Við hlökkum til að horfa með ykkur á heimildamyndina „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist” um Kvennafrídaginn 1975 eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að sjá myndina vera að veruleika og geta aðstoðað kvikmyndagerðarfólkið við heimildaöflun. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í Bíó Paradís 24. október næstkomandi.
Á undan sýningunni munu 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Að sýningu lokinni ætlum við að styrkja böndin yfir léttum veitingum og samsöng á Áfram stelpur!
Myndin er aðallega á ensku en með íslenskum texta og Bíó Paradís er aðgengilegt fyrir öll. The Day Iceland Stood Still - Dagurinn sem Ísland stöðvaðist fer síðan í almennar sýningar í Bíó Paradís – miða og frekari upplýsingar má nálgast á vef Bíó Paradís. Hér er hægt að tryggja sér miða.
Aðstandendur viðburðarins // Organisers of the event:
Aflið // Aflið - Counseling for victims of violence and their relatives
Alþýðusamband Íslands // ASÍ - The Icelandic Confederation of Labour
Bandalag kvenna í Reykjavík // The Federation of Women’s Societies in Reykjavik (FWSR)
BHM - Bandalag háskólamanna // BHM - Association of Academics
BSRB // BSRB - Confederation of State and Municipal Employees of Iceland
Druslugangan // Slutwalk
FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu // FKA - The Association of Business Women in Iceland
Femínísk fjármál // Feminist Budgeting
Félag Íslenskra Hjúkrunarfræðinga // The Icelandic Nurses' Association
Hagsmunasamtök brotaþola // Interest group for victims of sexual violence
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna // Interest group of Women in Soccer
Icefemin - Icelandic Feminist Initiative
Kennarasamband Íslands // Icelandic Teachers´Union
Konur í Orkumálum // Women in Energy – Iceland
Kvenfélagasamband Íslands // The Women's association
Kvennasögusafn Íslands // The Women’s History Archives
Kvenréttindafélag Íslands // TheIcelandic Women's Rights Association
Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands // Gender studies at the department of Social science in the University of Iceland
Læti! tónlist / Stelpur rokka! // Girls Rock! Iceland
ÖBÍ réttindasamtök // The Icelandic Disability Alliance
Öfgar // A non-profit organization that fights against gender-based violence
Q - félag hinsegin stúdenta // Q - Queer Student Association
Rótin félagasamtök // The Root
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja -SSF // The Confederation of Icelandic Bank and Finance Employees
Samtök um Kvennaathvarf // The Women's Shelter
Samtökin ´78 // The National Queer Organisation of Iceland
Soroptimistasamband Íslands // Soroptimist Iceland
Stígamót // A center for survivors of sexual violence
UN Women á Íslandi // UN Women Iceland
Ungar athafnakonur (UAK) // UAK (Young Professional Women in Iceland)
W.O.M.E.N. in Iceland // Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
WIFT - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi // WIFT -The Association for women in film and television in Iceland.
WomenTechIceland // Konur í tækni á Íslandi
Trans Ísland // Trans Iceland