Mar 7, 2024

Þátttaka Kvennasögusafns á viðburðum 8. mars


Á morgun 8. mars, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, tekur Kvennasögusafn þátt í þremur viðburðum.
 
Fyrst á dagskrá verður erindi Rakelar Adolphsdóttur, fagstjóra safnsins, á málstofunni „Sjálfstæðiskonur og saga 20. aldar“ á Hugvísindaþingi um hvaða skjalasöfn Sjálfstæðiskvenna er þar að finna og svarar spurningunni um hvort það sé vinstri slagsíða í skjölum sem eru varðveitt þar. Ragnheiður Kristjánsdóttir og Rósa Magnúsdóttir, prófessorar í sagnfræði og Anna Dröfn Ágústsdóttir, lektor við LHÍ, verða einnig með erindi. Málstofan fer fram í stofu 8 í Veröld.
 
Eftir Hugvísindaþing verður kvennafriðarganga fyrir Palestínu sem leggur af stað frá Arnarhóli og endar í Kolaportinu. þar sem haldinn verður baráttufundur. Það er ekki hægt að aðskilja baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Allar konur eiga að njóta frelsis og mannréttinda án mismununar. Það er enginn jöfnuður án friðar. Á safninu eru varðveitt nokkur skjalasöfn tengd friðarhreyfingum kvenna.
 
Um kvöldið mun svo Rakel fjalla um uppruna Alþjóðabaráttudagsins á fundi Sósíalískra femínista: Hvaða konur voru áberandi í kringum þennan dag, í íslenskum sósíalisma og kommúnisma, bæði þegar en líka eftir að dagurinn var formfestur sem eiginlegur alþjóðlegur baráttudagur kvenna, og hvernig hefur hefðin verið í kringum daginn síðan? Af hverju var dagurinn bannaður í Evrópu og kallaður Mæðradagurinn? Fræðsluefni um daginn hefur verið aðengilegt á vef Kvennasögusafns í 13 ár.
KSS_1_030.jpg