May 18, 2022

Pernille Ipsen: málstofa og fyrirlestur


Þann 16. maí var haldin málstofa í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar með Pernille Ipsen prófessor í sagnfræði við Universitet of Wisconsin-Madison, en hún flutti einnig Jóns Sigurðssonar fyrirlestur á vegum Sagnfræðistofnunar HÍ þann 17. maí. Pernille hefur gefið út tvær bækur: Et åbent øjeblik: Da mine mødre gjorde noget nyt (2020), sem byggir á viðtölum við sjö konur og fjölda skjala, mynda og muna. Árið 2015 kom út fyrri bók Pernille, Daughters of the Trade: Atlantic Slavers and Interracial Marriage on the Gold Coast. Í málstofunni kynnti Pernille aðferðafræði við bókaskrifin, áskoranir og hvernig hún hefur mótast sem sagnfræðingur. Bækurnar hennar tvær eru aðgengilegar til útláns á Landsbókasafni.

pernille-ipsen.jpg