Kvennasögusafn Íslands
KSS 179
Regína Thoroddsen
1913, 1995, 1999
Ein askja, þunn.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 179. Regína Thoroddsen.
Regína Magdalena Benediktsdóttir Thoroddsen, 1887-1929.
Regína Magdalena var fædd 23. júní 1887 á Grenjaðarsað. Hún var dóttir hjónanna Ólafar Ástu Þórarinsdóttur húsfreyju og Benedikts Kristjánssonar prófasts. Regína stundaði nám við Lýðháskólann í Askov á Suður-Jótlandi veturinn 1913 og sendi þá bréfið til unnusta sínum, síðar eiginmanni, Guðmundar Thoroddsen (1887–1968) þegar hann var við framhaldsnám í handlæknis- og yfirsetufræðum í Kaupmannahöfn. Þau giftust 3. maí 1913 og eignuðust sjö börn. Regína lést af slysförum í Reykjavík 28. apríl 1929.
Bréfið er úr eigu elstu dóttur Regínu, Dóru Thoroddsen, sem bað dóttur sína, Ragnhildi Bragadóttur sagnfræðing og upplýsingafræðing, að afhenda Kvennasögusafni.
Úr afhendingabók „13. apríl 1999. Ragnhildur Bragadóttir bókasafnsfræðingur, afhenti Kvennasögusafni Íslands fyrir hönd móður sinnar, Dóru Thoroddsen, sendibréf frá árinu 1913. Bréfið er skrifað af Regínu Magdalenu Benediktsdóttur Thoroddsen til unnusta síns, Guðmundar Thoroddsen, læknis og prófessors. Regína og Guðmundur voru foreldrar Dóru Thoroddsen. Meðfylgjandi er greinargerð skrifuð af Ragnhildi Bragadóttur.“
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Handskrifað, vélritað.
KSS 53. María Skúladóttir Thoroddsen.
Rakel Adolphsdóttir tók saman lýsandi samantekt. Var áður í öskju 281. Upplýsingar varðandi afhendingu fengnar úr afhendingabók Kvennasögusafns.
21. febrúar 2024
askja 1
Fyrst birt 21.02.2024