Skjalasöfn í stafrófsröð

Guðrún Lárusdóttir (1880-1938), þingmaður og rithöfundur. KSS 2024/1.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2024/1

  • Titill:

    Guðrún Lárusdóttir

  • Tímabil:

    1929-1938

  • Umfang:

    Ellefu öskjur í ýmsum stærðum.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2024/1. Guðrún Lárusdóttir.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Guðrún Lárusdóttir (1880-1938), þingmaður og rithöfundur

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Guðrún Lárusdóttir f. 8. janúar 1880, d. 20. ágúst 1938. Húsmóðir, rithöfundur og stjórnmálakona. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912–1918.  Fátækrafulltrúi í Reykjavík 1930–1938.  Landskjörin alþingismaður 1930–1934, landskjörinn alþingismaður (Reykjavíkinga) 1934–1938. Formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík 1926–1938 og fyrsti formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur 1935–1938. Fyrsta bókin hennar kom út árið 1903, sjá lista yfir ritverk hennar á vefnum skald.is. Gift Sigurbirni Á. Gíslasyni árið 1902. Þau eignuðust 10 börn: Lárus (1903), Halldór (1905), Kristín Guðrún (1906), Gísli (1907), Kristín Sigurbjörg (1909), Friðrik Baldur (1911), Kirstín Lára (1913), Guðrún Valgerður (1915), Sigrún Kristín (1920), Gústaf (1924). Heimild: Björg Einarsdóttir, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. II. bindi. Reykjavík 1986. Bls. 350-371.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum afkomenda

  • Um afhendingu:

    Sigrún V. Ásgeirsdóttir (f. 1944) afhenti fyrir hönd fjölskyldu sinnar fyrirlestrar og erindi Guðrúnar Lárusdóttur (1880–1938) í einum pappakassa. Erindin fjalla einkum um pólitíska þátttöku Guðrúnar sem og trúmál og önnur samfélagsmál, þá er einnig þýðingar hennar og frumsamin skrif hennar.

Innihald og uppbygging

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði, 4. nóvember 2024


Skjalaskrá

askja 1

Alþingi

  • örk 1:Getnaðarvarnir
  • örk 2:Kvenréttindi [óheilt]
  • örk 3:Alþingi kvenréttindi [1932?]
  • örk 4:Mjólkurmálið
  • örk 5:„ófríða konan“ [bls. 2-9]
  • örk 6:Áfengislöggjöf
  • örk 7:Áfengismál [1931?]
  • örk 8:Áfengisskatturinn
  • örk 9:Áfengismál
  • örk 10:Framsöguræða um heilsuhæli handa drykkjumönnum 1937
  • örk 11:Áfengisbölið
  • örk 12:Áfengisbölið [bls. 6-12]
  • örk 13:Samið um kaup/sölu á kjöti til/frá Noregi [bls. 1-7]
  • örk 14:Alþingi umræður
  • örk 15:Alþingi
  • örk 16:Þingmenn yfirlit 1931
  • örk 17:Greinargerð með lögum
  • örk 18:Fátækralög
  • örk 19:Æskulýðshreyfing, ungmennafélag
  • örk 20: Framsöguræða um vistarskóla fyrir vanheil börn og unglinga 1934
  • örk 21: Umræður um félagsmál
  • örk 22: Fávitahæli
  • örk 23: Hæli fyrir fávita, febrúar 1932
  • örk 24: Daufdumbir, blindir, fatlaðir, málhaltir
  • örk 25: Um kirkjuna
  • örk 26: Kirkjumál
  • örk 27: óvíst

 

askja 2

Mjólkurmálið

  • örk 1:Tvö umslög [öll skjöl í þessari öskju voru saman í umslagi merktu „mjólkurmálið“ í þessari röð]
  • örk 2:Sáttakæra, afrit. Frá mjólkursölunefnd [15. mars 1935]
  • örk 3:Vottorð fjósa 1934
  • örk 4:Áskorun fundar húsmæðra [ódagsett]
  • örk 5:Tillögur og ályktanir húsmæðrafunda 1935
  • örk 6:Læknisvottorð einstaklinga 1934
  • örk 7:Morgunblaðið janúar 1935
  • örk 8:ræða [byrjar á „Eg kann sjálfstæðiflokknum góðar þakkir fyrir að gefa mér…“]
  • örk 9:ræða
  • örk 10:Tillögur húsmæðra til Alþingis 18. febrúar 1935
  • örk 11:Bréf frá útvarpsráði 22. janúar 1935 [Helgi Hjörvar]
  • örk 12:Ræða [byrjar á „heiðruðu húsmæður“]
  • örk 13:Drög að ályktun fundar húsmæðra [handskrifuð]

 

askja 3

Erindi

  • örk 1:Mappa sem var utan um erindin [sem eru nú í þessari öskju, í sömu röð og þau voru í möppunni]
  • örk 2:Erindi, mögulega hjá Kristniboðsfélagi kvenna
  • örk 3:Erindi KFUK 6. febrúar 1931
  • örk 4:Erindi, mögulega flutt á páskum
  • örk 5:Bernskuár Livingstons
  • örk 6:„Siðferðismál vor“ erindi flutt í dómkirkju Reykjavíkur 15. október 1930 [bók]
  • örk 7:Ýmis erindi flutt árið 1935 [bók]
  • örk 8:Erindi [tengt áfengi]
  • örk 9:„Treystu Guði. Sönn saga“
  • örk 10:Þýdd smásaga
  • örk 11:Saga eftir Carl Hanne þýðing
  • örk 12:„Píslarvottur nútímans“
  • örk 13:„Samtök kvenna“ flutt í Framtíðinni veturinn 1936-27
  • örk 14:Ræða sumardaginn fyrsta 1932
  • örk 15:„Páll litli og …“ Þýdd smásaga, lesin á basar KFUK desember 1916
  • örk 16:Ræða í Betaníu á páskunum 1935
  • örk 17: Erindi flutt á Betaníu haust 1934

 

askja 4

Erindi

[var í möppu merkt „félagsmál ýmis“ við afhendingu]

  • örk 1:mappan, reglur um flutning útvarpsefnis
  • örk 2: „Ég vil vera starfsmaður ríkisins með föstum launum“ [mögulega Halldóra Bjarnadóttir]
  • örk 3:Úrklippur
  • örk 4:Börn, mæður [bls. 1-14, 19-25]
  • örk 5:erindi [efni óvíst]
  • örk 6: erindi [efni óvíst]
  • örk 7:Um barnaheimili, starfsemi fyrir börn
  • örk 8:Mæðradagurinn 27. maí 1934
  • örk 9:erindi [efni óvíst]
  • örk 10:erindi [efni óvíst]
  • örk 11:Börnin í Reykjavík
  • örk 12:KFUK beðið fyrir kristnu fólki í Rússlandi [1930?]
  • örk 13:Á sumardaginn fyrsta
  • örk 14:Dýravernd

 

askja 5

Erindi

  • örk 1: Erindi I, bók 1931-1932:
    • Erindi flutt í KFUM 10. október 1931
    • Kirkjan og líknarstörfin erindi flutt 26. október 1931
    • Vegurinn erindi flutt í Betaníu 17. nóvember 1931
    • Betanía erindi flutt í KFUK í Hafnarfirði 22. nóvember 1931
    • Á föstudaginn langa 1932, Hafnarfjörður KFUK
  • örk 2: Erindi, bók II
    • Minnisgrein í ræðu um áfengsimál
    • Lausleg þýðing á kafla úr lokaræðu MR. KElly‘s
    • Úr ævi O.L. Moody
    • Á mæðradaginn 22. maí 1938
  • örk 3: Bók:
    • Verðmæti lífsins, smásaga þýdd af GL
    • Erindi flutt á … KFUM 1932
    • Nokkur orð um Biblíuna, erindi flutt á skemmtikvöldi KFUK 5. nóvember 1932
    • Barnið
    • Ævintýri hans Valters
    • Minning mæðradagsins 23. júní 1937
  • örk 4: Theresa Newmann
    • Erindi flutt í Nýja bíó 16. maí á fundi KFUK 7. febrúar 1930
    • Þýðing [bók]
  • örk 5 : Útvarpserindi, R. Richters, um dansinn. Endurtekið í Nýja-Bíó 6. janúar 1929 [vélritað]
  • örk 6: Fyrir ekkjurnar
  • örk 7: Stofnun KFUK
  • örk 8: Draumur
  • örk 9: Ekkjan frá Nain
  • örk 10: „útvarpserindi“

 

askja 6

Erindi

  • örk 1:Hvítabandið
  • örk 2:Konur og stjórnmál
  • örk 3:Ung ar stúlkur í Reykjavík [var saman í umslagi]
    1. sveitastúlka kemur til borgarinnar
    2. stúlkur dvelja vetrarlangt í Reykjavík
  • örk 4:Heimili fyrir afvegaleiddar stúlkur
  • örk 5:Kvenréttindi, til hjálpar ungum stúlkum
  • örk 6:Um börn
  • örk 7:Kirkens korshær, um barnaheimili í Danmörku
  • örk 8:Sitt af hverju um barnaheimili
  • örk 9:Húsmæðraskólar
  • örk 10:Heimili drykkjumanna
  • örk 11:Gott heimili
  • örk 12:Heimili vor
  • örk 13:Mæðradagur
  • örk 14:
    • Nokkur orð um bláa krossinn
    • Mæðradagurinn 1935
  • örk 15:Hinn fyrsti kristni söfnuður
  • örk 16:Já, kristilegt er það
  • örk 17:Kristilegt er það
  • örk 18:Jólafrásögn
  • örk 19: Dia konsiusstarf

 

askja 7

Frumsamið og þýtt

  • örk 1: Ástandið í Þýskalandi
  • örk 2: Teater og Tempel
  • örk 3: Varmaria
  • örk 4: Saga Einars, endursögn úr dönsku
  • örk 5: Týndi sonurinn
  • örk 6: Bænir sem eigi hlutu bænheyrslu
  • örk 7: Pilatus [1-21]
  • örk 8: Esterarbók
  • örk 9: Hallveig Fróðadóttir, 17. júní 1932
  • örk 10: Jóhann Húss - Ungverjaland
  • örk 11: Indland
    • [ath. að hluta skrifað aftan á vélritað bréf sem Ólafía Jóhannsdóttir ritaði til SÁG 9. nóvember 1907]
  • örk 12: Ekkjur í Indlandi [28 blaðsíður]
  • örk 13: Börnin á Indlandi
  • örk 14: Saga Gyðingaþjóðarinnar 24-15.-
  • örk 15: Kína í dag, frá Kína
  • örk 16: Bræðrasöfnuðurinn í Christiansfeld
  • örk 17: Ræða flutt ungu fólki um vor/sumar
  • örk 18: Föstudagurinn 22. júní 1928
  • örk 19: Bænadagur kvenna
  • örk 20: Frásögn 13. ágúst 1938, Vígsla trúboða í Noregi 1936
  • örk 21: Hallgrímur Pétursson, erindi flutt í Hafnarfjarðakirkju 1. júní 1936 á Hallgrímshátíð
  • örk 22: Dýrin í sveitinni [3-18]
  • örk 23: Ráðvandur piltur

 

askja 8

Frumsamið og þýtt frh.

  • örk 1: Lárus Sigurbjörnsson glósur 1939-1940 [1 blað]
  • örk 2: Sumar í sveitinni
  • örk 3: Sagan um Siggu
  • örk 4: Þegar samviskan vaknar
  • örk 5: Sigur kærleikans
  • örk 6: Tengdasonur biskupsins
  • örk 7: Fáeinar heimsóknir
  • örk 8: Þýddar sögur (bók)
  • örk 9: Ræninginn [smásaga], Gamla lagið úr Familie Journal
  • örk 10: Matthildur Wrede, Vinur fanganna, þýtt fyrir Bjarma
  • örk 11: Þýðing [vantar síðu 1]
  • örk 12: Þýðingar
  • örk 13: Bók, þýtt og frumsamið, flutt í útvarpi eða birt í tímaritum

 

askja 9

Ýmis brot

  • örk 1: KFUM „Fr. Friðriksson“, 15. október 1938
  • örk 2: Ýmis brot „Ef sögð væri saga Reykjavíkur…“
  • örk 3: Ýmis brot
  • örk 4: Ýmis brot
  • örk 5: Ýmis brot „Ég ætla að seilast langt aptur í tímann…“
  • örk 6: Ýmis brot
  • örk 7: Ýmis brot

 

askja 10

Annað

  • örk 1. Bréf, Elín til Guðrúnar
  • örk 2: Bréf 3. desember 1932, óþekkt
  • örk 3: Listi yfir gögnin eins og þau voru afhent til Kvennasögusafns („LISTI yfir gögn Guðrúnar Lárusdóttur sem voru í vörslu Lárusar Sigurbjörnssonar og síðar Guðrúnar Helgu, dóttur hans. Skráð í febrúar 2018 SVÁ)
  • örk 4: Útprentuð ljósmynd af niðjum Guðrúnar
  • Mappa

 

askja 11

Umbúðir og umslög


Fyrst birt 04.11.2024

Til baka