Oct 18, 2023

Skilta-hugarflug fyrir Kvennaverkfallið 2023


Kvennasögusafn og Íslenska teiknisetrið bjóða til kvöldstundar á Landsbókasafni 19. október kl. 19-21 þar sem rýnt verður í baráttuskilti fyrri kvennafría og kvennaverkfalla og skissað upp hugmyndir fyrir skiltagerð þessa árs.
 
Hvernig við viljum setja fram kröfur okkar í Kvennaverkfallinu svo þær verði sýnilegar í mynd?
 
Við munum skoða ljósmyndir og myndbönd frá 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018, rýna í myndmálið og framsetninguna, skissa upp okkar eigin hugmyndir, hlusta á plötuna Áfram stelpur og almennt fyllast innblæstri.
 
Verið öll velkomin!
kvennafri-hvad-svo.jpg