Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Rauðsokkahreyfingin starfaði á árunum 1970-1982.

Um hreyfinguna má m.a. lesa í: 

  • Herdís Helgadóttir: Vaknaðu kona!
  • Olga Guðrún Árnadóttir (ritstj.): Á rauðum sokkum
  • Hildur Hákonardóttir.: Já, ég þori, get og vil : Kvennafrídagurinn 1975, Vilborg Harðardóttir og allar konurnar sem bjuggu hann til.

 

 

Safnið geymir gögn sem fyrrverandi rauðsokkar afhentu Kvennasögusafni árið 1992, spjaldskrá sem afhent var safninu 2003 og segulbandsspólur af útvarpsþáttum rauðsokka voru afhentar 2003, auk síðari viðbóta.

Ítarefni um Rauðsokkahreyfinguna.

Nánar um Rauðsokkahreyfinguna.

Forvitin rauð, blað Rauðsokka má lesa á www.timarit.is

Tengdar einingar:

KSS 64. Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar. Einkaskjalasafn.

KSS 101. Vilborg Sigurðardóttir. Einkaskjalasafn.

KSS 146. Guðrún Ágústsdóttir. Einkaskjalasafn. 

KSS 2018/15. Helga Sigurjónsdóttir. Einkaskjalafn. [Afhent 14. ágúst 2018, ófrágengið] 


Rauðsokkahreyfingin

Askja 1:
- Úr möppu merkt blaðhópur. Þar eru m.a. reynslusögur af fóstureyðingum. Líklega allt efni sem nýtt var eða átti að nýta í Forvitin rauð. Einnig: Svarbréf frá Helga Seljan  alþ.m. vegna bréfs varðandi afgreiðslu fóstureyðingarfrv. 1975 – Gerður G. Óskarsd. ræða hjá Félagi ungra Framsóknarmanna 29.3. 1973 um fóstureyðingar – Pistill í Forvitin rauð um þungunarathugun
- Syngjandi sokkar. Söngbók Rauðsokka frá 1978
-  ASÍ – BSRB Munaðarnesi, sept. 1975. (Sjá einnig KSS 4, askja 41)
- Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar 1975-1983, m.a. “Íhugunarbréf um ofbeldi” frá Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar
- Kvennaráðstefnan á Hótel Loftleiðum í júní 1975
-Ráðstefna í Lindarbæ 1975, dagskrá

Askja 2:
-
Gerður G. Óskarsdóttir, „Konur á vinnumarkaði” ,  Réttur 4. hefti 1973, bls. 216-240
- Námsefni og áætlun námshóps í jafnréttismálum í námsflokkum Neskaupstaðar frá 1976 • 8. mars bókin (einnig í öskju nr. 157)
- Könnun á lífskjörum og högum Sóknarkvenna 1976
- Bæklingurinn Einkaritarinn sem gefinn var út af Stjórnunarfélagi Íslands, líklega fyrir 1970 skv. athugasemd í bæklingi. Undirstrikanir og merkingar gerðar af Rauðsokkum
Staglið. Fréttabréf Rauðsokkahreyfingarinnar, desember 1977. (Fjölrit í A-4)
-Gögn frá dreifbýlishópi send Gerði G. Óskarsdóttur 1976
- Erindi og fleira frá Lilju Ólafsdóttur

Askja 3:
-
Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar 1976. Leshringur um jafnréttismál I. Þarna eru ýmsar greinar og erindi sem snerta jafnréttismál. M.a. er bæklingur Kvennaárið 1975, gefinn út af Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd.
- Margvísleg gögn um jafnréttismál, m.a. ráðstefnur, erindi, kvennaár, sýningar. Ráðstefna um kjör láglaunakvenna í maí 1976. Ásta Sigurðardóttir, kynning 1977

Askja 4:
-
Skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar: Markmið samtakanna (líklega drög frá 1970) þar sem fjallað er um m.a. menntun, atvinnumál, hjúskaparlögin og fjölskylduna og heimilið. Þá er fundargerð frá fundi í Norræna húsinu 7. september 1970. Einnig tillögur um skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar, umræðuplagg fyrir II. þing Rauðsokkahreyfingarinnar 1976, tillaga að stefnuskrá Rauðsokkahreyfingarinnar
- Rauðsokkar veturinn 1970-71. Listi með nöfnum og símanúmerum sem hringja má í ef mikið liggur við
- Undirbúningur útvarpsþáttanna Forvitin rauð
-
Ýmis gögn er varða starf Rauðsokka: M.a. skoðanakönnun um þörf dagvistarplássa í Kópavogi og bréf til bæjaryfirvalda af því tilefni, fundir, ráðstefnur og erindi
- Ýmis gögn: -  Opið bréf til menntamálaráðherra vegna frv. um mannanöfn frá starfshóp Rauðsokka –– Bréf frá miðstöð Rauðsokka til forsætisráðherra varðandi húsnæði 8. apríl 1974 - Svarbréf frá forsætisráðneytinu vegna áhuga Rsh á húsnæði í eigu ríkisins 18. apríl 1974

Askja 5:
-
Norræni sumarháskólinn, m.a. lesefni umræðuhóps um stöðu konunnar í atvinnulífi kapitalískra landa / Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden í klassesamfundet (1973)
- Gögn um skipulag hreyfingarinnar? Atvinnumál, Drög. Dagvistarmál, fjölskyldumál
- Námskeið í kvennasögu fyrir konur haldið á Eiðum 1983
- Íslenskar kvennarannsóknir, ráðstefna 1985 (sjá öskju nr. 126)
- 2 arkir með gögnum um jafnréttismál á Norðurlöndunum

Askja 6:
-
Láglaunaráðstefna 1976
- Kjaramál. Ráðstefna Rauðsokka á Neskaupsstað 1975
- Verkalýðsmál

Öskjur 7-15: Blaðaúrklippur
7  Flokkaðar úrklippur
8  Flokkaðar úrklippur
9 Rauðsokkahreyfingin 1970-1975
10 Rauðsokkahreyfingin 1976-1982
11 Fóstureyðingarfrumvörp, 1973-1975
12 Ýmsar úrklippur frá árunum 1970-1973
13 Kvennaárið 1975 – og áfram
14 Óflokkað
15 Óflokkað

Askja 16:
Útvarpsþættir rauðsokka „Ég er forvitin-rauð“ frá árinu 1972:
5 segulbandsspólur með upptökum þáttanna
Í öskjunni eru einnig útskriftir af segulbandsspólunum:
    1. þáttur: Húsmóðirin
    2. þáttur: Nýir sambýlishættir
    3. þáttur: Samlíf og getnaðarvarnir
    4. þáttur: Uppeldi og barnaheimili
    5. þáttur: Hjúskapur, skattar og tryggingar
    6. þáttur: Mennt er máttur
    7. þáttur: Atvinnumál
    8. þáttur: Félagsmál
    9. þáttur: Konan, markaðurinn og auglýsingar
  10. þáttur: Konuímynd í bókmenntum

Askja 17:
Spjaldskrá geymd á Kvennasögusafni Íslands (geymsla):
(spjaldskrá úr fórum Guðrúnar Kristinsdóttur)

Askja 18:
• Úr möppu merkt: „Skjöl frá upphafi til ársins 1973“.
• Úr möppu merkt: Skjöl 1974“

Askja 19:
• Var saman í möppu: Umræðupunktar, 18 talsins, sem lúta að lesefninu sem fylgir með:
lausleg þýðing á kaflanum „Kvinnorna i den kapitalistiska ekonomin“ úr bókinni „Kvinnokamp, för  socialism och frigörelse“; Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden i klassesamfundet eftir Hanne Reintoft; Stefnuskrá fyrir Kvindefronten, Familjens funktion i samhället. Fjölskyldan: eiginkonur og eiginmenn
• Nafnalistar
• Dreifirit     
• Dreifibréf
Staglið, 1979 og 1981
•Samtíningur:
    Skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar (eftir 1974)
    Tillaga um verkefni (1981)
    Tillögur frá miðstöð (1981)
    Álit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna (1975)
    Hugmyndir um skattlagningu launamanna (1977)
    Vakthópur
    Verkefni fyrir rauðsokka
• Ráðstefna Rauðsokkahreyfingarinnar, haldin á Selfossi, okt. 1979: fundagerð
• Fundur „Fleiri konur á þing – til hvers?“, 17. nóv. 1979
• Fundagerðir ársfjórðungsfunda 1978 (vantar 2. fund)
• III þing rauðsokka, sept. 1980
• II þing rauðsokka, okt. 1976

Askja 20:
• Stílabækur: Hússjóður rauðsokka (2), Félagsgjöld
• Úr möppu merkt „Námshópar“ (aðallega efni merkt „Félagsmálanámskeið“)
• Úr möppu merkt „Námshópar“
• Bréfaskóli SÍS og ASÍ, 1., 2. og 3. bréf
• Bréfaskipti rauðsokka og Æskulýðsráðs Rvk., 1978
• Ágreiningur rauðsokka og 8. mars-hreyfingarinnar, 1979
• Bréf frá G. Erlu um konuhátíð í Amsterdam, 1979
• Bréf til félaga
• Bréf

Askja 21:
• Efni í Forvitin rauð, 1982
• Úr möppu merkt „Blaðhópur“

Askja 22:
Ýmislegt erlent efni, bæklingar og smárit. M.a. „Den danska basisgruppemodel“ og íslenska ritið „Krúnk – Krúnk“, 2. h., 3. árg., 1975 – gefið út í Osló; í þetta hefti rita Langbrækur

Askja 23: Viðbætur. Úr fórum Vilborgar Harðardóttur:
• Útvarpsþáttur um Indland, handrit. Ókunnur höfundur, ókunnugt ártal
• Greinar, annað hvort í Forvitin rauð eða Þjóðviljann. Um launamisrétti, þröskulda og heimilisstörf
• Fóstureyðingarmálið, nokkur plögg, m.a. úr sjónvarpsþætti 1975, efni fyrir húsverði

           Rauðsokkahreyfingarinnar, og svarbréf Magnúsar (T)orfa Ólafssonar
• Grein um aðgerðina „Örþreytta húsmóðirin“, dags. 100172. Handrit. Höfundur ókunnur
• Björg Einarsdóttir: Skýrsla á útbreiðslu- og kynningarfundi 29 nóv. 1972. Handrit
• Skýrsla um starfið 1970-1972. Handrit. Handskrifað á aftasta blað: „Fundur í Norræna húsinu 29 nóv.

           Sagt frá starfsemi Rauðsokka s.l. 2 þar.“ Undirritað H.S. (sennilega Helga Sigurjónsdóttir)
• Ræða (Vilborgar Harðardóttur?) a fundi Sóknarkvenna. Ártal óvisst, sennilega 1970-1974
• Grein um aðgerðina „Örþreytta húsmóðirin“, dags. 100172. Handrit. Höfundur ókunnur
• Saga hreyfingarinnar, 1970-1975/1976, handrit að grein. Margir höfundar
• Rauðsokkahreyfingin 1970-1975 ca.: Baráttusöngur, Bréfsefni, Skoðanakönnun um meyjamat (eyðublað), frá ráðstefnu hreyfingarinnar að Skógum 1974

 

Öskjur 24-26. Viðbætur: Úr fórum Rannveigar Jónsdóttur:

Askja 24:

Neðst liggja blaðaúrklippur og lög um dagvistunarstofnanir og skóla

Í örkum:

˖ Ráðstefna Fóstrufélagsins og Rauðsokka um dagvistun, 1975: 1 blað með dagskrá og 1 blaðaúrklippa
˖ Svandís Skúladóttir: erindi flutt á ráðstefnu um dagvistunarmál í maí 1976
˖ ASÍ þing 1976. Bréf frá Rauðsokkum, ályktanir verkalýðsfélaga, ályktanir þingsins o.fl.
˖ Starfshópur Rauðsokka um dagvistunarstofnanir: Mætingarlistar - Kynningarblað til fjölmiðla - Nokkrar staðreyndir frá hópnum - Upplýsingar fyrir Kastljós, punktar - Bréf til formanns útvarpsráðs - Svar frá NRK

Askja 25:

Neðst liggja ýmist pappírar: Drög að starfsmatskerfi B.S.R.B. og ríkisins, 1970 – Kjarasamningur BSRB, 1970, ásamt ýmsum punktum á lausum blöðum – Bankablaðið 1.-2. tbl. 1970, en þar í eru greinar eftir Rauðsokkur um kjarakönnun meðal bankamanna – Ásgarður, ágúst 1971, en þar í er birt röðun starfsheita
Í örkum:
˖ Grein um atvinnumál, merkt RJ (Rannveig Jónsdóttir)
˖ Framkvæmdastofnun ríkisins: Atvinnuþátttaka og launatekjur giftra kvenna 1963 og 1970
˖ Frumgögn úr launarannsókn Rauðsokka hjá Tollstjóra og Ríkisútvarpi (niðurstöður birtust í Samvinnunni 5/1971)

Askja 26:

˖ KRFÍ 100 ára (2007), dagskrá
˖ Alþjóðaár barnsins, 1978
˖ Tölvupóstar vegna útvarpsviðtals Rauðsokka í okt. 2010
˖ Bréf til Rauðsokka varðandi úrvarpsþættina, 1994 – Bréf til Rauðsokka vegna afhendingar gagna hreyfingarinnar 1992
˖ Um samning við danskt ræstingafyrirtæki, 1974
˖ Útdráttur úr erindi Inger Margrete Pedersen í Norræna húsinu, 1972
˖ Punktar RJ úr möppu merktri ?1972
˖ Könnun á vinnu pilta og stúlkna (án ártals)
˖ Í blaðið Forvitin rauð
˖ Fundur á Varmalandi í febr. 1972 um Rauðsokka, punktar RJ
˖ Ráðstefna Hvatar á Loftleiðum (án ártals), punktar RJ
˖ Punktar merktir „Til úrbóta“
˖ Helga Stene: Markorð úr fyrirlestri um jafnrétti og menntun í Norræna húsinu í okt. 1972
˖ Ýmsir punktar um Rauðsokkahreyfinguna og starfið, RJ
˖ Umsögn Rauðsokka um Jafnstöðufrumvarp 1976
˖ Listi frá Norræna húsinu yfir þær bækur sem bóksafnið á um þjóðfélagsaðstöðu kvenna og jafnrétti, 1971

Askja 27:
Efni frá móti Norræna sumarháskólans í Umeå sumarið 1974, frá námshópnum ”Kvinnans samhälliga situation under kapitalismen”. Frá Íslandi komu Vilborg Harðardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir ob Vilborg Sigurðardóttir.

•Þátttökulisti – Ýmislegt efni

• Efni frá Íslandi: Um Norræna sumarháskólann – Referat fra lokalavdelingen i Reykjavík - Athugun á félagasamtökum: Kvenfélagið Keðjan, lög Kvenfélagsins Keðjunnar, Læknakvennafélagið Eik, Ljósmæðrafélag Íslands, Húsmæðrafélag Reykjavíkur, lög Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Kvenfélag Breiðholts, Fundargerð 8. aðalfundar Kvenfélagasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu – Handskrifaðar glósur

---