Sep 29, 2024

Hálf öld liðin síðan kona var vígð prestur í fyrsta sinn á Íslandi


Fyrir hálfri öld í dag, 29. september, var Auður Eir Vilhjálmsdóttir vígð til prests, fyrst kvenna á Íslandi.

Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns, óskaði Auði til hamingju á sama tíma og safnaði heimildum um tímamótin.

audureir5audureir4audureir10

audureir1 audureir2

audureir3audureir9

audureir7audureir8audureir6

Auður Eir gaf svo síðar skjalasafn móðursystur sinnar, Þorbjargar Árnadóttur hjúkrunarfræðings, til Kvennasögsuafns sem er eitt umfangsmesta bréfasafn sem varðveitt er á safninu og veitir einstaka innsýn inn í líf og störf íslenskra kvenna á 20. öldinni. Þar leynist eitt bréf frá Auði og systkinum hennar ungum til Þorbjargar frænku þeirra.

audureir1.jpg