Skjalasöfn einstaklinga

Sigríður Kristjánsdóttir (1925-2022), húsmæðrakennari. KSS 2022/24.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2022/24

  • Titill:

    Sigríður Kristjánsdóttir

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2022/24. Sigríður Kristjánsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Sigríður Kristjánsdóttir (1925-2022), húsmæðrakennari

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Var fædd 7. október 1925 og lést 21. apríl 2022.

     

    Foreldrar hennar voru Kristján Júlíus Jóhannesson (1883-1938) og Anna Sigríður Einarsdóttir (1887-1925). Fósturforeldrar Sigríðar voru Egill Þorláksson (1886-1966) og Aðalbjörg Pálsdóttir 1891-1970). Sigríður ólst upp á Húsavík til 13 ára aldurs og síðan á Akureyri. Hún varð stúdent frá MA 1946, stundaði nám í HÍ 1948-49, og í Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1948-50 og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Lauk BA-prófi í íslenskum bókmenntum við HÍ 1986. Sigríður var stundakennari við ýmsa skóla 1947-1975 og vann lengi á Leiðbeiningarmiðstöð húsmæðra (nú Leiðbeiningarmiðstöð heimilanna). Sigríður var einn af stofnfélögum Delta Kappa Gamma 1975, hún var ritstjóri Húsfreyjunnar og skrifaði ýmis leiðbeiningarit fyrir Kvenfélagasamband Íslands.

     

    Hinn 8. júní 1957 giftist Sigríður Jónasi Kristjánssyni (1924-2014) handritafræðingi, síðar forstöðumanni Árnastofnunnar.

     

    Börn hennar: Egill Benedikt Hreinsson (f. 1947), Kristján Jónasson (f. 1958), Aðalbjörg Jónasdóttir (f. 1959), Gunnlaugur Jónasson (f. 1962) og Áslaug Jónasdóttir (f. 1968).

     

    Heimild: https://timarit.is/page/7669078?iabr=on

  • Varðveislusaga:

    Úr dánarbúi Sigríðar

  • Um afhendingu:

    Tveir pappakassar með bókum sendir Kvennasögusafni af dætrum Sigríðar. Meðal bókanna voru einkaskjöl og smáprent sem hefur verið skráð sem einkaskjalasafn Sigríðar. Bækurnar og skjölin tengjast kvennasögu og húsmæðrafræðslu.

Innihald og uppbygging

  • Grisjun:

    Bækur:

    • Anna Ólafsdóttir Björnsson, Saga húsmæðrakennaraskóla Íslands, Reykjavík 1998
    • Anna S. Snorradóttir, Þegar vorið var ungt, ljóð, Reykjavík 1990.
    • Dagamunur – Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga 70 ára 1905-1975. Akureyri
    • Djúpar rætur – hlutverk þingeyskra kvenna, 2002 [menningarsjóður þingeyskra kvenna]
    • Eyrún Ingadóttir, Húsmæðraskóli Reykjavíkur í 50 ár, 1992
    • Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum, Ný ljóð, Reykjavík 1945
    • Hringurinn starfssaga
    • Ívar Björnsson frá Steðja, Spuni, Reykjavík 2004 [með kveðju frá höfundi]
    • Juliane Solbraa-Bay, Nordens husmodre, 1970
    • Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, 1980
    • Margrét Guðmundsdóttir, Aldarspor Hvítabandið,
    • Páll Valsson, Vigdís, kona verður forseti, 2009
    • Sigríður Arnlaugsdóttir, Lærið að sauma, 1962
    • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Ólafía. Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur. 2006
    • Sigríður Thorlacious, Saga bandalags kvenna í Reykjavík 1917-1977, Reykjavík 1983
    • Svava Þórleifsdóttir, skólastjóri frá Skinnastað ­– Gull í lófa framtíðar, Akranes 1986
    • Vinna kvenna í 1100 ár

     

    Tímarit:

    Heimsmynd júní 1989

    Íslenskir þjóðbúningar I, upphlutur

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 103. Kvenfélagasamband Íslands. Einkaskjalasafn

    KSS 2021/1. Kvenfélagasamband Íslands. Ljósmyndasafn.

    KSS 2021/15. Kvenfélagasamband Íslands. Einkaskjalasafn.

    KSS 68. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.

    KSs 2022/19. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.

    KSS 165. Húsmæðraskóli Reykjavíkur. Ljósmyndasafn.

     

    Húsmæðrakennaraskóli Íslands

    Leiðbeiningarmiðstöð heimilanna

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði

  • Dagsetning lýsingar:

    14. október 2024


Skjalaskrá

askja 1

  • umslag 1: Ljósmynd, tvær konur
  • umslag 2: Barmmerki, Húsmæðraskóli RV
  • örk 1: Ræða, Leiðbeiningarmiðstöð Kvenfélagasamband Íslands, flutt á Hallveigarstöðum 9. desember 1993 [var fremst í bókinni Margar hlýjar hendur]
  • örk 2: Delta Kappa Gamma, kort og ljósmynd, jólafundur 10. des. 1983, afmælisljóð í tilefni af 30 ára afmæli Alfadeildar Delta Kappa Gamma 7. nóvember 2005 [Jenna Jensdóttir], María Pétursdóttur skólastjóri minning [S.K.], söngvar Húsmæðrakennaraskóli Íslands
  • örk 3: Úrklippur um Aldarspor febrúar 1996, Brautryðjandi og baráttukona“
  • örk 4: Vefaradans, Söngvar Húsmæðrakennaraskóli Íslands, Þáttur úr skólalífinu Laugalandi 1950-51, Vísur fluttar í 50 ára afmælishófi H.K.Í,.Húsmæðrakennaraskóli Íslands söngvatextar.
  • örk 5: Leikfimi, Sigríður Einarsdóttir [handskrifuð glósubók]
  • örk 6: Orvar Josephsson, Hvernig fæ ég búi mínu borgið?, Reykjavík 1950 [glósur Sigríðar bæði í bókinni og fylgja henni á milli blaðsíðna]
  • örk 7: Glósur í íslensku, kennari Dr. Steingr. J. Þorsteins. Skrifað veturinn 1949-1950 í Húsmæðraskóla Íslands. Sigríður Kristjánsdóttir [bók, handskrifuð]
  • örk 8: Úrklippa september 1998 og kvittun LSR 2002 [var í bókinni Saga Húsmæðrakennaraskóla Íslands]
  • örk 9: Handrit að umfjöllun um bókina Saga Húsmæðraskóla Reykjavíkur og úrklippa [var í bókinni Húsmæðraskóli Reykjavíkur í 50 ár]
  • örk 10: Listi yfir bækur um jafnréttismál hugsað fyrir bókasöfn, Anna Sigurðardóttir tók saman 20. október 1983. [var í bókinni Vinna kvenna í 1100 ár]
  • örk 11: Söngtextar til skemmtunar í kaffiboði hjá Siggu og Jónasi á Þingvöllum 8. október 2005, Úrklippa Sigríður Bjrnadóttir 18. desember 2013

 

askja 2

Smáprent, húsmæðrafræðsla og húsmæðrakennsla


Fyrst birt 14.10.2024

Til baka