Nov 23, 2016

Saga kvenna og femínisma á 20. öld kennd í menntaskóla


Áfangi um sögu kvenna og femínisma á 20. öld var kenndur í Kvennaskólanum í Reykjavík á haustönn 2016.

Þeir nemendur sem sátu áfangan stóðu fyrir málþingi þann 22. nóvember í sal skólans undir yfirskriftinni „afhverju er mikilvægt fyrir ungmenni að þekkja sögu kvenna og femínisma?"

Þátttakendur í pallborði fyrir utan Rakel Adolphsdóttur, sérfræðings á Kvennasögusafni, voru þau Erla Hulda Halldórsdóttir, lektor í sagnfræði við HÍ, Guðrún Ágústsdóttir, fyrrum Rauðsokku og formanni öldungaráðs Reykjavíkurborgar og Þórði Kristinssyni, mannfræðingi og kennara við Kvennaskólann.

Nemendurnir enduðu málþingið á því að flytja ljóð og opna heimasíðu út frá verkefnum þeirra í áfanganum sem tekst á við kvenna- og kynjasögu á Íslandi og þeirra upplifun af stöðu jafnréttis í dag. Er þeim sérstaklega hugleikin málefni Rauðsokka og hvernig málefnin sem þær tóku á eiga við í dag. Hér má skoða vefsíðuna.

Kvennasögusafn Íslands þakkar Kvenskælingum fyrir gott boð og góða kvöldstund.

2016 kvennó fyrirlesarar