Á morgun, 21. júní, verða liðin 100 ár frá því hin stórmerka Ólafía Jóhannsdóttir féll frá. Af því tilefni efna fjölmörg kvenfélög til minningarathafnar sem við hvetjum öll til að kynna sér.
Ólafía Jóhannsdóttir (1863–1924) einn af stofnendum Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.
Hún var fulltrúi kvenna á Þingvallafundinum 1895. Þar var henni ætlað að ræða fjögur mál: kvenréttindamálið, háskólamálið, stjórnarskrármálið og bindindismálið.
Ólafía ritstýrði tímaritinu Framsókn á árunum 1899–1901 (ásamt Jarþrúði Ólafsdóttur) en einnig barnablaðinu Æskunni árið 1899 og Ársriti hins íslenska kvenfélags árin 1895 til 1897 og 1899. Hún var jafnframt fyrsta íslenska konan til að gefa út sjálfsævisögu árið 1925.
Á Kvennasögusafni er varðveittur skúfuhólkur Ólafíu sem barst með skjalasafni Hvítabandsins sem hún átti þátt í að stofna. Í safninu er heilmargt að finna, þar á meðal fyrstu fundargjörðarbók félagsins frá 1895 í fallegu bandi.
Árið 2006 gaf Sigríður Dúna Kristmundsdóttir út glæsilega ævisögu um Ólafíu.