Jun 30, 2005

Kvennakraftur


27. júní 2005 afhentu kvennasamtök Alþingi listaverkið „Kvennakraftur“ eftir Koggu (Kolbrúnu Björgólfsdóttur) í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, veitti verkinu viðtöku fyrir hönd Alþingis.

Kvennakraftur1

Fulltrúar UNIFEM, Kvenréttindafélags Íslands, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, KvenfélagasambandsÍslands, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Kvennasögusafns Íslands, Kvennakirkjunnar og Feministafélags Íslands ásamt Halldóri Blöndal, forseta Alþingis við verkið „Kvennakraftur“ eftir Koggu sem á að minna á þann kraft sem býr í íslenskum konum. Verkið er hringlaga eins og hnötturinn, holt að innan svo það geti rúmað allan heiminn og minnir í leiðinni á sköpunarkraft kvenna, og sprungið að utan prýtt hinum græna lit íslenska mosans og íslenskrar náttúru.

Kvennakraftur1.jpg