Skjalasöfn einstaklinga

Sólveig Ólafsdóttir (1904–1997). KSS 2021/26.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2021/26

  • Titill:

    Sólveig Ólafsdóttir

  • Tímabil:

    1926-1956

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/26. Sólveig Ólafsdóttir. Einkaskjalasafn. 

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Sólveig Ólafsdóttir (1904–1997) húsmóðir 

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir, var fædd 24. febrúar 1904 að Strandseljum við Ísafjarðardjúp. Sólveig var við nám við matreiðsludeild kvennaskólans á Blönduósi veturinn 1926–1927. Hún var gift Hannibali Valdimarssyni (1903–1991), alþingismanni og ráðherra, en þau stofnuðu heimili á Ísafirði árið 1934 og bjuggu þar til 1952. Áttu þau fimm börn saman: Arnór (f. 1934) prófessor við Háskóla Íslands, Ólafur Kristján (f. 1935) blaðamaður, Elín (f. 1936) kennari, Guðríður (f. 1937) bankastarfsmaður, Jón Baldvin (f. 1939) alþingismaður. Sólveig tók virkan þátt í félagsstarfi og var m.a. formaður Kvenfélags Alþýðuflokks á Ísafirði um skeið. Þá bauð hún sig fram til Alþingis árið 1956 en náði ekki kjöri. Hún lést 11. maí 1997. 

    Heimild: Morgunblaðið 13. maí 1997 

  • Varðveislusaga:

    Hafa verið í vörslu Elínar Hannibalsdóttur frá andláti Sólveigar. 

  • Um afhendingu:

    Elín Hannibalsdóttir, dóttir Sólveigar, afhenti bækurnar þann 11. október 2021. 

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja sem inniheldur fimm handskrifaðar bækur, fjórar þeirra skrifaði Sólveig sem hluta af námi sínu á matreiðsludeild kvennaskólans á Blönduósi veturinn 1926–1927 og ein er minnisbók hennar frá svipuðu tímabili. 

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, handskrifað

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði 

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum 

  • Dagsetning lýsingar:

    19. október 2021


Skjalaskrá

askja 1 

  • örk 1: Æviágrip Sólveigar Ólafsdóttur, ritari er Elín Hannibalsdóttir 
  • örk 2: Framboðsbréf Sólveigar Ólafsdóttur til húsfrúa 1956 
  • örk 3: Matreiðslubók skrifuð í matreiðsludeild kvennaskólans Blönduósi veturinn 1926–1927 
  • örk 4: Matreiðslubók skrifuð í matreiðsludeild kvennaskólans Blönduósi veturinn 1926–1927  
  • örk 5: Fæðuefnabók skrifuð í matreiðsludeild kvennaskólans Blönduósi veturinn 1926–1927 
  • örk 6: Brauð og kökur skrifuð í matreiðsludeild kvennaskólans Blönduósi veturinn 1926–1927 
  • örk 7: Minnisbók [inniheldur nöfn og heimilisföng auk ljóða o.fl., án ártals en ártalið 1932 er ritað á eina blaðsíðuna] 

Fyrst birt 21.10.2021

Til baka