Kvennasögusafn Íslands
KSS 2022/9
María Finnsdóttir
1979-2006
Tvær öskjur: Námsritgerðir, gestabækur, jólakort, uppskriftabók, ljósmyndir og fleira.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2022/9. María Finnsdóttir. Einkaskjalasafn.
María Finnsdóttir (1922-2017), forstöðukona og hjúkrunarfræðingur.
María Finnsdóttir hjúkrunarfræðingur var fædd hinn 18. ágúst 1922 á Hvilft í Önundarfirði. „Foreldar hennar voru Finnur Finnsson bóndi og Guðlaug Jakobína Sveinsdóttir húsmóðir. Systkini Maríu voru Sveinbjörn, Ragnheiður, Hjálmar, Sigríður, Jakob, Sveinn, Jóhann, Málfríður, Kristín og Gunnlaugur.
María lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1943 og lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands 1952. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum, Danmörku og Englandi. Þá stundaði hún nám við Háskóla Íslands, félagsvísindadeild, árin 1982-1984.
María var deildarhjúkrunarkona á Landspítalanum 1954-1963, kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1960-1963, forstöðukona á Kleppi 1963-1969, kennari við Háskóla Íslands, námsbraut í hjúkrunarfræði 1975-1976 og fræðslustjóri Hjúkrunarfélags Íslands 1979-1992. Eftir Maríu liggja allmargar greinar og ritgerðir um hjúkrun.
Maríu var margvíslegur sómi sýndur fyrir störf sín. Hún varð heiðursfélagi í Hjúkrunarfélagi Íslands árið 2003 og átti sæti í stjórn félagsins árin 1963-1971.“
Heimild: Morgunblaðið 4. febrúar 2017: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/04/andlat_maria_finnsdottir/
María Gunnlaugsdóttir (f. 1956) gaf Kvennasögusafni skjöl föðursystur sinni þann 11. ágúst 2022.
Aðrar ljósmyndir Maríu Finnsdóttur fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
íslenska, enska
Rakel Adolphsdóttir skráði 6. nóvember 2024
askja 1
askja 2
Fyrst birt 06.11.2024