, nokkrir fyrirlestrar, þ.á.m. Fyrirlestur Jóhönnu Sigurðardóttur, sameiginlegt álit ráðstefnunnar og fréttatilkynning að henni aflokinni. Yfirlit yfir reikninga fyrir ráðstefnuna.
  • örk 2: Þáttökulisti.
  • örk 3: starfshópar. Ályktanir. Reglugerð um greiðslu atvinnuleysisbóta í fæðingarorlofi. Listi yfir brautskráða nemendur Háskóla Íslands.
  • örk 4: Kjaramál. Ráðstefna Rauðsokka á Neskaupsstað 1975. Women – Education – the labour market eftir Gerði G. Óskarsd. Bréf frá Nordiske radet. Plagg frá ASÍ 1972. Bæklingur frá Tryggingarstofu ríkisins, bætur til ekkna ekkla og einstæðra foreldra. Glósur frá ráðstefnu. Útdráttur úr erindi Ólafs Hannibalssonar.
  • örk 5: Vinnugögn við undirbúning ráðstefnu 16. maí 1976.
  • örk 6: Verkalýðsmál. Spurningalistar fyrir þáttakendur í könnun á jafnrétti og ákvæðisvinnu. Drög að spurningarlista. Samnorræn rannsókn á stöðu kvenna í bónusvinnu 1982. Vinnuaðstæður kvenna í fiskiðnaðinum. Ráðstefna Skýrslutæknifélags Íslands og Jafnréttisráðs um áhrif tæknivæðingu, könnun. Handskrifaðar glósur.

 

Öskjur 7-15: Blaðaúrklippur

Askja 7

  • örk 1: Atvinnulífið.
  • örk 2: Barnsburður og fæðingar
  • örk 3: Auglýsingar og um auglýsingar.
  • örk 4: Barnaheimili.
  • örk 5: Skattamál – samsköttun 1977.
  • örk 6: Konur og listir og bókmenntir.
  • örk 7: Konur og stjórnmál.
  • örk 8: Kannanir um stöðu kvenna.
  • örk 9: Jafnréttishreyfingar heima og erlendis.
  • örk 10: Dagheimili, börn.
  • örk 11: skólar.

Askja 8

  • örk 1: Fjölskyldan.
  • örk 2: Ástarlíf. Hjónaband.
  • örk 3: Vigdís.
  • örk 4: Kynhlutverk (auk blaðsíðna af Forvitin Rauð í Þjóðviljanum).
  • örk 5: Jafnréttislög.
  • örk 6: Framboðsbæklingur Guðlaugs Þorvaldssonar til forsetakosninga 1980 ásamt ljósmynd af Vilhjálmi Hallgrímsson.
  • örk 7: Verkalýðsmál.
  • örk 8: Kvenfrelsismál. Jafnréttissíða 1979.

Askja 9: Rauðsokkahreyfingin 1970-1975

  • örk 1: Aðdragandi að stofnun. Stofnfundur 20.10.1970.
  • örk 2: Rauðsokkar 1971.
  • örk 3: Rauðsokkar 1972.
  • örk 4: Rauðsokkar 1973.
  • örk 5: Rauðsokkar 1974.
  • örk 6: Rauðsokkar 1975.

Askja 10: Rauðsokkahreyfingin 1976-1982

  • örk 1: Rauðsokkar 1976.
  • örk 2: Rauðsokkar 1977.
  • örk 3: Rauðsokkar 1978.
  • örk 4: Rauðsokkar 1979.
  • örk 5: Rauðsokkar 1980.
  • örk 6: Rauðsokkar 1981.
  • örk 7: Rauðsokkar 1982.

Askja 11: Fóstureyðingarfrumvörp, 1973-1975

  • örk 1: Fóstureyðingar 1972-1973.
  • örk 2: Fóstureyðingar 1974.
  • örk 3: Fóstureyðingar 1974 og 1975.
  • örk 4: Fóstureyðingar erlendis.

Askja 12: Ýmsar úrklippur frá árunum 1970-1973

  • örk 1: Heimakonur, kvennastörf. Mismunur á eðli og hlutverkum.
  • örk 2: Konur á atvinnumarkaði (sjónvarps) Hvað er í blýhólknum (dómar) Kvenfélög (Úur).
  • örk 3: Nám kvenna. Kvennablöð. Föðurhlutverk. Klám – „Táknmál ástarinnar“. Auglýsingar.
  • örk 4: Skólar. Skattar. Pólítískt starf.

Askja 13: Kvennaárið 1975 – og áfram

  • örk 1: Kvennaárið 1975 og áfram.
  • örk 2: Kvennaárið 1975.
  • örk 3: Kvennaáratugur hálfnaður.
  • örk 4: Láglaunaráðstefnan, Kvennafrídagur.

Askja 14: (laus blöð í öskju: handskrifuð blöð og stefnuskrá Rauðsokkahreyfingarinnar).

  • örk 1: Staða konunnar.
  • örk 2: Staðan erlendis.
  • örk 3: Dagheimili, skólar, börn.
  • örk 4: Fjölskyldan, uppeldi.
  • örk 5: Smáauglýsingar, atvinnuauglýsingar fyrir konur.
  • örk 6: Smáauglýsingar, atvinnuauglýsingar fyrir karla.
  • örk 7: Viðtöl, umfjallanir og bókadómar.
  • örk 8: Lög. Dómar. Skattamál.
  • örk 9: Pistlar, greinar og auglýsingar.
  • örk 10: Kynferði, karlfrelsi.
  • örk 11: Fegurðarsýningar.

Askja 15

  • Rauðsokkasíður úr Þjóðviljanum. Ekki flokkað í arkir.

Askja 16

Útvarpsþættir rauðsokka „Ég er forvitin-rauð“ frá árinu 1972: 5 segulbandsspólur með upptökum þáttanna. Í öskjunni eru einnig útskriftir af segulbandsspólunum:

  1. þáttur: Húsmóðirin
  2. þáttur: Nýir sambýlishættir
  3. þáttur: Samlíf og getnaðarvarnir
  4. þáttur: Uppeldi og barnaheimili
  5. þáttur: Hjúskapur, skattar og tryggingar
  6. þáttur: Mennt er máttur
  7. þáttur: Atvinnumál
  8. þáttur: Félagsmál
  9. þáttur: Konan, markaðurinn og auglýsingar
  10. þáttur: Konuímynd í bókmenntum

Askja 17

  • Spjaldskrá úr fórum Guðrúnar Kristinsdóttur

Öskjur 18-22: Viðbætur.  Úr fórum Vilborgar Sigurðardóttur, afhent árið 2013

Askja 18

  • örk 1: 1970-1973.
  • örk 2: 1974.
  • örk 3: auglýsing, Rauðsokkujól 1974.

Askja 19

  • örk 1: skrifað á örkina „Var saman í möppu“: Umræðupunktar, 18 talsins, sem lúta að lesefninu sem fylgir með: lausleg þýðing á kaflanum „Kvinnorna i den kapitalistiska ekonomin“ úr bókinni „Kvinnokamp, för  socialism och frigörelse“; Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden i klassesamfundet eftir Hanne Reintoft; Stefnuskrá fyrir Kvindefronten. Familjens funktion i samhället.Fjölskyldan: eiginkonur og eiginmenn
  • örk 2: Nafnalistar
  • örk 3: Dreifibréf
  • örk 4: Dreifirit   
  • örk 5: Skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar (eftir 1974), tillaga um verkefni (1981) tillögur frá miðstöð (1981) Álit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna (1975) Hugmyndir um skattlagningu launamanna (1977) Vakthópur. Verkefni fyrir rauðsokka.
  • örk 6: Ráðstefna Rauðsokkahreyfingarinnar , haldin á Selfossi, okt. 1979: fundagerð
  • örk 7: Fundur „Fleiri konur á þing – til hvers?“, 17. nóv. 1979
  • örk 8: Fundagerðir ársfjórðungsfunda 1978 (vantar 2. fund)
  • örk 9: Ráðstefna 14-15. október 1978, Ölfusborgir.
  • örk 10: II þing rauðsokka, okt. 1976: setningarræða Helga Ólafsdóttir, tillaga að stefnuskrá rauðsokkahreyfingarinnar
  • örk 11: III þing rauðsokka, sept. 1980: dagskrá, grundvöllur Rauðsokkahreyfingarinnar, úrklippa

Askja 20

  • örk 1: Stílabækur: Hússjóður rauðsokka (2), Félagsgjöld.
  • örk 2: Úr möppu merkt „Námshópar“ (aðallega efni merkt „Félagsmálanámskeið“).
  • örk 3: Úr möppu merkt „Námshópar“.
  • örk 4: Bréfaskóli SÍS og ASÍ, 1., 2. og 3. bréf.
  • örk 5: Bréfaskipti rauðsokka og Æskulýðsráðs Rvk., 1978.
  • örk 6: Ágreiningur rauðsokka og 8. mars-hreyfingarinnar, 1979.
  • örk 7: Bréf frá G. Erlu um konuhátíð í Amsterdam, 1979.
  • örk 8: Bréf til félaga.
  • örk 9: Bréf.

Askja 21

  • örk 1: Efni í Forvitin rauð, 1981-1982.
  • örk 2: Efni í Forviti rauð, 1981-1982.
  • örk 3: Úr möppu merkt „Blaðhópur“. Offset-myndir. Spurningar fyrir Forvitin rauð. Nafnalisti, Keflavíkurganga 10. júní.
  • örk 4: Litlar bækur með ljóðum, tvem mismunandi ljóðum.
  • örk 5: úrklippur. Græn stílabók með glósum. Hagtíðindi, 66. árgangur nr. 10.
  • örk 6: Dagblöð. Norðurland 3. árg, Fimmt. 11. maí 1978 17. tbl. Norðurland 19 tbl. Föst 26. maí 1978. 3. árg. Dagfari 3. tbl. 1. maí 1978 4. árg.
  • Ekki í örk: umslag með stafa-skapalónum.

 

Askja 22

  • örk 1: Ritið „Krúnk – Krúnk“. 2. hefti. 3 árg.
  • örk 2: Blað þjóðmálafélags MH, Skyggnir. 1. árg. 2. tbl. 1979.
  • örk 3: Den danske basisgruppemodel, bæklingur. Maulwurf Buch-Vertrieb – Sozialistische Literatur, bæklingur/blað. Bæklingur, Editora Quelmada. Bæklingur um bætur til ekkna ekkla og einstæðra foreldra frá Tryggingarstofu Ríkisins 1974. Sjúkrabætur. Örorkubætur og ellilífeyrir frá TR. Þýskt dreifirit. Bókalisti Borgarbókasafna Reykjavíkur 1974. Den fria kommunen, bæklingur.
  • örk 4: Om kvinnor, barn och kultur i Vietnam. The status of women in Norway bæklingur. Familieplanung. Pro familia bæklingar. International planned parenthood bæklingar. Bæklingur Samband íslenzkra barnakennara.
  • örk 5: Woman fréttabréf. Listy, bæklingur frá Tékkóslóvakíu. Bæklingur um konur í Þrándheimum. Hva betyr selvbestemt abort?. Sjukpenning nar man studerar bæklingur. Kynfræðsludeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Att ga til tandlakaren bæklingur. Bæklingur frá Iðnskólanum í Reykjavík.
  • örk 6: Ljósritaður og handskrifaður fróðleikur um stöðu kvenna í Kanada.
  • örk 7: Radsmakt 6-7.
  • örk 8: Úr bókinni Kvinnomyter.
  • örk 9: fróðleikur um þungunarrof í Ítalíu. Hefti, filmprogram on the international alternative women‘s conference, 1980.
  • örk 10: hefti, Heimsráðstefna UN. 1980 í Kaupmannahöfn.

 

Askja 23: Viðbætur. Úr fórum Vilborgar Harðardóttur, afhent 2014

  • örk 1: Útvarpsþáttur um Indland, handrit. Ókunnur höfundur, ókunnugt ártal
  • örk 2: Greinar, annað hvort í Forvitin rauð eða Þjóðviljann. Um launamisrétti, þröskulda og heimilisstörf
  • örk 3: Fóstureyðingarmálið, nokkur plögg, m.a. úr sjónvarpsþætti 1975, efni fyrir húsverði Rauðsokkahreyfingarinnar, og svarbréf Magnúsar (T)orfa Ólafssonar
  • örk 4: Grein um aðgerðina „Örþreytta húsmóðirin“, dags. 10. janúar 1972. Handrit. Höfundur ókunnur
    örk 5: Björg Einarsdóttir: Skýrsla á útbreiðslu- og kynningarfundi 29. nóv. 1972. Handrit
    örk 6: Skýrsla um starfið 1970-1972. Handrit. Handskrifað á aftasta blað: „Fundur í Norræna húsinu 29 nóv. Sagt frá starfsemi Rauðsokka s.l. 2 þar.“ Undirritað H.S. (sennilega Helga Sigurjónsdóttir)
  • örk 7: Ræða (Vilborgar Harðardóttur?) a fundi Sóknarkvenna. Ártal óvisst, sennilega 1970-1974
  • örk 8: Saga hreyfingarinnar, 1970-1975/1976, handrit að grein. Margir höfundar
  • örk 9: Rauðsokkahreyfingin 1970-1975 ca.: Baráttusöngur, Bréfsefni, Skoðanakönnun um meyjamat (eyðublað), frá ráðstefnu hreyfingarinnar að Skógum 1974.
  • örk 10: Ráðstefna á Skógum, 15. júní 1974.
  • örk 11: Láglaunaráðstefna í Lindarbæ 1975, ræður, handrit, dagskrá, úrklippur og listi yfir þátttakendur.

Öskjur 24-26. Viðbætur: Úr fórum Rannveigar Jónsdóttur, afhent 2015

Askja 24

  • örk 1: Ráðstefna Fóstrufélagsins og Rauðsokka um dagvistun, 23. febrúar 1975: 1 blað með dagskrá og 1 blaðaúrklippa
  • örk 2: Svandís Skúladóttir: erindi flutt á ráðstefnu um dagvistunarmál í maí 1976
  • örk 3: ASÍ þing 1976. Bréf frá Rauðsokkum, ályktanir verkalýðsfélaga, ályktanir þingsins o.fl.
  • örk 4: Starfshópur Rauðsokka um dagvistunarstofnanir: Mætingarlistar - Kynningarblað til fjölmiðla - Nokkrar staðreyndir frá hópnum - Upplýsingar fyrir Kastljós, punktar - Bréf til formanns útvarpsráðs - Svar frá NRK
  • örk 5: blaðaúrklippur
  • örk 6: lög um dagvistunarstofnanir og skóla

 

Askja 25:

  • örk 1: Grein um atvinnumál, merkt RJ (Rannveig Jónsdóttir)
  • örk 2: Framkvæmdastofnun ríkisins: Atvinnuþátttaka og launatekjur giftra kvenna 1963 og 1970
  • örk 3: Frumgögn úr launarannsókn Rauðsokka hjá Tollstjóra og Ríkisútvarpi (niðurstöður birtust í Samvinnunni 5/1971)
  • örk 4: Kjarasamningur, des 1970, félag háskólamenntaðra kennara stendur í bókinni. Einnig eru glósur og skjöl inn í samningnum.
  • örk 5: Tímaritið Ásgarður, blað bsrb. 2 tbl. Bankablaðið 36. árg. 1-2. tbl.
  • örk 6: Drög tvö að starfsmatskerfi BSRB og ríkisins.

Askja 26:

  • örk 1: KRFÍ 100 ára (2007), dagskrá.
  • örk 2: Alþjóðaár barnsins, 1978
  • örk 3: Tölvupóstar vegna útvarpsviðtals Rauðsokka í okt. 2010
  • örk 4: Bréf til Rauðsokka varðandi úrvarpsþættina, 1994 – Bréf til Rauðsokka vegna afhendingar gagna hreyfingarinnar 1992
  • örk 5: Um samning við danskt ræstingafyrirtæki, 1974
  • örk 6: Útdráttur úr erindi Inger Margrete Pedersen í Norræna húsinu, 1972
  • örk 7: Punktar RJ úr möppu merktri ?1972
  • örk 8: Könnun á vinnu pilta og stúlkna (án ártals)
  • örk 9: Í blaðið Forvitin rauð
  • örk 10: Fundur á Varmalandi í febr. 1972 um Rauðsokka, punktar RJ
  • örk 11: Ráðstefna Hvatar á Loftleiðum (án ártals), punktar RJ
  • örk 12:  Punktar merktir „Til úrbóta“
  • örk 13: Helga Stene: Markorð úr fyrirlestri um jafnrétti og menntun í Norræna húsinu í okt. 1972
  • örk 14: Ýmsir punktar um Rauðsokkahreyfinguna og starfið, RJ
  • örk 15: Umsögn Rauðsokka um Jafnstöðufrumvarp 1976
  • örk 16: Listi frá Norræna húsinu yfir þær bækur sem bóksafnið á um þjóðfélagsaðstöðu kvenna og jafnrétti, 1971.

Askja 27:

  • örk 1: Efni frá móti Norræna sumarháskólans í Umeå sumarið 1974, frá námshópnum ”Kvinnans samhälliga situation under kapitalismen”. Frá Íslandi komu Vilborg Harðardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Vilborg Sigurðardóttir. „Debatten om Vigen“ hefti.
  • örk 2: En konservativ kil in i arbetarklassen? hefti úr fórum RJ. Kvinder og klasser. Nor skenet fran umeð.
  • örk 3: Efni frá Íslandi: Um Norræna sumarháskólann – Referat fra lokalavdelingen i Reykjavík - Athugun á félagasamtökum: Kvenfélagið Keðjan, lög Kvenfélagsins Keðjunnar, Læknakvennafélagið Eik, Ljósmæðrafélag Íslands, Húsmæðrafélag Reykjavíkur, lög Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Kvenfélag Breiðholts, Fundargerð 8. aðalfundar Kvenfélagasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu – Handskrifaðar glósur. Þátttökulisti – Ýmislegt efni.

Askja 28.

  • 181 ljósmyndir. Hafið samband til að fá aðgang að sér ljósmyndaskrá.

Öskjur 29-42. Viðbætur: Úr fórum Vilborgar Sigurðardóttir, afhent 2016

Fundagerðabækur, gestabækur:

Askja 29

  • ∙ Bók merkt „Gamlar fundagerðir“, nær frá 19. okt. 1970 til 30. jan. 1974
  • ∙ Bók merkt 23.9. 1974- 26.2. 1977: Gestabók Sokkholts

Askja 30

  • ∙ Fundagerðabók 8.4.1978-28.3.1981
  • ∙ Bók merkt „1980“
  • ∙ Stílabók merkt: „Hugmyndabanki“
  • ∙ Stílabók merkt: „Forvitin rauð, sala“
  • ∙ Stílabók merkt: „Bókaútlán“
  • ∙ Stílabók merkt „Dagbók“

 

Askja 31

  • ∙ Útskorin gestabók, merkt Gerði Óskarsdóttur og Bjarna Ólafssyni, en gestabók Rauðsokka frá 23.11. 1971-3.9. 1974

 

Askja 32

  • ∙ Gestabók 27.2. 1977-30.01.1982

 

Innra starf:

Askja 33

  • örk 1: ýmis póstkort
  • örk 2: Stefnuskrár, grundvöllur: Tillögur um grundvöll dags.sept. 1976 – Grundvöllur Rauðsokkahreyfingarinnar III. Þing – Um Miðstöð – Tillaga um verkefni Rauðsokkahreyfingarinnar 1981 – Skipulag (ódagsett).
  • örk 3: Drög að lögum Rauðsokkahreyfingarinnar 1982
  • örk 4: Skýrslur 1977: Ársfjórðungsfundur 1977 – Frá skattahópi – Húshópur – Skýrsla Helgu Ólafsdóttur á ráðstefnu í Kungälv í Svíþjóð: Kvinden og fremtiden – Dreifbýlishópur – Starfshópur um dagvistarmál – Verkalýðsmálahópur  Rissblað, m.a. um fjármál hreyfingarinnar
  • örk 5: Söluskrá (blöð og kort).
  • örk 6: Innra starf: dreifiblöð, dreifibréf, bréf til félaga
  • örk 7: Staglið, fréttabréf Rauðsokka, 1974-1981
  • örk 8: Þátttakendur á fundi Rauðsokka á Akranesi 10. sept. 1972
  • örk 9: Listar með símanúmerum félaga – Þátttakendur í æfingu í fundarstörfum og ræðumennsku – Þátttakendur á fundi í Félagsheimili prentara 10. nóv. 1972

Askja 34

  • örk 1: Tillögur starfshóps um efni útvarpsþátta
  • örk 2: Verkalýðsmálahópur
  • örk 3: Starfshópur um marsstarfið 1974
  • örk 4: Starfshópur um barnaheimili og fóstureyðingar (úr möppu svo merktri)
  • örk 5: Dreifbýlishópur
  • örk 6: Dreifbýlishópur, fundarplögg desember 1975 og mars 1976
  • örk 7: Húshópur
  • örk 8: Blaðhópur 

Askja 35

  • örk 1: Skýrsla R.T. (Rán Tryggvadóttir) um blaðið Forvitin rauð, 1980
  • örk 2: Ásta Sigurðardóttir: Kynning á verkum hennar í Norræna húsinu 27.2. 1977. Tilkynning – Dagskrá- Skrá yfir verk Ástu – Fyrirlestur Oddnýjar Sigurðardóttur (systir) – Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur – Skýrsla starfshóps Rauðsokka – Blaðaúrklippur.
  • örk 3: Söngtextar, sönghópur Rauðsokka.
  • örk 4: Verkfall fiskverkunarkvenna á Akranesi 1976: greinar og viðtöl úr Þjóðviljanum. Bjarnfríður Leósdóttir (varaformaður Verkakvennafélags Akraness): ræða/grein?. Ljósrit úr blaðinu Neisti 6. tbl. 1980 um bónusinn
  • örk 5: Könnun á dagvistarþörf (tvö svarblöð)
  • örk 6: Efni varðandi fóstureyðingar: „Skýrsla um ástand fóstureyðinga og getnaðarvarna í nokkrum löndum“  Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar, markmið – Tvö dreifiblöð frá Rauðsokkahreyfingunni 9. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi fyrir frjálsum fóstureyðingum, 1974 – Afrit af bréfum til Sighvats Björgvinssonar og Sigurlaugar Bjarnadóttur, þingmanna, 4. Júlí 1974, þar sem athygli er vakin á frv. Um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir“ – Nokkrar blaðaúrklippur -– Jóhannes Straumland: Örfáar athugasemdir um þjóðfélagslega hræsni (bæklingur)
  • örk 7: Athugasemdir við frumvarp til laga um tekjuskatt og eignaskatt, 1977∙ „Hvað er kvennabarátta?“ /
  • örk 8: Fóstureyðingar, erlent efni.
  • örk 9: Námskeið 1981: Auglýsing – „Upphaf kvenréttindabaráttunnar“ e. Kristínu Ástgeirsdóttur – Fleira efni, ljósritað.

Askja 36

  • örk 1: Láglaunaráðstefna í Lindarbæ 1975: Auglýsing – Þátttökulistar – Dagskrá – Fundagerð (Hildur Hákonardóttir) – Niðurstöður starfshópa – Tillögur að efnisatriðum ályktunar – Álit ráðstefnu – Framsöguræður (úrklippur úr Þjóðviljanum).  –
  • ekki í örk: Kasettur Segulbandsspólur með upptökum frá ráðstefnunni (5 stk.)
  • ekki í örk: Stimpill: Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar
  • ekki í örk: Stimpill: Kynningarrit
  • ekki í örk: Ávísanahefti frá Búnaðarbanka Íslands

Askja 37

  • örk 1: Könnun á atvinnuþátttöku háskólamenntaðra kvenna (BHM, 1977-78)
  • örk 2: Leslistar og lýsing á nokkrum námskeiðum við H.Í. (lögfræði og bókmenntir)
  • örk 3: Ákall kvenna um frið, 1980
  • örk 4: Ofbeldi gegn konum: Af Kvennadómstól í París – Efter våldtäkten (grein) – Möta och arbeta medvåldtäktsproblematik (skýrsla)
  • örk 5:  ITCAW (International Tribunal on Crimes Against Women), Brüssel, 4-8 mars 1976
  • örk 6: Ýmis erindi/greinar: „Með fætur í stoðum“ – Ónafngreint erindi – Kvennabarátta-stéttabarátta – Konur og sósíalismi – Útvarpserindi um barnaheimili, 1972: Guðrún Friðgeirsdóttir – Þórunn Friðriksdóttir um einstæðar mæður
  • örk 7: Nokkur skjöl/bréf um Jafnlaunaráð, Kvennaárið og jafnrétti

Askja 38

  • 8. mars bókin, 1978 – handrit og ljósmyndir [ath engar ljósmyndir 2020]

Askja 39 

  • Lítið úrklippusafn.

 

Askja 40

  • örk 1: Frá Bjarna Guðmundssyni (handskrifað efni, óljóst)
  • örk 2: Efni frá Norræna sumarháskólanum. Úrklippur úr dagblöðum og tímaritum.
  • örk 3: Efni frá Norræna sumarháskólanum. Á dönsku. 1973
  • örk 4: Efni frá Norræna sumarháskólanum. Greinar og fleira á dönsku.1974
  • örk 5: nótur Vilborgar. Greinar og fleira á dönsku.
  • örk 6: Efni frá Norræna sumarháskólanum, 1975.
  • örk 7: Et kort rapport om Rødstrømpebevægelsen på Island; Skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar, samþykkt á ráðstefnu að Skógum, 1974; Samþykktir Rauðsokkahreyfingarinnar að Skógum, 1974.
  • Ekki í örk: Í botni öskju eru tvö innbundin hefti frá Norræna sumarháskólanum frá 1975.

 

Askja 41: Ýmislegt prentað norrænt efni, aðallega frá 1978/79, frá kvennasamtökum

  • örk 1: Norrænir bæklingar. Kommunistiska Kvinnorörelsen 1920. Norrænt hefti um kynhlutverk og skólabækur.
  • örk 2: Historien um kvindegrupper pa nordisk, bæklingur.
  • örk 3: Lidt af hvert maí 1980. Lesbísk bevægelse.
  • örk 4: Ýmsir norrænir bæklingar og tímarit. Til  dæmis: 2 bæklingar Kvinen og samfundet. Danish National Council of Women bæklingur. Kvinden for fred. Kvindekamp i ulvetider (merkt Kristíni Ásgeirsdóttir).
  • örk 5: Kvinnefront, fjögur eintök. Samvirke. Rödhatten.

 

Askja 42: Ýmislegt prentað enskt efni, frá 8. áratug 20. aldar

  • örk 1: Counterplanning from the kitchen. Sex, Race And Class eftir Selmu James. Wages for students. Black women: bringing it all back home.
  • örk 2. Documents and information, Women‘s international democratic federation. Samstaða með chilenskri alþýðu.
  • örk 3: The Internationalist, sjö tímarit.
  • örk 4: Supplementskatalog nr. 1. Die internationale. Bulletin Eeltkongress Im International Jahr Der Frau.

Öskjur 43–44: Úrklippubækur Rauðsokkahreyfingarinnar. Afhentar 21. september 2016 á fundi meðlima hreyfingarinnar á Kvennasögusafni.

Askja 43

  1. Græn mappa 1970-1973 (gerð af Eddu Óskarsdóttur)
  2. Svört mappa 1973-1975 (gerð af Eddu Óskarsdóttur)

Askja 44

  1. Rauð mappa 1974-1976
  2. Brúnn kjölur 1978-

Öskjur 45-47 Viðbætur

Askja 45

  • Forvitin rauð – útvarpsþættir (áður askja 280) – er líka í öskju 16 – mjó askja [til stafrænt]

Askja 46

  • Masterar að útvarpsþáttunum Forvitin rauð, afhent 2019. [til stafrænt]

Askja 47

  • Sýningar – Rauðsokkur, póstkort með merki Rauðsokka, slagorð skrifuð á rauða miða.

Öskjur 48–51 Plaköt frá afhendingu Vilborgar Sigurðardóttur 2016

Askja 48 Yfirstærð

  • Kvennaverkfallið á Akranesi 1976, heimagerð úrklippubók
  • Stórt blað með límmiðum (8x4) með merki rauða kreppta hnefans og EEC og NEJ í kross
  • Herhvöt, kvæði
  • Blómarósir e. Ólaf Hauk Símonarson. Alþýðuleikhúsið
  • Jakobínuvaka
  • Stórt gult plakat með úrklippum á íslensku, ensku og dönsku
  • Stórt blátt plakat með úrklippum um fóstureyðingar
  • Stórt grænt plakat með úrklippum um fóstureyðingar
  • Minni plaköt með stensluðum rauðum sokkum: Fyrirvinnuhugtakið, auglýsingar, skattamál, lagafrumvörp, (þessi öll auð) efniskönnun námsbóka, leshópar, kannanir, ræðumennska og fundarsköp, barnaheimilismál, konan á vinnumarkaðnum (þessi öll með nafnalistum)
  • Stórt plakat með stensluðum rauðum sokkum: Tengiliðir í barnaheimilismálum, skatta- og tryggingamálum, jafnrétti á vinnumarkaði
  • Stórt plakat með stensluðum rauðum sokkum: nýjar hugmyndir
  • Rautt plakat með ýmsum úrklippum um kynjamismun
  • Rautt plakat með úrklippum um „skrifstofustúlkur“
  • Rautt plakat með úrklippum um „vélritunarstúlkur“
  • Blátt plakat með úrklippum af frumvarpi til laga um jafnan hlut kynja á vinnumarkaði

Askja 49 Yfirstærð

  • Tölfræði um launaflokka bankastarfsfólks
  • Tölfræði um nám karla og kvenna
  • Tölfræði um karla og konur í HÍ
  • Tölfræði um aldur og menntun
  • Tölfræði um menntun kvenna
  • Tölfræði um nám og útivinnu kvenna
  • Tölfræði um aldur kvenna og útivinnu (var í möppu eitt. Virðist tilheyra hinni tölfræðinni en er samt á minna plakati og að hluta með grænum túss)
  • Tölfræði um vinnu kvenna utan heimilis og áhuga þeirra á því
  • Tölfræði um viðhorf til greiðslu fyrir dagvistun
  • Tölfræði um barnafjölda og vinnu kvenna
  • Tölfræði um konur sem eiga börn á barnaskólaaldri og vinnu þeirra (sjá einnig stærra plakat um tölfræði yfir vinnu mæðra í möppu 4)
  • Fjöldi dagheimilisplássa í Reykjavík
  • „Ef við giftum okkur kemst það aldrei á barnaheimili“
  •  „Fullnægjandi aðstaða til barnagæzlu ætti að vera sjálfsögð í hverju menningarplássi!“
  • „Ertu Johnsons barn?“
  • „Hvað ungur nemur sér gamall temur“
  • „Eins dauði/niðurlæging er annars brauð“
  • „Hvað er Rauðsokka?“
  • „Grettistaks er þörf“

Askja 50 Yfirstærð

  • „Bóndakonan vinnur í tæpa tvo tíma á dag“
  • „Líka á ystu nöf“ (störf vitavarða)
  • „Viltu gerast kvenlögregla?“
  • „Hver vinnur fyrir hvern?“
  • Plakat með úrklippum um kjör flugfreyja
  • „Því er þá karlmönnum ekki borgað eftir kröftum“
  • „Þetta er pólitísk mynd! (fiskvinnsla)“
  • „Fréttir frá þingi Alþýðusambands Íslands“
  • „Engar réttarbætur náðust á þingi ASÍ“
  • “Brosa brosa brosa ... en ekkert skeður í dagheimilismálum“
  • „Barnsfæðing er ekkert einkamál móður“
  • Pýramídaskipulag vs. lífrænt form, (e. Hildi Hákonardóttur)
  • Kona með tár
  • Plakat með úrklippum af auglýsingamyndum af konum

Askja 51 Yfirstærð

  • Tölfræði um konur og vinnu þeirra, út frá aldri barna
  • „Ég vil prjóna á elskuna mína – en aðrar gefa vinnuna sína (eftir Eddu Óskarsdóttur og Hildi Hákonardóttur)
  • Miss miss kiss kiss iss iss (eftir Eddu Óskarsdóttur)
  • Perla Fáfnisdóttir (eftir Eddu Óskarsdóttur)
  • Lítið plaggat, með rauðum sokki og upplýsingar um peningamál. (9.11.2020 veggspjald, auglýsing fyrir Rauðsokka með rauðum sokki, fært yfir í veggspjöld var áður í öskju 39 úrklippur).

Fyrst birt 22.06.2020

Til baka