Kvennasögusafn Íslands
KSS 2024/1
Guðrún Lárusdóttir
1929-1938
Ellefu öskjur í ýmsum stærðum.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2024/1. Guðrún Lárusdóttir.
Guðrún Lárusdóttir (1880-1938), þingmaður og rithöfundur
Guðrún Lárusdóttir f. 8. janúar 1880, d. 20. ágúst 1938. Húsmóðir, rithöfundur og stjórnmálakona. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912–1918. Fátækrafulltrúi í Reykjavík 1930–1938. Landskjörin alþingismaður 1930–1934, landskjörinn alþingismaður (Reykjavíkinga) 1934–1938. Formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík 1926–1938 og fyrsti formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur 1935–1938. Fyrsta bókin hennar kom út árið 1903, sjá lista yfir ritverk hennar á vefnum skald.is. Gift Sigurbirni Á. Gíslasyni árið 1902. Þau eignuðust 10 börn: Lárus (1903), Halldór (1905), Kristín Guðrún (1906), Gísli (1907), Kristín Sigurbjörg (1909), Friðrik Baldur (1911), Kirstín Lára (1913), Guðrún Valgerður (1915), Sigrún Kristín (1920), Gústaf (1924). Heimild: Björg Einarsdóttir, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. II. bindi. Reykjavík 1986. Bls. 350-371.
Úr fórum afkomenda
Sigrún V. Ásgeirsdóttir (f. 1944) afhenti fyrir hönd fjölskyldu sinnar fyrirlestrar og erindi Guðrúnar Lárusdóttur (1880–1938) í einum pappakassa. Erindin fjalla einkum um pólitíska þátttöku Guðrúnar sem og trúmál og önnur samfélagsmál, þá er einnig þýðingar hennar og frumsamin skrif hennar.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 2020/4. Guðrún Lárusdóttir og Sigurbjörn Á Gíslason. Bréfasafn.
Sjá einnig gögn Guðrúnar á handritasafni Landsbókasafns
Rakel Adolphsdóttir skráði, 4. nóvember 2024
askja 1
Alþingi
askja 2
Mjólkurmálið
askja 3
Erindi
askja 4
Erindi
[var í möppu merkt „félagsmál ýmis“ við afhendingu]
askja 5
Erindi
askja 6
Erindi
askja 7
Frumsamið og þýtt
askja 8
Frumsamið og þýtt frh.
askja 9
Ýmis brot
askja 10
Annað
askja 11
Umbúðir og umslög
Fyrst birt 04.11.2024