Oct 1, 2021

Kjörgripur mánaðarins á Landsbókasafni


Kjörgripur mánaðarins á Landsbókasafni er að þessu sinni úr safnkosti Kvennasögusafns. Í safni Valgerðar Lárusdóttur Briem (1885-1924) má finna átta handskrifuð blöð af ritinu Húsmæðrablaðið sem hún setti saman árið 1916. Blöðin voru ætluð félagskonum í Húsmæðrafélagi Hrafnagilshrepps. Handritið má sjá á sýningunni Fortíðarraddir. Handrit, prent og persónulegar heimildir á 1. hæð Þjóðarbókhlöðunnar en það má einnig lesa á heimasíðu okkar.

Valgerður Lárusdóttir Briem var söngkona, hljóðfæraleikari og tónskáld. 
Hún var fyrsta íslenska konan sem fékk lag eftir sig birt á prenti. 
Að auki stofnaði hún fyrsta íslenska kvennakórinn, Gígjurnar, veturinn 1904­–1905. 

KSS37_askja1_Husmaedrabladid_1.jpg