Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 2019/12
KSS 2019/12. Bryndís Steinþórsdóttir.
1938-2019
21 askja og einn fatapoki
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/12. Bryndís Steinþórsdóttir.
Bryndís Steinþórsdóttir, hússtjórnarkennari.
Sigrún Ingibjörg Ingimarsdóttir.
Bryndís Steinþórsdóttir fæddist í Reykjavík 1. september 1928, dóttir Sigrúnar Ingibjargar Ingimarsdóttur og Steinþórs Jóhannssonar. Ári eftir fæðingu hennar flutti fjölskyldan til Akureyrar, þar sem faðir hennar kenndi við Barnaskóla Akureyrar. Eftir gagnfræðapróf innritaðist hún í Húsmæðrakennaraskóla Íslands haustið 1946. Hún kenndi víða og tók þátt í að skipuleggja hússtjórnarnám og síðar starfsréttindanámi matartækna og matarfræðinga við Fjölbrautarskólann í Breiðholti þegar hann tók til starfa. Hún var höfundur fjölda bóka á sínu sviði, þar á meðal bókarinnar Við matreiðum sem kom fyrst út 1976 en sjötta útgáfa hennar kom út árið 2018. Bryndís var einnig stofnfélagi í Gammadeild Delta Kappa Gamma 7. júní 1977 og sat að minnsta kosti einu sinni í stjórn sem ritari. Hún lést 30. júlí 2019.
Heimild: Viðtal sem Inga Arnar (Sigrún Ingibjörg Arnardóttir) tók við föðursystur sína Bryndísi vorið 2004 í þjóðfræðinámi sínu. Einnig minningarorð á vefsíðu Delta Kappa Gamma.
Úr fórum Bryndísar.
Inga Arnar, bróðurdóttir Bryndísar, og Hjörtur Þórarinsson afhentu gögnin á skrifstofu Kvennasögusafns 23. og 26. september 2019.
Í safninu eru ljósmyndir, dagbók, póesíbækur og glósubækur, einkunnir, viðurkenningar og skjöl tengd skólagöngu, sýnismöppur úr námi og kennslu í handavinnu og vörufræði, postulínsdiskur sem Bryndís málaði sjálf, 5 eintök af matreiðslubók Bryndísar með fjölmörgum handskrifuðum athugasemdum og glósum, ýmis handavinna. Í safninu er rauður kjóll sem Bryndís saumaði sjálf og röndóttur sloppur sem hún notaði að öllum líkindum við kennslu. Í safninu er líka skyrta sem móðir Bryndísar saumaði.
Safninu er skipt í eftirfarandi flokka:
A prófskírteini (askja 1)
B Skólaganga og kennsla (öskjur 1-12)
C Ljósmyndir (öskjur 13-15)
D Félagsmál, fjölskylda og annað (askja 16)
E Tómstundir (askja 17)
F Úrklippur (askja 17)
G Heimasaumur (askja 18 og fataslá)
H Barmmerki (askja 18)
I Höfundareintök og aðrar bækur (öskjur 19-21 og skrifstofa)
Ýmislegt var grisjað úr safninu, mest prentað efni. Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá lista yfir það sem var grisjað.
Inga Arnar er enn með í sínum fórum nokkrar bækur með handavinnuprufum frá Bryndísi og Sigrúnu móður hennar. Hún notar bækurnar í kennslu en hyggst skila þeim á eitthvert safn síðar meir. Eitthvað af verkum Sigrúnar á að vera varðveitt á Árbæjarsafni.
Aðgangur er ótakmarkaður
Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.
Íslenska, danska og enska.
KSS 84. Gammadeild Delta Kappa Gamma.
MMS 39: https://hljodsafn.is/audioFileDisplay/9773
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir grisjaði safnið við afhendingu í september 2019. Flokkaði og skráði í janúar 2020, eftir að hafa ráðfært sig við forvörð.
23. janúar 2020
askja 1
askja 2
öskjur 3-8
askja 9
öskjur 10-11
askja 12
Kennslumappa Bryndísar, Pfaff sniðkerfi, útgáfa handa skólum. Ódagsett en merkt með fimm stafa símanúmeri. Mappan innihélt, auk grisjaðs efnis:
Öskjur 13-14
Stakar myndir:
askja 15
askja 16
askja 17
askja 18 og fataslá í geymslu
öskjur 19-20
askja 21
Skrifstofa Kvennasögusafns:
Fyrst birt 24.01.2020