Skjalasöfn einstaklinga

María Finnsdóttir (1922-2017), forstöðukona og hjúkrunarfræðingur. KSS 2022/9.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2022/9

  • Titill:

    María Finnsdóttir

  • Tímabil:

    1979-2006

  • Umfang:

    Tvær öskjur: Námsritgerðir, gestabækur, jólakort, uppskriftabók, ljósmyndir og fleira.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2022/9. María Finnsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    María Finnsdóttir (1922-2017), forstöðukona og hjúkrunarfræðingur.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    María Finns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur var fædd hinn 18. ág­úst 1922 á Hvilft í Önund­arf­irði. „For­eld­ar henn­ar voru Finn­ur Finns­son bóndi og Guðlaug Jakobína Sveins­dótt­ir hús­móðir. Systkini Maríu voru Svein­björn, Ragn­heiður, Hjálm­ar, Sig­ríður, Jakob, Sveinn, Jó­hann, Mál­fríður, Krist­ín og Gunn­laug­ur.

    María lauk gagn­fræðaprófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1943 og lauk námi við Hjúkr­un­ar­skóla Íslands 1952. Hún stundaði fram­halds­nám í Banda­ríkj­un­um, Dan­mörku og Englandi. Þá stundaði hún nám við Há­skóla Íslands, fé­lags­vís­inda­deild, árin 1982-1984.

    María var deild­ar­hjúkr­un­ar­kona á Land­spít­al­an­um 1954-1963, kenn­ari við Hjúkr­un­ar­skóla Íslands 1960-1963, for­stöðukona á Kleppi 1963-1969, kenn­ari við Há­skóla Íslands, náms­braut í hjúkr­un­ar­fræði 1975-1976 og fræðslu­stjóri Hjúkr­un­ar­fé­lags Íslands 1979-1992. Eft­ir Maríu liggja all­marg­ar grein­ar og rit­gerðir um hjúkr­un.

    Maríu var marg­vís­leg­ur sómi sýnd­ur fyr­ir störf sín. Hún varð heiðurs­fé­lagi í Hjúkr­un­ar­fé­lagi Íslands árið 2003 og átti sæti í stjórn fé­lags­ins árin 1963-1971.“

    Heimild: Morgunblaðið 4. febrúar 2017: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/04/andlat_maria_finnsdottir/

  • Um afhendingu:

    María Gunnlaugsdóttir (f. 1956) gaf Kvennasögusafni skjöl föðursystur sinni þann 11. ágúst 2022.

    Aðrar ljósmyndir Maríu Finnsdóttur fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Innihald og uppbygging

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    íslenska, enska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Dagsetning lýsingar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði 6. nóvember 2024


Skjalaskrá

askja 1

  • Uppskriftir, bók, handskrifaðar
  • Upplýsingar um Skrúð
  • Jólakort, ljósmyndir fylgja sumum:
    • Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kristniboði
    • Davíð (sonur Sigríðar), búsettur í Bandaríkjunum
    • Guðný Hallgrímsdóttir prestur
  • Vegabréf tvö, síður með ljósmyndum (útgefin 1987 og 1998)
  • Útför Maríu: samúðarskeyti, kort, skrá
  • Útför Maríu: Minningabók (gestabók í erfidrykkju)
  • Systurnar María, Málfríður og Sigríður, sigling um karabíska hafið, ljósmyndir
  • Ljósmyndir: Fjölskyldumynd, hjúkrunarfélagið / Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, trjárækt í Önundarfirði

 

askja 2

  • Gestabók, útskorin úr tré
  • Gestabók 1992-1996
  • Skírteini: Heiðursfélagið, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 1993
  • María Finnsdóttir, Börnin á sjúkrahúsi – sálræn áhrif sjúkarhúsvistar á ung börn, 1979 (byggt á BA ritgerð)
  • Í möppu, tvær ritgerðir Maríu:
    • Fræðsla hjúkrunarfræðinga til ungra barna og foreldra þeirra á sjúkrahúsum í Reykjavík
    • Nurses role in teaching children and their parents in Reykjavík hospitals

Fyrst birt 06.11.2024

Til baka