Nov 10, 2023

Minning: Stefanía María Pétursdóttir


Stefanía M. Pétursdóttir, fyrsti stjórnarformaður Kvennasögusafns Íslands, er fallin frá.

Stefanía María var fædd 16. ágúst 1931. Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskólanum árið 1951. Hún var fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands í áhugahóp um varðveislu og framgang Kvennasögusafn Íslands sem var stofnað árið 1989. Áhugahópurinn var í lykilhlutverki að ná Kvennasögusafni í öruggt og varanlegt skjól í Þjóðarbókhlöðunni. Eftir að safnið opnaði þar sem séreining varð hún fyrsti formaður stjórnar þess. Stefanía vann ötullega í ýmsum kvenfélögum og var formaður Kvenfélagasamband Íslands um árabil. Hún hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálkaorðu fyr­ir fé­lags­störf sín árið 1993.

Á heimasíðu Kvennasögusafns má hlust á ræðu Stefaníu frá opnun safnsins í Þjóðarbókhlöðunni 1996.

Við á Kvennasögusafni minnumst Stefaníu með hlýhug og þakklæti.

StjornKvss2004

StefaniaM.jpg