Jan 17, 2025

Kvennaár 2025 - Dagbækur kvenna


Dagbækur kvenna eru fágæti á skjalasöfnum landsins. Til að vekja athygli á þeim dagbókum kvenna sem leynist á Kvennasögusafni höfum við tekið yfir instagram reikning Landsbókasafns og birt dagbókarbrot kvenna á hverjum degi í janúar.
 
Við vonum að verkefnið verði til þess að dagbækur kvenna - hvort sem er ykkar sjálfrar, mömmu, ömmu, langömmu, frænku eða hverra það gæti verið - streymi nú inn á safnið. Hafið sambandi við okkur ef þið viljið láta okkur vita af dagbók sem er í ykkar fórum, hvenær sem hún var skrifuð eða hversu (lítil)fjörlegar færslurnar í henni eru.
 
Kíkið yfir á instagram til að skoða færslurnar sem hafa birts hingað til og fylgist áfram með út janúarmánuð.
dagbaekurheader.jpg