Skjalasöfn einstaklinga

Gerður G. Óskarsdóttir (f. 1943), Rauðsokkahreyfingin. KSS 2021/24.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2021/24

  • Titill:

    Gerður G. Óskarsdóttir

  • Tímabil:

    1971-1981

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/24. Gerður G. Óskardóttir. Einkaskjalasafn. 

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Gerður G. Óskarsdóttir (f. 1943) 

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Gerður G. Óskarsdóttir fæddist þann 5. september 1943. Hún er fyrrverandi kennari, skólastjóri og fræðslustjóri Reykjavíkur. Hún er einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Gerður er með B.A. próf í landafræði og þýsku frá Háskóla Íslands, kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla og meistarapróf frá Boston-háskóla í menntunarfræði og námsráðgjöf. Auk þess er hún með doktorspróf í menntunarfræði frá Berkeley.  
     

  • Varðveislusaga:

    Gerður afhenti gögn sem varða starf Rauðsokkahreyfinguna á landsbyggðinni, nánar tiltekið í Neskaupsstað og í Kópavogi. Safnið inniheldur til dæmis ljósrit af gögnum sem koma frá Héraðskjalasafni Austurlands. 

  • Um afhendingu:

    Gerður afhenti gögnin þann 11. október 2021 á fundi Kvennasögusafns og Rauðsokkahreyfingarinnar um skjalavef hreyfingarinnar. Viðbót við afhendingu barst þann 15.11.2021. 

Innihald og uppbygging

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. 

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Skráð af Emmu Björk Hjálmarsdóttir, 13. október 2021. 

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum 

  • Dagsetning lýsingar:

    13. október 2021


Skjalaskrá

askja 1 

örk 1: Ræða á ráðstefnu, ódagsett.  

örk 2: Kvittanir fyrir auglýsingar í Ríkisútvarpinu frá árinu 1971. 

örk 3: Handskrifaðar útreikningar vegna könnunar um Dagvistun í Kópavogi. 

örk 4: Bréf til bæjarstjóra varðandi skoðanakönnun um dagvistunarmál. Skoðanakönnun meðal kvenna í Kópavogi, spurningalisti. 

örk 5: Fréttatilkynning um skoðanakönnun í Kópavogibréf til fjárveitingarnefndar Alþingis, bréf til Þorbjarnar Broddasonar og bréf til leikvallanefndar Kópavogs, formaður Ásthildur Pétursdóttir. 

örk 6: Rauðsokkatextar, söngtextar.  

örk 7: Undirskriftarlisti, Kvennafrí 24. október 1975. Símskeyti frá áhöfnum á skipunum Báru, Dofra, Kögra, Sævari, Nökkva, Sindra, Hamri og Laxinum vegna Kvennadagsins sem haldinn var hátíðlegur í Egilsbúð á Neskaupsstað.  

örk 8: handskrifaður miði, til kvennafundar í Lækjartorgi 24. okt. Skýrsla Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar 1976-1980. Bréf frá Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar, júní 1979. 

örk 9: Fréttatilkynning frá barnaársnefnd í Neskaupstað, 25. október 1979. Fréttatilkynning um bókmennta og málverkasýningu í Neskaupstað 8. mars 1980 á vegum Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Jafnréttisnefndir halda fundi um kvennamenningu, 1983. 

örk 10: Ljósrit, fundargerð 23. fundar Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Árið 1983.  

örk 11: Ljósrit, 24. fundur Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. 25. og 26. fundur Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar, skýrsla um námskeið í kvennasögu haldið í Eiðum 10. – 12. júní 1983. Ljósrit af fréttabréfum Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Auglýsing vegna 35 ára afmælis kvennafrídagsins.  

 

Einnig fylgdu afhendingunni fjórar ljósmyndir í lit, sem lánaðar voru Kvennasögusafni til stafrænnar endurgerðar (Skilað til Gerðar Óskarsd. október 2021). Ljósmyndirnar eru af Kvennadeginum 1984. 

 

Viðbót 15.11.2021 (Með fylgdi upplýsingar um skjölin):

örk 12:  Bréf til dagheimilishópi í Kópavogi, 28. Sept 1971. 

örk 13: Málfundur um jafnréttismál, haldin í Verkmenntaskóla Austurlands þann 10. Mars 1976. 

örk 14: Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar, fundur á kaffistofu frystihúss 1978. Drög að dagskrá. 

örk 15: Umræðuhópur um Kvennamenningu, námskeið í Kvennasögu á Eiðum og annað í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað.  

örk 16: Dreifirit, Námskeið í kvennasögu haldið á Eiðum, fréttabréf Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar frá júní 1989 og tvö eintök af Hlið við Hlið frá febrúar 1978 og nóvember 1978. 


Fyrst birt 23.11.2021

Til baka