Kvennasögusafn Íslands
KSS 2021/28
Erna S. Egilsdóttir
1973-1982
Sjö öskjur. Safnið hefur að geyma skjöl úr vörslu Ernu S. Egilsdóttur sem varða að mestu Rauðsokkahreyfinguna en einnig sitthvað fleira tengt félaga- og stjórnmálastarfi hennar.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/28. Erna S. Egilsdóttir. Einkaskjalasafn.
Erna Sigrún Egilsdóttir (f. 1945)
Erna er fædd 6. júní 1945. Hún tók þátt í starfi Rauðsokkahreyfingarinnar í Reykjavík frá 1973-1975. Hún bjó í Neskaupstað frá árunum 1975-1981 og tók þá þátt í starfi Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Erna starfaði sem skrifstofumaður, meðal annars á Þjónustumiðstöð Bókasafna.
Gerður G. Óskarsdóttir afhenti þann 15. nóvember 2021 á fundir Rauðsokkahreyfingarinnar og Landsbókasafn (varðandi vefsíðu RSH) fyrir hönd Ernu Egilsdóttur. Skjölin varða starf Ernu í Rauðsokkahreyfingunni.
Barst um hendur Gerðar G. Óskarsdóttur þann 15. nóvember 2021 og viðbót 18. janúar 2022.
Innri formgerð skjalasafns var viðhaldið en afhendingaraðili var búinn að flokka efnið út frá tegund efnis, því var síðan raðað í tímaröð.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
A. Starfsmannafélag S.Í.S frá árinu 1973
B. Rauðsokkahreyfingin:
B1. Ráðstefna í Skógum sumarið 1974 / Ráðstefna um kjör láglaunakvenna 1975
B2. Handritað efni í „Forvitin Rauð“ 1. maí 1974
B3. Kvennaráðstefnan 1975
B4. Miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar árin 1974-1976. Húsnæðismál hreyfingarinnar Sokkholt, daglegur rekstur.
B5. Námsflokkar Neskaupstaðar: námshópur um jafnréttismál á vorönn 1976
B6. Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar 1976-1977
C. Alþýðubandalagið 1981-1982
D. Ýmislegt
E. Viðbót, afhent 2022.
Stafrænt afrit af myndbandi er aðgengilegt á Kvennasögusafni. Búta úr myndbandinu má finna á sérvef um Rauðsokkahreyfinguna.
KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.
Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði í nóvember 2021.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
26. nóvember 2021 og janúar 2022
Askja 1
A. Starfsmannafélag S.Í.S frá árinu 1973
örk 1: Handskrifuð fundargerð, 25. mars 1973.
örk 2: Könnun um dagheimili, samvinnufyrirtækin í Reykjavík.
örk 3: Bréf til Gunnars Grímssonar 23. október 1973 frá Jóakim, klúbbur um jafnréttismál. Bréf til hússtjórnar Hamragarðar, frá Jóakim klúbbur um jafnréttismál.
örk 4: Svar frá Gunnari Grímssyni til Bjarkar Thomsen. Erindi um barnaheimil.
örk 5: Greinargerð um könnun á launamun kynjanna. Skjöl sem varða könnunina, launatöflur.
Askja 2
B. Rauðsokkahreyfingin
B1. Ráðstefna í Skógum sumarið 1974 / Ráðstefna um kjör láglaunakvenna 1975.
örk 1: Dagskrá ráðstefnunnar á Skógum, 1974. Stefnuskrá hreyfingarinnar og tillaga að stefnuskrá hreyfingarinnar.
örk 2: Fréttatilkynning um ráðstefnu um kjör láglaunakvenna. Álit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna.
örk 3: Þáttur uppeldisins í misrétti kynjanna, erindi flutt á ráðstefnu ASÍ og BSRB um stöðu kynjanna í atvinnulífinu, 1975. Gerður G. Óskarsdóttir.
örk 4: Almenn menntun og starfsmenntun, erindi flutt á ráðstefnu ASÍ og BSRB. Helga Sigurjónsdóttir.
Askja 3
B2. Handritað efni í „Forvitin Rauð“ 1. maí 1974
örk 1: Ómaginn og stritið. Þuríður Kvaran.
örk 2: Síldarsaga mín – eða sérsamningar, Dóra Guðmundsdóttir. Eru karlar og konur jafningjar? Vilborg Sigurðardóttir.
örk 3: Eymingja ég eftir Árna Björnsson.
örk 4: Sjálfsgagnrýni eftir Elísabetu Gunnarsdóttur.
örk 5: Grein eftir Lilju Ólafsdóttur um jafnrétti kynjanna.
örk 6: Krafa tímans. Eygló Eyjólfsdóttir.
örk 7: Nokkur orð um almannatryggingar, Guðrún Helgadóttir.
örk 8: Þeir sem ráða húsum, Guðmundur R. Jóhannsson.
örk 9: Þýðingar úr bókinni Skæruliðarnir.
örk 10: Bréf frá Bjarnínu Engilráðsdóttur til Sveins Garibaldason.
örk 11: Gullkorn úr ágripi af fimleikafræði eftir J. Lindhard í þýðingu Björns Jakobssonar.
örk 12: Söngvar Rauðsokka.
örk 13: Handskrifað blað um sambýli nemenda K.H.Í.
örk 14: Grein, rauðsokkum kennt um skort á einkariturum.
örk 15: Handskrifað blað, „ertu ánægð?“ og um starfshópa Rauðsokkahreyfingarinnar.
örk 16: Um fyrirvinnuhugtakið.
örk 17: Úrklippa úr Þjóðviljanum. 2. nóvember 1973.
örk 18: Handskrifað blöð, vélrituð blöð um fjölskylduna. Auður Þorbergsdóttir.
örk 19: Grein eftir Auði Þorbergs, án titils.
B3. Kvennaráðstefnan 1975
örk 1: Ræða Evu Kolstad, 14. Júní í Reykjavík um SÞ, kvenréttindi og kvennaár.
örk 2: Ljósritað efni um Kolstad úr dagblöðum.
örk 3: Kvennaársráðstefnan 1975. Dagskrá og niðurstöður starfshópa.
Askja 4
B4. Miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar árin 1974-1976. Húsnæðismál hreyfingarinnar Sokkholt, daglegur rekstur.
örk 1: Bréf frá starfshópi um varðveislu rauðsokkaefnis, 1994. Vilborg Harðar og Erna Egils. Kvittanir varðandi afritun á Forvitin Rauð.
örk 2: Staglið, frá desember 1976 og annað ódagsett líka frá 1976.
örk 3: Um annað þing Rauðsokka.
örk 4: Tillögur um grundvöll Rauðsokkahreyfingarinnar, skipulag og verkefni framundan, 1976.
örk 5: Handskrifað blað varðandi veitingar á fundi, fréttatilkynning frá 1974 um útgáfu Forvitin Rauð., listi yfir vaktafyrirkomulag í Sokkholti.
örk 6: Gögn um Sokkholt. Bréf frá forsætisráðuneytinu, bréf til menntamálaráðherra Vilhjálms Hjálmarssonar.
örk 7: Bréf frá Guðrúni Þóru Bragadóttur 1974.
örk 8: Útsölustaðir Rauðsokkablaðsins Forvitin Rauð og fréttatilkynning frá Rauðsokkum um fyrirvinnuhugtakið.
örk 9: Alþýðubandalagið upplýsingar, um Goðsögnin um konuna eftir Betty Friedan, upplýsingar um launajafnrétti/misrétti og upplýsingar um fréttabréf kvenréttindafélags Edinborgar. 1974.
örk 10: Upplýsingar um fjölskyldumál og gullkorn úr sjúkrahússlækninum eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur.
örk 11: Lög um jafnrétti kvenna og karla. Staglið, 1. Bréf 1975. Staða konunnar í Íslenskum landbúnaði eftir Ágústu Þorkelsdóttur, birtist í Þjóðviljanum.
Askja 5
B5. Námsflokkar Neskaupstaðar: námshópur um jafnréttismál á vorönn 1976
örk 1: Námshópur um jafnréttismál, könnun á kynjamismunun í lestextum skólabóka. Skattamál, breytingatillögur. Bréf til fjármálaráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar vegna skattamála.
örk 2: Námshópur um jafnréttismál, starfsáætlun vorönn 1976. Skoðanakönnun um misrétti kynjanna. Listi yfir bækur um jafnréttismál. Ljósritað hefti námshópur um jafnréttismál með kjörorðið „Allir dagar eru baráttudagar“. Þáttur uppeldisins í misrétti kynjanna.
örk 3: Verkefni 1 og 3, jafnréttishópur neskaupstaðar.
örk 4: Ljósrit, um kvennasögu.
örk 5: Stefnuskrá fyrir Kvindefronten.
örk 6: Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden i klassesamfundet eftir Hanne Reintoft.
örk 7: Drög um dagvistunarmál.
örk 8: Spurningalisti á vegum jafnlaunaráðs.
örk 9: Um börn, umfjöllun eftir Hrönn Eggertsdóttur frá árinu 1978.
örk 10: Saga norrænna kvenna í 10.000 ár.
örk 11: Samantekt um fjölskylduna, Kristín Ástgeirsd. 1980.
B6. Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar 1976-1977
örk 1: Álit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna.
örk 2: Útvarpserindi Guðrúnar Friðgeirsdóttur um barnaheimili, 1972.
örk 3: Bæklingur um Kvennaárið 1975, upplýsingar um tengla Rauðsokkahreyfingarinnar og leshringi hreyfingarinnar.
örk 4: Gullkorn úr ágripi af fimleikafræði eftir J. Lindhard í þýðingu Björns Jakobs. Staðall fyrir flugfreyjur búið til af Rauðsokkahreyfingunni sem ádeila. Framsöguerindi Stellu Stefánsdóttur, trúnaðarmanns í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Um starfshópa.
Askja 6
C. Alþýðubandalagið 1981-1982
örk 1: Gögn frá kvennamiðstöð Alþýðubandalagsins. Dreifibréf kvennamiðstöðvar Alþýðubandalagsins.
örk 2: Kvennabréf, dreifibréf kvennamiðstöðvar nr. 5 og 6.
örk 3: Kvennabréf nr. 1 og 3.
D. Ýmislegt
Örk 1: Þakkarkort frá Önnu Sigurðardóttur frá árinum: 1973, 1976 og 1980.
Askja 7
E. Viðbót 2022
Fyrst birt 07.12.2021