Jun 1, 2023

Nýsköpunarsjóður námsmanna: Kortlagning teikninga og myndnotkunar Rauðsokka


Karólína Rós Ólafsdóttir, skáld og fræðikona og Boaz Yosef Friedmam, myndlistamaður fengu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna að rannsóknina „Kortlagning teikninga og myndnotkunar Rauðsokka“ í sumar undir handleiðslu Rakel Adolphsdóttur, fagstjóra Kvennasögusafns.

Afurð verkefnisins verður stafrænni gagnabanki teikninga, myndrýni, viðtöl og sýningarkassi á 2.hæð Landsbókasafnsins í haust. Karólína og Boaz eru stofnendur Íslenska Teiknisetrisins og það verður hægt að fylgjast með ferlinu og skemmtilegum gögnum sem þau finna í skjalasafni Rauðsokkahreyfingarinn.

Á myndinni eru Boaz Yosef Friedman, Rakel Adolphsdóttir og Karólína Rós Ólafsdóttir (í þeirri röð). Önnur mynd er af teikningu af kvenna-merkinu úr tímaritinu Forvitin Rauð. Þriðja myndin er af innihaldi skjalaöskju.

kynningarmynd1kynningarmynd3

 
kynningarmynd2.jpg