Skjalasöfn einstaklinga

Hildur Hákonardóttir (f. 1938), Rauðsokkahreyfingin. KSS 2019/16.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2019/16

  • Titill:

    Hildur Hákonardóttir, Rauðsokkahreyfingin

  • Tímabil:

    ca. 1971

  • Umfang:

    Tvær arkir í einni öskju

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/16. Hildur Hákonardóttir, Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Auður Hildur Hákonardóttir (f. 1938), skólastjóri, Rauðsokka og listakona

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Auður Hildur Hákonardóttir fæddist árið 1938, hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík frá árunum 1953-1955 og fluttist til Bandaríkjanna árið 1956. Hún lagði stund á myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1964-1968 og síðar Edinburgh College of Art frá 1968-1969. Hún lauk vefnaðarkennaraprófi árið 1979 og hefur hún starfað við myndvefnað síðan. Hún var kennari við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands frá 1969-1980 og skólastjóri við skólann 1975-1978. Árið 1980 fluttist hún í sveitarfélagið Ölfus og var forstöðumaður Byggða- og listasafns Árnesinga til 1986-1993 og síðar í hálfu starfi frá 1997-2000. Hún starfaði í SÚM hópnum og tók þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Hún hefur starfað að ýmsum félagsmálum tengdum listgrein sinni sem og Rauðsokkahreyfingunni.

    Heimild: skald.is

  • Varðveislusaga:

    Hildur afhenti Kvennasögusafni skjölin til viðbótar við KSS 63 Rauðsokkahreyfingin en ákveðið var að láta afhendinguna á sérstakt safnmark, KSS 2019/16. Afhent þann 15. apríl 2019.

  • Um afhendingu:

    Hildur Hákonardóttir afhenti skjölin til viðbótar við safn Rauðsokkahreyfinguna. Sett á sérstakt safnmark.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja, frá um það bil 1971 um starfshópa og félagsform Rauðsokkahreyfingarinnar.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði í september 2021.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    14. september 2021


Skjalaskrá

askja 1

örk 1: Um starfshópa eftir Jón Ásgeir Sigurðsson.

örk 2: Um félagsform eftir Hildi Hákonardóttur.


Fyrst birt 20.09.2021

Til baka