Fyrir hálfri öld í dag, 29. september, var Auður Eir Vilhjálmsdóttir vígð til prests, fyrst kvenna á Íslandi.
Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns, óskaði Auði til hamingju á sama tíma og safnaði heimildum um tímamótin.
Auður Eir gaf svo síðar skjalasafn móðursystur sinnar, Þorbjargar Árnadóttur hjúkrunarfræðings, til Kvennasögsuafns sem er eitt umfangsmesta bréfasafn sem varðveitt er á safninu og veitir einstaka innsýn inn í líf og störf íslenskra kvenna á 20. öldinni. Þar leynist eitt bréf frá Auði og systkinum hennar ungum til Þorbjargar frænku þeirra.