Kvennasögusafn Íslands
KSS 2019/16
Hildur Hákonardóttir, Rauðsokkahreyfingin
ca. 1971
Tvær arkir í einni öskju
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/16. Hildur Hákonardóttir, Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.
Auður Hildur Hákonardóttir (f. 1938), skólastjóri, Rauðsokka og listakona
Auður Hildur Hákonardóttir fæddist árið 1938, hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík frá árunum 1953-1955 og fluttist til Bandaríkjanna árið 1956. Hún lagði stund á myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1964-1968 og síðar Edinburgh College of Art frá 1968-1969. Hún lauk vefnaðarkennaraprófi árið 1979 og hefur hún starfað við myndvefnað síðan. Hún var kennari við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands frá 1969-1980 og skólastjóri við skólann 1975-1978. Árið 1980 fluttist hún í sveitarfélagið Ölfus og var forstöðumaður Byggða- og listasafns Árnesinga til 1986-1993 og síðar í hálfu starfi frá 1997-2000. Hún starfaði í SÚM hópnum og tók þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Hún hefur starfað að ýmsum félagsmálum tengdum listgrein sinni sem og Rauðsokkahreyfingunni.
Heimild: skald.is
Hildur afhenti Kvennasögusafni skjölin til viðbótar við KSS 63 Rauðsokkahreyfingin en ákveðið var að láta afhendinguna á sérstakt safnmark, KSS 2019/16. Afhent þann 15. apríl 2019.
Hildur Hákonardóttir afhenti skjölin til viðbótar við safn Rauðsokkahreyfinguna. Sett á sérstakt safnmark.
Ein askja, frá um það bil 1971 um starfshópa og félagsform Rauðsokkahreyfingarinnar.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.
Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði í september 2021.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
14. september 2021
askja 1
örk 1: Um starfshópa eftir Jón Ásgeir Sigurðsson.
örk 2: Um félagsform eftir Hildi Hákonardóttur.
Fyrst birt 20.09.2021