Kvennasögusafn Íslands
KSS 2021/24
Gerður G. Óskarsdóttir
1971-1981
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/24. Gerður G. Óskardóttir. Einkaskjalasafn.
Gerður G. Óskarsdóttir (f. 1943)
Gerður G. Óskarsdóttir fæddist þann 5. september 1943. Hún er fyrrverandi kennari, skólastjóri og fræðslustjóri Reykjavíkur. Hún er einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Gerður er með B.A. próf í landafræði og þýsku frá Háskóla Íslands, kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla og meistarapróf frá Boston-háskóla í menntunarfræði og námsráðgjöf. Auk þess er hún með doktorspróf í menntunarfræði frá Berkeley.
Gerður afhenti gögn sem varða starf Rauðsokkahreyfinguna á landsbyggðinni, nánar tiltekið í Neskaupsstað og í Kópavogi. Safnið inniheldur til dæmis ljósrit af gögnum sem koma frá Héraðskjalasafni Austurlands.
Gerður afhenti gögnin þann 11. október 2021 á fundi Kvennasögusafns og Rauðsokkahreyfingarinnar um skjalavef hreyfingarinnar. Viðbót við afhendingu barst þann 15.11.2021.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.
Skráð af Emmu Björk Hjálmarsdóttir, 13. október 2021.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
13. október 2021
askja 1
örk 1: Ræða á ráðstefnu, ódagsett.
örk 2: Kvittanir fyrir auglýsingar í Ríkisútvarpinu frá árinu 1971.
örk 3: Handskrifaðar útreikningar vegna könnunar um Dagvistun í Kópavogi.
örk 4: Bréf til bæjarstjóra varðandi skoðanakönnun um dagvistunarmál. Skoðanakönnun meðal kvenna í Kópavogi, spurningalisti.
örk 5: Fréttatilkynning um skoðanakönnun í Kópavogi, bréf til fjárveitingarnefndar Alþingis, bréf til Þorbjarnar Broddasonar og bréf til leikvallanefndar Kópavogs, formaður Ásthildur Pétursdóttir.
örk 6: Rauðsokkatextar, söngtextar.
örk 7: Undirskriftarlisti, Kvennafrí 24. október 1975. Símskeyti frá áhöfnum á skipunum Báru, Dofra, Kögra, Sævari, Nökkva, Sindra, Hamri og Laxinum vegna Kvennadagsins sem haldinn var hátíðlegur í Egilsbúð á Neskaupsstað.
örk 8: handskrifaður miði, til kvennafundar í Lækjartorgi 24. okt. Skýrsla Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar 1976-1980. Bréf frá Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar, júní 1979.
örk 9: Fréttatilkynning frá barnaársnefnd í Neskaupstað, 25. október 1979. Fréttatilkynning um bókmennta og málverkasýningu í Neskaupstað 8. mars 1980 á vegum Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Jafnréttisnefndir halda fundi um kvennamenningu, 1983.
örk 10: Ljósrit, fundargerð 23. fundar Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Árið 1983.
örk 11: Ljósrit, 24. fundur Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. 25. og 26. fundur Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar, skýrsla um námskeið í kvennasögu haldið í Eiðum 10. – 12. júní 1983. Ljósrit af fréttabréfum Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Auglýsing vegna 35 ára afmælis kvennafrídagsins.
Einnig fylgdu afhendingunni fjórar ljósmyndir í lit, sem lánaðar voru Kvennasögusafni til stafrænnar endurgerðar (Skilað til Gerðar Óskarsd. október 2021). Ljósmyndirnar eru af Kvennadeginum 1984.
Viðbót 15.11.2021 (Með fylgdi upplýsingar um skjölin):
örk 12: Bréf til dagheimilishópi í Kópavogi, 28. Sept 1971.
örk 13: Málfundur um jafnréttismál, haldin í Verkmenntaskóla Austurlands þann 10. Mars 1976.
örk 14: Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar, fundur á kaffistofu frystihúss 1978. Drög að dagskrá.
örk 15: Umræðuhópur um Kvennamenningu, námskeið í Kvennasögu á Eiðum og annað í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað.
örk 16: Dreifirit, Námskeið í kvennasögu haldið á Eiðum, fréttabréf Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar frá júní 1989 og tvö eintök af Hlið við Hlið frá febrúar 1978 og nóvember 1978.
Fyrst birt 23.11.2021