Sep 27, 2023

LGBTI ráðstefna í Reykjavík


Fagstjóri Kvennasögusafns sat ráðstefnu á vegum Samtakanna ‘78  sem var haldin í samvinnu við Forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina.  Hátt í 100 fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum var boðið á ráðstefnuna sem fór fram 26. september á Fosshótel Reykjavík. Þar var meðal annars rætt um mikilvægi samstöðu kvennahreyfinga og hinsegin hreyfinga.

Kvennasögusafn telur mikilvægt að sýna baráttu hinsegin samfélagsins stuðning og leggja til við að auka sýnileika hinsegin fólks í sögulegu ljósi. Meðal verkefna sem Kvennasögusafn hefur stutt í gegnum tíðina með þetta að markmiði er verkefnið Huldukonur.

Við tökum undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem sagði á ráðstefnunni að baráttan fyrir LGBTI réttindum er sú sama og baráttan fyrir kynjajafnrétti, þetta er allt barátta fyrir mannréttindum. (Á ensku: the fight for LGBTI rights is the same as the fight for gender rights, it’s all a fight for human rights.)