Kvennasögusafn Íslands
KSS 2021/26
Sólveig Ólafsdóttir
1926-1956
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/26. Sólveig Ólafsdóttir. Einkaskjalasafn.
Sólveig Ólafsdóttir (1904–1997) húsmóðir
Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir, var fædd 24. febrúar 1904 að Strandseljum við Ísafjarðardjúp. Sólveig var við nám við matreiðsludeild kvennaskólans á Blönduósi veturinn 1926–1927. Hún var gift Hannibali Valdimarssyni (1903–1991), alþingismanni og ráðherra, en þau stofnuðu heimili á Ísafirði árið 1934 og bjuggu þar til 1952. Áttu þau fimm börn saman: Arnór (f. 1934) prófessor við Háskóla Íslands, Ólafur Kristján (f. 1935) blaðamaður, Elín (f. 1936) kennari, Guðríður (f. 1937) bankastarfsmaður, Jón Baldvin (f. 1939) alþingismaður. Sólveig tók virkan þátt í félagsstarfi og var m.a. formaður Kvenfélags Alþýðuflokks á Ísafirði um skeið. Þá bauð hún sig fram til Alþingis árið 1956 en náði ekki kjöri. Hún lést 11. maí 1997.
Heimild: Morgunblaðið 13. maí 1997
Hafa verið í vörslu Elínar Hannibalsdóttur frá andláti Sólveigar.
Elín Hannibalsdóttir, dóttir Sólveigar, afhenti bækurnar þann 11. október 2021.
Ein askja sem inniheldur fimm handskrifaðar bækur, fjórar þeirra skrifaði Sólveig sem hluta af námi sínu á matreiðsludeild kvennaskólans á Blönduósi veturinn 1926–1927 og ein er minnisbók hennar frá svipuðu tímabili.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska, handskrifað
Rakel Adolphsdóttir skráði
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
19. október 2021
askja 1
Fyrst birt 21.10.2021