Sep 26, 2022

Sigríður Th. Erlendsdóttir minning


Við minnumst Sigríðar Th. Erlendsdóttur, sem féll frá fyrr í september, með hlýju og þakklæti.

Sigríður hóf rannsóknir í kvennasögu upp úr 1970, þá rúmlega fertug að aldri, og lauk BA-prófi í sagnfræði árið 1976. Hún lauk svo kandídatsnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1981 með ítarlegri frumrannsókn á atvinnuþátttöku reykvískra kvenna á árunum 1890–1914. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sérstök námskeið í kvennasögu í sagnfræði við HÍ þar sem hún var stundakennari þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1999.

Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Hún sat m.a. fyrstu í stjórn Kvennasögusafnsins, Minja og sögu og Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Hún skrifaði bókina Veröld sem ég vil, sem kom út 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992.

Kvennasögusafn gaf út Kvennaslóðir, afmælisrits til heiður Sigríðar, árið 2001. Vigdís Finnbogadóttir, æskuvinkona Sigríðar, skrifaði upphafskafla bókarinnar en í henni birtust 40 greinar tengdar kvennasögu allar eftir konur. Ritstjórnin skrifaði í aðfaraorðum sínum í bókinni „Sigríður hefur hvatt okkur kynsystur sínar til dáða og glaðst yfir framgangi okkar og hún hefur haft óumdeilanleg áhrif á þær okkar sem hafa lagt fyrir sig kvenna- og kynjasögu. Með þessari bók færum við Sigríði Th. Erlendsdóttur hjartans þakkir fyrir brautryðjendastörf hennar í íslenskri sagnfræði.“

Við eigum Sigríði margt að þakka.

Sigridur_Th.png