Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.


KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

Rauðsokkahreyfingin starfaði á árunum 1970-1982.
Um hreyfinguna má m.a. lesa í:
Herdís Helgadóttir: Vaknaðu kona!
Olga Guðrún Árnadóttir (ritstj.): Á rauðum sokkum

Safnið geymir gögn sem fyrrverandi rauðsokkar afhentu Kvennasögusafni árið 1992, spjaldskrá sem afhent var safninu 2003 og segulbandsspólur af útvarpsþáttum rauðsokka voru afhentar 2003, auk síðari viðbóta.

Tilvitnun í safnið: KSS 203. Rauðsokkahreyfingin. Varðveisla: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Handritadeild Kvennasögusafns Íslands.


Ath. Feitletruðu númerin vísa til öskjunúmera Kvennasögusafns Íslands. Gögn eru afgreidd frá þjóðdeild Landsbókasafns Íslands.

Rauðsokkahreyfingin
Askja 1
:
- Úr möppu merkt blaðhópur. Þar eru m.a. reynslusögur af fóstureyðingum. Líklega allt efni sem nýtt var eða átti að nýta í Forvitin rauð. Einnig: Svarbréf frá Helga Seljan  alþ.m. vegna bréfs varðandi afgreiðslu fóstureyðingarfrv. 1975 – Gerður G. Óskarsd. ræða hjá Félagi ungra Framsóknarmanna 29.3. 1973 um fóstureyðingar – Pistill í Forvitin rauð um þungunarathugun
- Syngjandi sokkar. Söngbók Rauðsokka frá 1978
-  ASÍ – BSRB Munaðarnesi, sept. 1975. (Sjá einnig öskju nr. 41)
- Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar 1975-1983, m.a. “Íhugunarbréf um ofbeldi” frá Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar
- Kvennaráðstefnan á Hótel Loftleiðum í júní 1975
-Ráðstefna í Lindarbæ 1975, dagskrá

Askja 2:
-
Gerður G. Óskarsdóttir, „Konur á vinnumarkaði” ,  Réttur 4. hefti 1973, bls. 216-240
- Námsefni og áætlun námshóps í jafnréttismálum í námsflokkum Neskaupstaðar frá 1976 • 8. mars bókin (einnig í öskju nr. 157)
- Könnun á lífskjörum og högum Sóknarkvenna 1976
- Bæklingurinn Einkaritarinn sem gefinn var út af Stjórnunarfélagi Íslands, líklega fyrir 1970 skv. athugasemd í bæklingi. Undirstrikanir og merkingar gerðar af Rauðsokkum
Staglið. Fréttabréf Rauðsokkahreyfingarinnar, desember 1977. (Fjölrit í A-4)
-Gögn frá dreifbýlishópi send Gerði G. Óskarsdóttur 1976
- Erindi og fleira frá Lilju Ólafsdóttur

Askja 3:
-
Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar 1976. Leshringur um jafnréttismál I. Þarna eru ýmsar greinar og erindi sem snerta jafnréttismál. M.a. er bæklingur Kvennaárið 1975, gefinn út af Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd.
- Margvísleg gögn um jafnréttismál, m.a. ráðstefnur, erindi, kvennaár, sýningar. Ráðstefna um kjör láglaunakvenna í maí 1976. Ásta Sigurðardóttir, kynning 1977

Askja 4:
-
Skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar: Markmið samtakanna (líklega drög frá 1970) þar sem fjallað er um m.a. menntun, atvinnumál, hjúskaparlögin og fjölskylduna og heimilið. Þá er fundargerð frá fundi í Norræna húsinu 7. september 1970. Einnig tillögur um skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar, umræðuplagg fyrir II. þing Rauðsokkahreyfingarinnar 1976, tillaga að stefnuskrá Rauðsokkahreyfingarinnar
- Rauðsokkar veturinn 1970-71. Listi með nöfnum og símanúmerum sem hringja má í ef mikið liggur við
- Undirbúningur útvarpsþáttanna Forvitin rauð
-
Ýmis gögn er varða starf Rauðsokka: M.a. skoðanakönnun um þörf dagvistarplássa í Kópavogi og bréf til bæjaryfirvalda af því tilefni, fundir, ráðstefnur og erindi
- Ýmis gögn: -  Opið bréf til menntamálaráðherra vegna frv. um mannanöfn frá starfshóp Rauðsokka –– Bréf frá miðstöð Rauðsokka til forsætisráðherra varðandi húsnæði 8. apríl 1974 - Svarbréf frá forsætisráðneytinu vegna áhuga Rsh á húsnæði í eigu ríkisins 18. apríl 1974

Askja 5:
-
Norræni sumarháskólinn, m.a. lesefni umræðuhóps um stöðu konunnar í atvinnulífi kapitalískra landa / Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden í klassesamfundet (1973)
- Gögn um skipulag hreyfingarinnar? Atvinnumál, Drög. Dagvistarmál, fjölskyldumál
- Námskeið í kvennasögu fyrir konur haldið á Eiðum 1983
- Íslenskar kvennarannsóknir, ráðstefna 1985 (sjá öskju nr. 126)
- 2 arkir með gögnum um jafnréttismál á Norðurlöndunum

Askja 6:
-
Láglaunaráðstefna 1976
- Kjaramál. Ráðstefna Rauðsokka á Neskaupsstað 1975
- Verkalýðsmál

Öskjur 7-15: Blaðaúrklippur
7  Flokkaðar úrklippur
8  Flokkaðar úrklippur
9 Rauðsokkahreyfingin 1970-1975
10 Rauðsokkahreyfingin 1976-1982
11 Fóstureyðingarfrumvörp, 1973-1975
12 Ýmsar úrklippur frá árunum 1970-1973
13 Kvennaárið 1975 – og áfram
14 Óflokkað
15 Óflokkað

Askja 16:
Útvarpsþættir rauðsokka „Ég er forvitin-rauð“ frá árinu 1972:
5 segulbandsspólur með upptökum þáttanna
Í öskjunni eru einnig útskriftir af segulbandsspólunum:
    1. þáttur: Húsmóðirin
    2. þáttur: Nýir sambýlishættir
    3. þáttur: Samlíf og getnaðarvarnir
    4. þáttur: Uppeldi og barnaheimili
    5. þáttur: Hjúskapur, skattar og tryggingar
    6. þáttur: Mennt er máttur
    7. þáttur: Atvinnumál
    8. þáttur: Félagsmál
    9. þáttur: Konan, markaðurinn og auglýsingar
  10. þáttur: Konuímynd í bókmenntum

Askja 17:
Spjaldskrá geymd á Kvennasögusafni Íslands (geymsla):
(spjaldskrá úr fórum Guðrúnar Kristinsdóttur)

Askja 18:
• Úr möppu merkt: „Skjöl frá upphafi til ársins 1973“.
• Úr möppu merkt: Skjöl 1974“

Askja 19:
• Var saman í möppu: Umræðupunktar, 18 talsins, sem lúta að lesefninu sem fylgir með:
lausleg þýðing á kaflanum „Kvinnorna i den kapitalistiska ekonomin“ úr bókinni „Kvinnokamp, för  socialism och frigörelse“; Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden i klassesamfundet eftir Hanne Reintoft; Stefnuskrá fyrir Kvindefronten, Familjens funktion i samhället. Fjölskyldan: eiginkonur og eiginmenn
• Nafnalistar
• Dreifirit     
• Dreifibréf
Staglið, 1979 og 1981
•Samtíningur:
    Skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar (eftir 1974)
    Tillaga um verkefni (1981)
    Tillögur frá miðstöð (1981)
    Álit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna (1975)
    Hugmyndir um skattlagningu launamanna (1977)
    Vakthópur
    Verkefni fyrir rauðsokka
• Ráðstefna Rauðsokkahreyfingarinnar, haldin á Selfossi, okt. 1979: fundagerð
• Fundur „Fleiri konur á þing – til hvers?“, 17. nóv. 1979
• Fundagerðir ársfjórðungsfunda 1978 (vantar 2. fund)
• III þing rauðsokka, sept. 1980
• II þing rauðsokka, okt. 1976

Askja 20:
• Stílabækur: Hússjóður rauðsokka (2), Félagsgjöld
• Úr möppu merkt „Námshópar“ (aðallega efni merkt „Félagsmálanámskeið“)
• Úr möppu merkt „Námshópar“
• Bréfaskóli SÍS og ASÍ, 1., 2. og 3. bréf
• Bréfaskipti rauðsokka og Æskulýðsráðs Rvk., 1978
• Ágreiningur rauðsokka og 8. mars-hreyfingarinnar, 1979
• Bréf frá G. Erlu um konuhátíð í Amsterdam, 1979
• Bréf til félaga
• Bréf

Askja 21:
• Efni í Forvitin rauð, 1982
• Úr möppu merkt „Blaðhópur“

Askja 22:
Ýmislegt erlent efni, bæklingar og smárit. M.a. „Den danska basisgruppemodel“ og íslenska ritið „Krúnk – Krúnk“, 2. h., 3. árg., 1975 – gefið út í Osló; í þetta hefti rita Langbrækur

Askja 23: Viðbætur. Úr fórum Vilborgar Harðardóttur:
• Útvarpsþáttur um Indland, handrit. Ókunnur höfundur, ókunnugt ártal
• Greinar, annað hvort í Forvitin rauð eða Þjóðviljann. Um launamisrétti, þröskulda og heimilisstörf
• Fóstureyðingarmálið, nokkur plögg, m.a. úr sjónvarpsþætti 1975, efni fyrir húsverði

           Rauðsokkahreyfingarinnar, og svarbréf Magnúsar (T)orfa Ólafssonar
• Grein um aðgerðina „Örþreytta húsmóðirin“, dags. 100172. Handrit. Höfundur ókunnur
• Björg Einarsdóttir: Skýrsla á útbreiðslu- og kynningarfundi 29 nóv. 1972. Handrit
• Skýrsla um starfið 1970-1972. Handrit. Handskrifað á aftasta blað: „Fundur í Norræna húsinu 29 nóv.

           Sagt frá starfsemi Rauðsokka s.l. 2 þar.“ Undirritað H.S. (sennilega Helga Sigurjónsdóttir)
• Ræða (Vilborgar Harðardóttur?) a fundi Sóknarkvenna. Ártal óvisst, sennilega 1970-1974
• Grein um aðgerðina „Örþreytta húsmóðirin“, dags. 100172. Handrit. Höfundur ókunnur
• Saga hreyfingarinnar, 1970-1975/1976, handrit að grein. Margir höfundar
• Rauðsokkahreyfingin 1970-1975 ca.: Baráttusöngur, Bréfsefni, Skoðanakönnun um meyjamat (eyðublað), frá ráðstefnu hreyfingarinnar að Skógum 1974

 

Öskjur 24-26. Viðbætur: Úr fórum Rannveigar Jónsdóttur:

Askja 24:

Neðst liggja blaðaúrklippur og lög um dagvistunarstofnanir og skóla

Í örkum:

˖ Ráðstefna Fóstrufélagsins og Rauðsokka um dagvistun, 1975: 1 blað með dagskrá og 1 blaðaúrklippa

˖ Svandís Skúladóttir: erindi flutt á ráðstefnu um dagvistunarmál í maí 1976

˖ ASÍ þing 1976. Bréf frá Rauðsokkum, ályktanir verkalýðsfélaga, ályktanir þingsins o.fl.

˖ Starfshópur Rauðsokka um dagvistunarstofnanir: Mætingarlistar - Kynningarblað til fjölmiðla - Nokkrar staðreyndir frá hópnum - Upplýsingar fyrir Kastljós, punktar - Bréf til formanns útvarpsráðs - Svar frá NRK

 

Askja 25:

Neðst liggja ýmist pappírar: Drög að starfsmatskerfi B.S.R.B. og ríkisins, 1970 – Kjarasamningur BSRB, 1970, ásamt ýmsum punktum á lausum blöðum – Bankablaðið 1.-2. tbl. 1970, en þar í eru greinar eftir Rauðsokkur um kjarakönnun meðal bankamanna – Ásgarður, ágúst 1971, en þar í er birt röðun starfsheita

Í örkum:

˖ Grein um atvinnumál, merkt RJ (Rannveig Jónsdóttir)

˖ Framkvæmdastofnun ríkisins: Atvinnuþátttaka og launatekjur giftra kvenna 1963 og 1970

˖ Frumgögn úr launarannsókn Rauðsokka hjá Tollstjóra og Ríkisútvarpi (niðurstöður birtust í Samvinnunni 5/1971)

 

Askja 26:

˖ KRFÍ 100 ára (2007), dagskrá

˖ Alþjóðaár barnsins, 1978

˖ Tölvupóstar vegna útvarpsviðtals Rauðsokka í okt. 2010

˖ Bréf til Rauðsokka varðandi úrvarpsþættina, 1994 – Bréf til Rauðsokka vegna afhendingar gagna hreyfingarinnar 1992

˖ Um samning við danskt ræstingafyrirtæki, 1974

˖ Útdráttur úr erindi Inger Margrete Pedersen í Norræna húsinu, 1972

˖ Punktar RJ úr möppu merktri ?1972

˖ Könnun á vinnu pilta og stúlkna (án ártals)

˖ Í blaðið Forvitin rauð

˖ Fundur á Varmalandi í febr. 1972 um Rauðsokka, punktar RJ

˖ Ráðstefna Hvatar á Loftleiðum (án ártals), punktar RJ

˖ Punktar merktir „Til úrbóta“

˖ Helga Stene: Markorð úr fyrirlestri um jafnrétti og menntun í Norræna húsinu í okt. 1972

˖ Ýmsir punktar um Rauðsokkahreyfinguna og starfið, RJ

˖ Umsögn Rauðsokka um Jafnstöðufrumvarp 1976

˖ Listi frá Norræna húsinu yfir þær bækur sem bóksafnið á um þjóðfélagsaðstöðu kvenna og jafnrétti, 1971

 

Askja 27:
Efni frá móti Norræna sumarháskólans í Umeå sumarið 1974, frá námshópnum ”Kvinnans samhälliga situation under kapitalismen”. Frá Íslandi komu Vilborg Harðardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir ob Vilborg Sigurðardóttir.

•Þátttökulisti – Ýmislegt efni

• Efni frá Íslandi: Um Norræna sumarháskólann – Referat fra lokalavdelingen i Reykjavík - Athugun á félagasamtökum: Kvenfélagið Keðjan, lög Kvenfélagsins Keðjunnar, Læknakvennafélagið Eik, Ljósmæðrafélag Íslands, Húsmæðrafélag Reykjavíkur, lög Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Kvenfélag Breiðholts, Fundargerð 8. aðalfundar Kvenfélagasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu – Handskrifaðar glósur


Forvitin rauð, blað Rauðsokka má lesa í rafræna gagnasafninu www.timarit.is