Jun 4, 2018

Tímanna safn - 31. maí 2018


Glærur frá erindinu og erindið á youtube.

Auglýsingin:

Fimmtudaginn 31. maí mun Rakel Adolphsdóttir, sérfræðingur á Kvennasögusafni Íslands, flytja erindið „Þjóðararfur hverra? Kvennasögusafn sem hluti af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni“ í fyrirlestraröðinni Tímanna safn sem haldin er í tilefni af 200 ára afmælis Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Í útdrætti erindisins segir:

„Kvennasögusafn Ísland var stofnað í heimahúsi á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna, þann 1. janúar 1975 en það ár átti eftir að reynast örlagaríkt í íslenskri kvennasögu. Markmið safnsins var, og er enn, að safna heimildum um konur í Íslandssögunni, skrá þær og miðla ásamt því að hvetja til rannsókna. Markmið safnsins frá stofnun var einnig að fá inni í Þjóðarbókhlöðunni, sem þá stóð til að reisa, í þeim tilgangi að vera tryggð framtíðarvist sem og að þáttur kvenna í þjóðarsögunni yrði viðurkenndur. Því markmiði var náð árið 1996 eftir ötula baráttu þegar Kvennasögusafn opnaði í Þjóðarbókhlöðunni og varð með því hluti af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sem séreining. Í erindinu verður fjallað um úr hvaða jarðvegi safnið spratt og hvernig því hafi tekist til ætlunarverk sitt.“

Erindið verður flutt í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrirlestaröðin á Facebook: https://www.facebook.com/events/182997635779892/