Sýningin Og kona hans er á vegum Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands og Kvennasögusafns Íslands í Landsbókasafni Íslands - Háskólabóksafni.
Sýningin verður opnuð í anddyri Þjóðarbókhlöðu kl. 17:00 þann 10. febrúar og stendur til föstudags 14. febrúar. Þar eru ljósmyndir úr safni Kvennasögusafns ásamt textaverkum og úrklippum.
Einnig verður flutt hljóðverkið Og kona hans eftir Eirík Stephensen og Margréti Kristínu Blöndal en það er eitt fjögurra verka sem tilheyrðu hljóðinnsetningunni Hljóðrás dauðanssem sett var upp í Hólavallagarði dagana 19.–22. ágúst 2023.
Verkið er innblásið af hinni vel þekktu áletrun „…og kona hans“ sem var algeng á legsteinum fyrr á tímum og var lýsandi fyrir stöðu kvenna. Verkið endar á útfararsálmi sem tileinkaður er körlum með eiginnöfn, ættarnöfn og starfsheiti… og konum þeirra.
Sýningin verður í gangi á opnunartíma safnsins. Hjólastólaaðgengi er gott með bílastæði fyrir utan, sjálfvirkar hurðir og lyftu.
Dagskrá Jafnréttisdaga má finna á heimasíðunni okkar á íslensku og ensku.