Oct 21, 2022

Opnun upplýsinga- og skjalavefs um Rauðsokkahreyfinguna


Verið velkomin í Þjóðarbókhlöðuna mánudaginn 24. október 2022 kl. 16-18 þegar við opnum upplýsinga- og skjalavef um Rauðsokkahreyfinguna.


Stutt ávörp flytja:
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður.
Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns.
Hópur Rauðsokka.
Svandís Svavarsdóttir, ráðherra.

Silja Aðalsteinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir flytja ljóð.
Þorgerður Ása flytur tónlistaratriði.

Léttar veitingar að lokinni dagskrá.
---
Upplýsinga- og skjalavefur um Rauðsokkahreyfinguna er unnin af fulltrúum hreyfingarinnar í samvinnu við Kvennasögusafn og Landsbókasafn. Auk þess var verkefnið styrkt af Jafnréttissjóði, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Reykjavíkurborg (mannréttindaráði og myndríkri miðlun) og Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar hjá ASÍ.

rsk_opnun.png